Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 667 „Eg meina það sé maður!“ Síðan riðu þeir suður yfir og er þeir komu þar að, sáu þeir að þarna lá lík unglingspilts og var allt á þurru. Líkið lá á grúfu og var vinstri höndin undir höfðinu, en sú hægri niður með hliðinm, alveg eins og þegar maður hefir lagzt niður og hagrætt sér. Höfuð- ið sneri til suðausturs upp frá ánni, en fætur lágu þétt saman og sneru að ánni, og sýndist Eiríki sem pilt- urinn mundi sjálfur hafa skreiðst upp úr ánni og lagt sigt í þessar stellingar. En dauður var hann með öllu er þeir komu að honum. Líkið var berhöfðað, í kræktri hempu og tveimur peysum undir, en buxnalaust og nakið að neðan niður að sokkum, sem haldizt höfðu uppi á leggjaböndum, en skór voru. farnir. Áverkar voru á líkinu, .tvö sár á enni og eitt hjá eyra og hafði talsvert blóð runnið úr þeim niður á eyrina, og hálsklútur, sem var á líkinu, var svo blóðugur að þeir tóku hann af því. En neðst á lær- unum, niður við hnésbætur, voru sár, sem hrafnarnir höfðu höggvið. Benedikt fór úr hempu sinni breiddi hana yfir líkið og lagði stein á svo að hún skyldi ekki svarfast af því. Síðan riðu þeir heim að Skarði og sögðu Þórði Ól- afssyni bónda þar frá þessum fundi. Fóru þeir síðan við fleiri menn niður að ánni aftur, sóttu líkið og fluttu það heim að Skarði. Enginn þeirra þekkti það. Nú vildi svo til, að Bjarni Ólafs- son hreppstjóri í Skollatungu var staddur úti á Reykjaströnd þennan dag. Kom hann við í Hólakoti á heimleið og frétti þar að lík hefði fundizt þá um daginn í Göngu- skarðsá og verið flutt heim að Skarði. Sneri hann þá þangað til þess að vita hvers lík þetta væri. Var komið fram á nótt er hann kom að Skarði. Fekk hann þó að sjá líkið og þekkti hann það þegar. Helt hann svo heim á leið og rakst á þau Ólaf og Ingveldi hjá Kallsá, þar sem þau voru að leita að Guð- mundi. Sagði hann þeim frá hvernig komið væri og var þá leit- inni hætt. Daginn eftir reið Bjarni í fjöru og hitti þar Ólaf bónda Þorvalds- son á Sjávarborg, Jón Bjarnason frá Áshildarholti, Sigurð Jónsson vinnumann á Sjávarborg og Ás- mund Þórðarson. Voru þeir þar við skip sitt. Spurði hann Ásmund þá hvort nokkrir menn hefði orðið honum samferða að vestan. Játaði Ásmundur því og sagði að Guð- mundur hefði skilið við sig og Hall hjá Skollatungu. Þá spurði Bjarni hvar þeir Hallur hefði skilið. Ás- mundur kvaðst hafa fylgt honum upp á Tunguna, svo að hann sæi út að Heiði, og þar hafi hann skilið við Hall. En er hann kom aftur suður af Tungunni kvaðst hann ekkert hafa séð til ferða Guðmund- ar, en hesta hans hefði hann séð. Þá spurði Bjarni: „Hvernig stóð á því að þú leitað- ir ekki að piltinum, úr því að hann hafði orðið þér samferða?“ „Eg helt að hann mundi sofa ein- hvers staðar“, svaraði Ásmundur. Það sagði Bjarni að sér þætti einkennilegt skeytingarleysi, því að það væri venja flestra að gæta rakka, hvað þá manna er með manni færi, en Ásmundur svaraði því engu. Þá spurði Bjarni hvort Guðmundur hefði haft poka nokk- urn meðferðis. Ásmundur kvað já við og sagði að pokinn hefði verið bundinn með hnappheldu ofan á reiðingshestinn, en ekki vissi hann hvort nokkur matur hefði í pokan- um verið. Þá sagði Bjarni þeim frá því að Guðmundur væri látinn og lík hans fundið við Gönguskarðsá. Þá sneri Ásmundur sér að félög- um sínum og sagði: „Hvað sagði eg ykkur?“ i LÍK GUÐMUNDAR stóð uppi á Skarði og var ekki kistulagt fyr en eftir viku. Höfðu þá margir menn verið fengnir til þess að skoða áverkana á höfði líksins og þóttust flestir geta borið um að þeir væri með járni gerðir. Var Ásmundur Þórðarson nú tek -inn fastur, grunaður um að vera valdur að dauða Guðmundar, því að hann hafði seinastur manna ver- ið með honum og allt á huldu um viðskilnað þeirra. Mánudaginn 23. júní kom Skúli sýslumaður að Skarði og athugaði líkið ásamt 8 tilkvöddum mönnum. í skoðunargerð þeirra segir að „sár- ið hjá eyranu sé hvorki af grjóti né vargi gert, heldur járni og stungið. Einnig að skurðirnar á enninu sé eins og eftir hníf“. Þremur dögum seinna var Ás- mundur yfirheyrður á Fagranesi í 4 votta viðurvist. Neitaði hann því afdráttarlaust að sér væri nokkuð um það kunnugt með hvaða hætti Guðmundur hefði farizt. Sagði hann að þeir Hallur hefði skilið við Guðmund hjá túninu í Skolla- tungu, en matinn, sem hann hefði haft með sér er hann kom að Borg- argerði, hefði hann fengið á Brodda -nesi í Strandasýslu. Skúli flutti nú Ásmund norður með sér og hafði hann í járnum. Fór önnur yfirheyrsla fram í Gröf á Höfðaströnd 5. júlí í votta viður- vist. Þá varð framburður Ásmund- ar allur annar en áður. Viður- kenndi hann nú, að hann hefði orð- ið Guðmundi samferða niður með Gönguskarðsá og hafi Guðmundur að beiðni sinni lagt út í ána á ein- hverjum stað að reyna hana, en af því að hún hafi verið í vexti, hefði hann hrotið af hestinum í ána og horfið í strauminn. En hestarnir hefði skilað sér til sama lands. Kvaðst Ásmundur þá hafa tekið poka Guðmundar, leyst hann upp og tekið úr honum þann mat, er i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.