Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 12
576 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ndmuvinnsla d tunglinu Aðdráttarafl jarðar sér um Talið er, að nú muni þess ekki langt að bíða, að menn geti ferðast til tunglsins. En hvaða erindi eiga þeir þangað? i þessari grein, sem er eft- ir Zdenék Kopal, prófessor í stjörnufræði við háskólann í Manchester, er gerð grein fyrir því. S V O M J Ö G hefir vísindum og tækni fleygt fram seinustu áratug- ina, að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að mönnunum takist að ferðast til tunglsins í tíð þeirrar kynslóðar, sem nú er uppi. Þó verða erfiðleikarnir svo mikl- ir og kostnaður svo gífurlegur við það fyrirtæki, að líkur eru til að það verði aðeins fært stórþjóð, eða þjóðasamtökum. Og þá hlýtur svo að fara að ákvörðun um þann leið- angur verði tekinn af þjóðþingum. En áður en þing veitir heimild um fjárframlög, til þess að stand- ast kostnaðinn, á hver þingmaður heimtingu á að fá að vita með vissu hve viturlega það sé ráðið að fara í slíka geimferð, og eins hitt hvaða gagn mannkynið muni hafa af því. Ein veigamesta ástæðan verður eflaust sú, frá sjónarmiði stjórn- málamanna, að til tunglsins verði hægt að sækja birgðir af dýrmæt- um hráefnum, sem hætt er við að gangi til þurrðar á jörðinni, vegna þess hve gífurlega mikið er notað af þeim. Þá kemur sú spurning, hvort hægt sé að rannsaka hve mikið sé af slíkum hráefnum í tunglinu, án þess að fara þangað. þeirrar hættu sem yfir þeim vofir og getur skollið á þegar minnst varir. Slíkt er dulmagn þeirra skips- flaka, sem eru á reki. Vér vitum nú, að meðalþéttleiki tunglsins er ekki mikill, eða um 3,3 grömm hver teningssentimeter, en það er um þrefaldur þungi vatns. En þegar þess er gætt, að mikill þrýstingur hlýtur að vera í miðju tunglsins og efnið þar mörg- um sinnum þéttara heldur en á yf- irborðinu, jafnvel þyngra en yzta lag jarðarinnar, þá er enginn efi á, að efnið á yfirborði tunglsins er miklu léttara en þetta. Þessi niðurstaða gefur ekki góð- ar vonir um, að á yfirborði tungls- ins sé mikið að finna af dýrmætum efnum, svo sem gulli og úraníum, sem eru af skornum skammti á jörðinni. Aftur á móti eru líkur til að þar megi finna léttari efni, svo sem „lithium11 eða „beryllum", sem hafa mjög mikla þýðingu fyrir iðn- að. Þess ber þó að geta, að litlar líkur eru til þess að meira sé um þessi efni á tunglinu en á jörðinni. Vísindamenn munu ef til vili geta skorið úr því, áður en langt um líður, hvort þetta er rétt, eða hvort horfurnar eru betri. En hvernig fara þeir þá að því að afla upplýsinga um það, án þess að fara til tunglsins fyrst? Þar til er að svara, að mismun- andi efni endurvarpa birtu á mis- munandi hátt, og þess vegna ætti að vera hægt að ganga úr skugga um hvort mikið magn muni vera af einhverjum efnum á yfirborði tunglsins. Þetta ætti að vera þeim mun hægara, þar sem útbláir geisl- f lutningana ar sólarljóssins komast óhindraðir til tunglsins, vegna þess að þar er ekkert gufuhvolf. Og að lokum má geta þess, að ekki er loku fyrir það skotið að hægt muni að rannsaka með öflugri ratsjá, hvort auðugar námur sé á tunglinu talsvert djúpt undir yfirborði. Þó er vafasamt að þetta verði gert, því að vegna vega- lengdarinnar milli jarðar og tungls, yrði þessar ratsjár að vera óskap- lega stórar. SETJUM nú svo samt sem áður, að upplýsingar fáist um auðugar námur á tunglinu, án þess að farið sé þangað, þá verða þessar námur ekki hagnýttar nema því aðeins að menn fari til tunglsins. Það skal nú þegar játað, að enn sem komið er erum vér ekki svo langt komnir í geimsiglingum, að vér getum einu sinni sent sjálf- stýrt flugskeyti til tunglsins. En þar að kemur, að smíðaðar verða svo stórar rákettur, að þær geta flutt menn þangað. Gerum nú ráð fyrir, að náma- menn sé komnir til tunglsins og farnir að starfa þar. Hvernig á þá að koma hráefnunum til jarðar- innar? Það getur reynzt auðveldara en í fljótu bragði virðist. Tunglið er mörgum sinnum minna en jörðin og þess vegna er aðdráttarafl þess líka mörgum sinnum minna. Það ætti því að verða tiltölulega auð- velt að lyfta miklum birgðum frá tunglinu þangað sem aðdráttarafl þess og jarðar upphefja hvort ann- að. En hvað sem farið er með út

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.