Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 569 HENTUGT TJALD — í Bretlandi var nýlega haldin sýning á ýmsum nýum útbúnaði handa fótgönguliðinu. Meðal annars var þetta tjald, sem eflaust getur verið mjög hentugt fyrir ferðamenn. Það er fyrir fimm menn og vegur 15—16 kg. Tjaldið er með nokkrum togleðursslöngum, sem ná frá toppnum og niður i fald. Þegar reisa skal tjaldið, er lofti dælt í þessar slöngur og rís það þá upp af sjálfsdáðum. Útblásnu slöngurnar koma í stað tjaldstoða, og tjaldið stend- ur betur í roki en önnur tjöld. maður Guðmundar. En þar sem það hafi ekki orðið sannað með vitnum gegn neitun hans, verði hann ekki dæmdur fyrir mann- dráp, og sé dómur hans því mild- aður. En „öðrum viðlíkum óguð- legum skálkum til viðvörunar“, skuli hann vinna í járnum sex ár á Brimarhólmi, og skuli Skúli sýslumaður sjá um að senda hann út með fyrstu hentugri skipsferð. En Skúli skuli „aldeilis fríkennd- ur, þótt hann með sínum meðdóms- mönnum hafi í soddan vafasök hærra straff með héraðsdómi á lagt en fyr um getur“. Skúli flutti nú fangann með sér norður aftur og hafði hann í járn- um heima hjá sér að Hofi. Þá voru engar skipsferðir til útlanda fyr en að hausti og með haustskipi átti Ásmundur að sendast utan. Mun það hafa verið Hofsósskip, er átti að fara þaðan í öndverðum október. En þegar Ásmundur vissi, að hann átti að fara, fylltist hann kvíða og svo miklum ótta við Brimarhólm, að hann tók það fangaráð að játa fyrir sýslumanni að hann hefði ver- ið valdur að dauða Guðmundar. Þetta var 24. september og kvaddi Skúli þegar til votta að hlýða á játningu hans. Seinna helt hann svo héraðsþing um þetta mál að Hofi. Ásmundi sagðist nú svo frá, að þegar þeir Guðmundur hefði kom- ið niður að Gönguskarðsá, hefði sér sýnzt hún illfær. Þar fóru þeir af baki og virtu ána fyrir sér. Var þar nokkur strengur í henni og klettnef fyrir neðan, er straumur- inn beygði fyrir. Ásmundur bað nú Guðmund að reyna ána fyrir sig, en hann var ófáanlegur til þess. Kvaðst Ásmundur þá hafa orðið reiður og fleygt honum á bak sín- um hesti og hrundið hestinum út i ána. En Guðmundur fleygði sér af baki og kom í fangið á honum. Ás- mundur kvaðst þá í bræði hafa fleygt honum út í ána, en hann hafi þegar borizt með straumnum niður fyrir klettinn. Hann helt því fram að það hefði ekki verið ásetn- ingur sinn að drepa hann, þótt ;ig henti þessi ógæfa. Og þegar hann hefði hugsað um að bjarga Guð- mundi, hefði það verið um seinan. Sýslumaður spurði hvort nokkur illindi hefði verið milli þeirra og hvað Guðmundur hefði sagt. „Enda þótt hann hefði mér ill orð gefið, þá hirði eg ei um að endurtaka það“ svaraði Ásmund- ur. „Mín ólukka er söm og hún skeð er. Eg get þar ei fremur frá sagt“. Þá spurði sýslumaður hver nauð- syn hefði dregið hann til þess að fremja þetta ódáðaverk. „Engin nauðsyn", sagði Ásmund- ur, „nema það djöfuls kapp, að hann vildi ei reyna ána fyrir mig“. Með þessu var utanför Ásmund- ar úr sögunni. Skúli hafði hann hjá sér í járnum fram á næsta sumar og flutti hann þá til alþingis. Og þar var Ásmundur höggvinn. A. Ó. A

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.