Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 531 Fyrstu ferbaskrifstofur í Sretlandi THOMAS COOK hinn alkunni stofn- andi Cook-ferðaskrifstofu í Lundún- um, varð snemma að sjá fyrir sér sjálfur. Tíu ára að aldri réðist hann til garðyrkjumanns og fekk eitt penny í dagkaup, en það jafngilti þá 7Vi eyri. Seinna gerðist hann rennismiður í Loughborough. Gekk hann þá í bind- indisfélag. Einu sinni fór hann á fund bindindismanna í Leicester. Þangað eru um 25 km. frá Loughborough og fór hann gangandi. í þeirri ferð frétti hann, að nú ætti að leggja nýja járnbrautar- línu frá Leicester til Derby. Kom hon- um þá þegar í hug að þarna væri ágætt tækifæri til þess að draga sem flest fólk að bindindismannaþingi, sem hald- ið skyldi seinna í Loughborough. Hann skrifaði járnbrautarfélaginu og fekk það til þess að eftirláta sér sérstakan vagn, þegar p_i _ ð kæmi Járbrautarferðir þóttu þá enn hið mesta sKemmtiieioaia6, r-o-* ... . auglýsti þessa ferð, flykktist fólk að og gátu færri komist með en vildu. Hundrað og sjötíu konur og karlar komust þó með, og varð fólk þetta að aka í opnum vögnum, en fargjaldið var heldur ekki nema einn shilling fram og aftur. Þetta var 5. júlí 1841, og má þessi atburður teljast upphafið að skipulögðum ferðalögum. Fjórum árum seinna skipulagði Cook skemmtiferðalag til Liverpool, Wales, eyjarinnar Mön og Dublin. Menn rifust um farmiðana. Sumir keyptu marga og seldu svo aftur með margföldu verði. Árið 1846 efndi Cook til skemmtifar- ar til Skotlands. Hann fekk 350 manna hóp. Þá náði járnbraut ekki lengra en til Newcastle. En Cook setti það ekki fyrir sig. Hann fór með hópinn til Fleetwood og þaðan á skipi kringum landið til Ardossan hjá Clydefirði, og svo með járnbraut til Glasgow og Edin- borgar. Eftir tíu ár hafði Cook skapað nýtt og lífvænlegt fyrirtæki. Hann lagði mikla áherslu á að allir gæti ferðast. Til þess gerði hann samninga við járn- brautarfélög, skipafélög og gistihús, svo að kostnaður við ferðalögin yrði sem minnstur. En fyrst í stað hugsaði hann aðeins um ferðalög innan lands. Svo kom sýningin mikla í París 1855. Þá hafði Cook veg og vanda af þúsund- um ferðamanna, er þangað fóru. Við það sannfærðist hann um að rétt væri að skipuleggja ferðir til útlanda og skömmu seinna náði starfsemi hans til Frakklands, Belgíu, Hollands, Þýzka- lands, Austurríkis og Sviss. Svo komu skemmtiferðir til Ameríku, Egypta- lands, Palestínu og annara Miðjarðar- hafslanda. Og 1872 skipulagði hann fyrstu skemmtiferðina umhverfis hnöttinn. Thomas Cook andaðist 1892, þá 84 ára að aldri og hafði unnið merkilegt ævistarf. Nú hefir ferðaskrifstofa hans 350 útibú í 64 löndum, og greiðir götu um 5 milljóna ferðamanna á hverju ári. Skrifstofan hefir samninga við 500 járnbrautarfélög, 7000 gistihús, 700 gufuskipafélög og 200 flugfélög. Starfs- menn fyrirtækisins eru um 10.000. Það var árið 1888 að Robert Mitchell, sem þá var ritari London Polytechnic Institute, kom snöggvast í kennslu- tíma í skólanum. Það var landafræðis- tími og fjallaði um Sviss. Mitchell komst þá að því, að enginn af læri- sveinunum hafði til Sviss komið. Þá datt honum í hug að gaman væri að því að fara þangað með hóp þeirra. Hann lét ekki við það sitja, heldur skipulagði gönguför frá Belgíu til Sviss. í þeirri för voru 60 drengir, tveir kenn- arar og einn læknir. Ári seinna fór Mitchell þangað með hóp fullorðinna manna. Úr þessu varð svo ferðaskrif- stofa, sem Englendingar kalla „The Poly“. Annaðist hún um fyrirgreiðslu og leiðsögu 2500 manna á heimssýnmg- una í París 1889, dvöldust þeir þar í viku og varð kostnaðurinn ekki nema 2% Sterlingspund á mann. Næst var það að Mitchell keypti fjallaskála nokkra hjá Lucerne í Sviss, fyrir 10 þús. Sterlingspund, og hafði þar fengið gistiskála fyrir ferðamenn. Þar var gestum tekið með stórfengleg- um flugeldasýningum. Á kreppuárunum milli stríðanna dró mjög úr ferðalögum, og „Poly“ gat ekki þrifist á því að skipuleggja ferðir inn- an lands. Á hinn bóginn fekkst ekki fé til ferðalaga utanlands, því að enska peninga mátti ekki flytja úr landi. Nú átti „Poly“ fjallaskála sina í Sviss, en hvernig átti að koma ferðafólki þangað, þegar enginn var gjaldeyrir? Til þess var aðeins ein leið — flytja það með enskum flugvélum. Með því móti helzt gjaldeyririnn kyrr í landinu. Og svo var leigð fjögurra hreyfla Heracles- flugvél, sem gat flogið 160 km á klukku stund. Og um leið og hún hóf sig til flugs á Croydon-flugvellinum, með 24 farþega innan borð, hófust skemmti- ferðir í loftinu. Þetta gafst svo vel, að á þessu sama ári sendi „Poly“ 1000 skemmtiferðamenn til meginlandsins, án þess að enskir peningar væri fluttir úr landi. Árið 1921 var stofnað ferðafélagið Workers Travel Association í þeim til- gangi að greiða fyrir ferðalögum verka- fólks og efla gagnkvæman vinarhug með kynningu á ferðalögum. Fyrsta árið tóku 700 menn þátt í ferðum þess, en í fyrra var sú tala komin upp í 93.565. (Úr Shields Gazette). t_-*''ð®®®GT>^_? Málningar sjálfsali Kominn er á markaðinn sjálfsali fyrir málningu. Er það margbrotin vél og geymir í sér 8 málningarliti og bland ar hún þeim sjálf saman svo að menn geta fengið hvaða lit sem þeir girnast. Ekki er annar vandinn en styðja á hnapp með þeim lit er maður girnist. Þá fer vélin á stað, blandar litinn og rennir honum í dós (mismunandi stærðir eftir vild) og skilar dósinni lokaðri i hendur kaupandans. Betri hjólbarðar Um áramótin næstu koma á mark- aðinn nýir hjólbarðar á bíla, og eru þeir bæði ódýrari og betri en áður hefir þekkzt. Er talið að ending þeirra muni verða að meðaltali um 15% meiri en eldri hjólbarða. Betri aðferð við framleiðsluna veldur því að þeir verða ódýrari. Það er Columbian Carbon Co. í New York, sem framleiðir þessa hjól- barða. «

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.