Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Page 1
39. tbl. Sunnudagur 3. nóv. 1957 XXXII árg. Skúli Magnússon fekk œrið að sfarfa í Hegranesþingi //. UNGLINGSPILTI GRANDAÐ M A Ð U R er nefndur Ásmundur Þórðarson og var vinnumaður hjá Ólafi Þorlákssyni á Sjávarborg. Snemma í júní 1738 var hann á heimleið að vestan fótgangandi og bar hnakk með þófa á bakinu, en buxur með einhverjum fatnaði í fyrir. Annar vinnumaður úr Skaga- firði var þá einnig á leið að vestan, Ólafur Ólafsson frá Húsey í Vall- hólmi. Hittust þeir Ásmundur 7. júní á förnum vegi milli Miðhóps og Gljúfurár í Húnavatnssýslu Urðu þeir síðan samferða dagana 8., 9. og 10. júní og voru þá komnir austur yfir Blöndu og staddir á eyrunum fyrir sunnan Auðúlfs- staðaá. Sagði Ólafur svo síðar, að Ásmundur hefði ekki haft neinn nestisbita með sér, þann tíma er þeir voru saman; kvaðst hann hafa gefið honum af sínu nesti, en auk þess hefði Ásmundur fengið góð- gerðir á bæum, þar sem þeir komu. Þarna hjá Auðúltsstaðaá kom til þeirra maður, Hallur Erlendsson frá Litladal í Húnavatnssýslu og var á norðurleið. Hugðist hann stytta sér leið með því að fara beint upp með árgilinu austur í Laxár- dal og þaðan í Víðidal og niður með Gönguskarðsá. Vai hann með lausan hest og bauð Ásmundi að sitja á honum, og þáði hann það með þökkum. Skildu þá leiðir þeirra Ólafs, því að Ólafur helt áfram upp Langadal og yfir Vatns- skarð. En þeir Hallur og Ásmund- ur heldu beint upp skarðið frá Auðúlfsstöðum og upp í Laxárdal. Þegar þeir komu að Merkurstekk, hittu þeir 15 ára pilt frá Bólstaðar- hlíð, sem Guðmundur Guðmunds- son hét. Hafði hann riðið upp hjá Þverárdal og þaðan yfir í Laxár- dal. Hafði Árni Þorsteinsson hús- bóndi hans sent hann norður á Reykjaströnd, sagt honum til veg- ar og varað hann alvarlega við því að fara yfir Gönguskarðsá. Guð- mundur var með tvo hesta, reið hann á öðrum á þófa, en á hinum var reiðingur og bundinn hvítur þverbakspoki við klyfberann. I þessum poka voru smjöröskjur, nesti Guðmundar og eitthvað fleira. Guðmundur slóst nú í fylgd með þeim. Komu þeir við á Litla Vatns- skarði um kvöldið og fekk Ásmund -ur þar mat, því að enn var hann alveg nestislaus. Þaðan fóru þeir svo út í Víðidal og voru á ferð um nóttina. En er þeir komu að Hryggjaseli, náði Ásmundur sér í blesóttan hest þar á afréttinni og reið honum síðan. Segir nú ekki af ferðum þeirra fyr en þeir komu um aftureldingar- bil að túninu í Skollatungu. Þá skildu leiðir. Reið Hallur fyrir vestan túnið út eftir, en þeir Ás- mundur og Guðmundur fóru fyrir sunnan túnið og svo niður með ánni. Sá Hallur það seinast til ferða þeirra. Laust fyrir dagmál kom Ás- mundur að Borgargerði. Þar bjuggu þá Pétur Tómasson og Kristín Oddsdóttir. Var Pétur ekki kominn á fætur þegar Ásmund bar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.