Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 57» Það var eins og óargadýr sem urr- ar áður en það stekkur á bráð sína. Þeir vissu að skapadægur sitt var komið. Hér átti þá að gerast einn af þeim dularfullu atburðum úthafanna, sem enginn er til frá- sagnar um. Árekstur, neyðaróp, ís- kaldur sjórinn — og ekki var nein von um að neinum yrði bjargað af þessu mannlausa skipi. Að vísu átti það ekki að taka langan tíma að ckjóta bátum fyrir borð, en var ekki líklegt að þeir mundu mölbrotna við áreksturinn? Hall skipstjóri stóð á öndinni, en hann hafði ekki enn gefið skipun um að yfirgefa skipið. Hann reyndi að kalla hughreystingarorðum til skipverja, en þeir heyrðu það ekki, því að þeir hlustuðu aðeins á brakið og bramlið í hinu aðsteðj- andi skipi. Sumir þuldu bænir sín- ar í hljóði. Aðrir lokuðu augunum. Og þegar þeir opnuðu þau aftur, heldu þeir að allt væri um garð gengið, skipið væri sokkið til botns og þeir sæi aðeins afturgöngur fé- laga sinna á þiljum. „Hristið þetta af ykkur, piltar!“ kallaði Hall glaðlega. „Þið eruð ekki dauðir enn“. Draugaskipið smaug fram hjá stefni hvalveiðaskipsins. Það var enn ofan sjávar. Allir voru lifandi. Hvað hafði skeð? Því er erfitt að svara. Annað hvort hefir snögg straumbreyting snúið draugaskipinu af leið, eða þá að jaki hefir orðið á milli skip- anna, tekið höggið af og rangað draugaskipinu. Hvort tveggja gat talizt kraftaverk. Á síðustu stund var „Georg Henry“ borgið. „Rescue“ helt áfram og hvarf út í myrkrið. Hall skrifaði í dagbókina: „Eg get vel skilið það að menn mínir voru lamaðir af ótta. Það er von að þeim finnist það ekki einleikið, að þetta draugaskip skuli hvað eft- ir annað ásækja okkur. Og það er ærið nóg til þess að æsa upp hjátrú þeirra“. Hann vissi vel hver ógn fylgdi þessum draugaskipum. Það var nóg að sjá þau, sjónin ein vakti skelf- ingu, þótt engin hætta væri á árekstri. MORGUNINN eftir, 28. júlí, lét Hall létta akkerum tímanlega. — Hann hafði verið dauðhræddur alla nóttina um að draugaskipið mundi gera aðra tilraun að sigla sig í kaf. Auðvitað var það fjarstæða, en hann var farinn að halda að „Rescue" hlýddi ekki neinum eðlis- lögmálum. Hann lét halda öflugan vörð á þilfari alla nóttina. En þeg- ar birti létti honum mikið, því að draugaskipið var hvergi sýnilegt. Vonandi hafði það sokkið. öllum skipverjum fannst sem þeir væri nýgengnir úr dauðans greipum. Þeir unnu sín verk, en samt sem áður voru þeir alltaf að skyggnast út á sjóinn, og það setti að þeim hræðsluskjálfta í hvert sinn sem þeir eygðu einhvern ís- jaka sem líktist skipi. Um kvöldið þegar fór að rökkva, sáu þeir alls konar ofsjónir. En þeir hresstust við að borða góðan mat, og var þá ekki laust við að þeir minnkuðust sín fyrir hræðsl- una og hugleysið. Þeir tóku upp léttara hjal og reyndu jafnvel að gera að gamni sínu. Matreiðslumaður kom út á þiljur með súpudisk, en missti hann úr höndum sér. Slíkt óhapp hefði nú einhvern tíma vakið al- mennan hlátur og spaugsyrði. En ekki nú, því að kokksi benti í norð- urátt og stamaði í ofboði: „Lítið á — lítið þangað!“ Og þarna inn á meðal ísjakanna lá svart ferlíki. Þeir þekktu það þegar allir á brotnu siglutrjánum. Þá fórnaði Hall höndum í örvænt- ingu. Þarna varð þá „Rescue“ enn á Vegi hans og hefði nú snúið aftur einmitt til hins sama staðar þar sem það hafði strandað í öndverðu. En enn var það á floti. Þetta var allt óskiljanlegt, og Hall vissi vel að hann gat ekki treyst á menn sína, meðan drauga- skipið veitti þeim eftirför. Engum kom blundur á brá þessa nótt. Nú var komið logn og þeir kveiktu á kyndlum, en þeir báru þó litla birtu. Varðmaður var stöð- ugt uppi í útsýnistunnunni. Um óttu greip skelfingin þá enn á ný, því að þá tók „Rescue“ að hreyfa sig. Um sólarupprás var ekki nema svo sem tveggja sjómílna bil á milli skipanna. Stundum virtist „Rescue“ liggja grafkyrt en svo færði það sig dálítið og krækti vandlega hjá boðum og skerjum. Hall helt kyrru fyrir þarna í nokkra daga. Hann ætlaði að ljúka við landmælingar, sem hann var að gera. En 6. ágúst skipaði hann að létta akkerum og halda heim á leið. Var þá sem fargi væri létt af öllum skipverjum, enda hafði ,Rescue“ horfið út á haf kvöldið áður. HALL SKIPSTJÓRI hafði ætlað sér að dveljast næsta vetur á norðurslóðum, en hann sá sér það ekki fært. Menn hans voru orðnir kjarklausir. Erfiði og vosbúð hafði farið illa með þá, en það var þó ekkert hjá óttanum við draugaskip- ið. Þess vegna varð Hall hreint og beint að flýa. Enginn veit hvað um „Rescue“ hefir orðið. Sumir segja að það sé enn að flækjast þarna í norður- höfum. Þar eru og fleiri slík skip. Og það þarf ekki annað en að þau sjáist tilsýndar, eða komi út úr ísnum, svo að sjómenn verði dauð- skelfdir líkt og skipverjar Halls. Því að slík skip sem „Rescue“ eru tákn og samnefnari alls þess sem sjómenn óttast — þau eru ímynd

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.