Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 6
570 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Úr ríki háttúrunnar: Fýlavarpið í Hjörleifshöfða Eftir Magnús V. Finnboqasc n HjörleifshöfðJ ÞAÐ mun ekki vera lengra síðan að fýllixm fór að verpa í Hjörleifs- höfða á Mýrdalssandi en 150—170 ár, eftir því sem næst verður kom- izt. En fljótt mun honum hafa fjölgað mjög, þó ekki sé með vissu vitað um mergð hans fyrr en fyrir 60—80 árum og síðan. Hámarki sínu mun varpið hafa náð um og eftir síðustu aldamót. Þá veiddust 6500—7000 fuglar í bjargsigum og á sandinum, en það voru þeir fugl- ar sem ekki náðust í sigunum, en þegar þeir yfirgáfu hreiðrið lentu þeir oft á sandinum en vegna þess hvað þeir eru feitir og þungir, ná þeir sér ekki aftur upp til flugs fyrr en þeir hafa soltið alllengi og megrazt. Er þetta nefndur flugfýll. Kemst þó alltaf allmikill fjöldi flugfýla alla leið á ár eða vötn og fleytir sér eftir þeim til sjávar. Auk þess voru alltaf nokkur van- höld í þeim eggjum sem urpust, vegna ránfugla, einkum hrafna, sem urpu í Höfðanum, þó allt af væri reynt að hafa hendur í hári hrafnsins, bæði með því að skjóta hann við hreiðrið, eða að fella það undan honum, eins og það var kall- að. Stundum skrælnaði allmikið af fýlsunga sem var sunnan á móti á beru bergi, þegar sterkir hit- ar voru fyrri hluta sumars, meðan unginn var enn lítt þroskaður. Má því telja fullvíst, að þegar varpið var mest, muni það hafa numið 9000 eggjum eða ef til vill nálgast 10 þúsundir. Þegar kemur fram að 1910—1920, fer að bera allmikið á því að fýlum fer að hækka og var það ekki neitt eins dæmi í Hjörleifshöfða. Sama giltí um öll Mýrdalsfjöllin sem næst eru sjó. En um sama leyti eða litlu fyrr, fer fýllinn að taka heima inn um öll fjÖll, eftir giljum og gljúfrum alla leið inn í jökul, og svo frá Mýrdalnum vestur með öllum Eyjafjöllum. Nú fyrir fá- um árum er hann kominn í hamr- ana í kringum Seljalandsfoss, og nú síðast er hann kominn í hausana norður af Hlíðarendakoti í Fljóts- hlíð. Þetta eru allmerkilegir þjóð- flutningar og munu vera sérstæðir hvað þessa fuglategund snertir. Og ekki veit ég til að neinn hafi getað gert viðunandi grein fyrir því, af hverju þetta stafar. Á söndunum austur af Hjörleifs- höfða hefur víst lengi orpið all- mikið af sjófuglum, bæði veiði- bjöllu og skúm, en meðan búið var í Hjörleifshöfða og fólkið þurfti á öllu sínu að halda til framdráttar lífi sínu, voru þessir fuglar rændir eggjum sínum á vorin, og svo þeim ungum sem út komust og til náðist síðari hluta sumars. Varð þetta til þess að halda fjölgun þessara fugla allmikið í skefjum, þó að viðkoma þeirra, einkum veiðibjöllunnar, sé býsna mikil þar sem hún ungar út 3—4 eggjum í einu og sé hún rænd verpir hún 2—3 sinnum á vori. En síðan hætt var að ræna þessa fugla eggjum og ungum, hefur þeim fjölgað gífurlega mikið, og hafa nú síðari árin, einkum skúmurinn, lagzt svo á fýlinn, að því er kunn- ugir segja, að ekki er annað sýni- legt en að fýlntun verði algjörlega

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.