Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 573 Þar kom „Rescue" öslandi og stefndl beint á þá. Henry“ veiddi lítið, sá varla hval. Skipverjar tóku að ygla sig. „Það er allt „Rescue“ að kenna. Þetta er óhappaskip. í fyrri ferðinni dóu flestir skipverjar. „Advance“, syst- urskip þess sem var með í leið- angrinum, brotnaði í ísnum. Við hefðum ekki átt að hafa „Rescue“ með okkur. Ógæfa hvílir yfir því. Og þetta verður slysaferð". Þetta varð slysaferð, en það varð „Rescue“ sem fórst. Hinn 27. sept. 1860 lágu bæði skipin fyrir akk- urum í Frobisher-flóa. Um miðjan dag brast á norðaustan stórhríð. Um kvöldið herti veðrið enn mikið og gerði fárviðri. Klukkan átta um kvöldið renndu þeir á „George Henry“ akkerisfestum sínum út á enda og sáu þá að „Rescue“ byltist óskaplega í stormi og stórsjó. Og enn hvessti. Klukkan hálftíu kom háseti hlaupandi niður í káetu skipstjóra og kallaði: „Rescue er tekið að reka!“ Hali skipstjóri þaut upp á þilfar. Fyrst í stað gat hann ekkert séð fyrir stórhríð og myrkri. En þegar hann fór að venjast myrkrinu sá hann einhverja dökkva þúst á stjórnborða. Það var „Rescue“ og nú rak það viðstöðulaust upp að ströndinni. Hall sá þegar að úti var um skip- ið. Hann hrósaði happi yfir því að hann skyldi hafa flutt alla áhöfn þess yfir á sitt skip, þegar veðrið versnaði. Nú var „Rescue“ dauða- dæmt, nema því aðeins að akkerin festust í botni. Morguninn eftir var skipið þó enn a floti, en var komið upp í landsteina. Veðrið var ofboðslegt, en akkerisfestarnar heldu enn. Hail og skipverjar hans biðu þess er verða vildi. Skyndilega kom stór brotsjór á „Rescue“ og það var eins og skipið hentist upp í loftið og snerist um leið. Við það kom ofviðrið og sjóarnir á það flatt og fleygði því upp í brimgarðinn. Hall skrifaði í dagbók sína: „Þarna lá skipið nú í klettum og molaðist sundur við átök brimsins, sem gekk yfir það, en hríðin ham- aðist og færði það í nokkurs konar líkhjúp. Þannig lauk ferli þessa skips“. Þeir heldu að þeir hefði séð skip- ið brotna í spón. En það var mis- sýning. Hér gerðist einn af þeim dularfullu atburðum, er oft gerast á sæ, að skip, sem er dauðadæmt, losnar aftur og siglir sinn sjó. — ÁTTA mánuðum eftir þetta óhapp, lét „George Henry“ úr vetrarlægi, þar sem hann hafði verið tepptur af ísi, og sigldi aftur út í flóann á þær stöðvar þar sem „Rescue“ hafði farizt. Þar kastaði Hall akk- erum og ætlaði að vera þar um nóttina. Þá var mikil þoka og sá ekki til lands. En morguninn eftir var komið bjart og gott veður og sá vel til lands. Þá hnykkti Hall við, því að flakið af „Rescue“ var horfið! Fyrst kom honum til hugar, að hann hefði farið staða villt, því að víkurnar þarna eru hver annarri líkar. Hann reiknaði því út stað skipsins og komst að þeirri niður- stöðu, að hann væri rétt utan við slysstaðinn, er hann hafði nefnt Port Rescue. Það var því engum blöðum um það að fletta, að skipsflakið var horfið. „Brimið hlýtur að hafa maiað það mjölinu smærra þarna við klettana", sagði stýrimaður. Þeir fóru nú til lands, en þar var ekkert að sjá nema nokkur brot úr siglutrjánum. Þar voru engin brot úr byrðingnum. Þetta er undarlegt, hugsaði Hall og leitaði lengra, en varð einkis vísaði. Þegar hann kom aftur um borð þyrptust skipverjar að hon- um með ótal spurningar. „Það er ekki okkar verk að leysa ráðgátur“, sagði hann snúðugt. „Og svo er hér ekki um neina ráðgátu að ræða. Sjórinn hefir dregið skip- ið út í djúpið, það er allt og sumt“. Svo skipaði hann að létta akk- erum. Nokkrum dögum seinna, það var 27. júlí 1861, var „Georg Henry“ í námunda við Hvaiey. Þá kallar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.