Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 577 fyrir þessi takmörk, mundi af sjálfu sér falla til jarðar. Mismun- urinn á aðdráttarafli tunglsins og jarðar er svo mikill, að 1% af þeim krafti, sem þarf til þess að komasi frá jörðinni til tunglsins, mundi nægja til þess að komast frá tungl- inu til jarðarinnar. Mesti vandinn við þessa ráðgerðu flutninga á efni frá tungli til jarð- ar, er að búa svo um hnútana, að birgðir þær, sem „fleygt“ verður inn á aflsvæði jarðar, lendi á rétt- um stað og valdi ekki tjóni. Sem betur fer mundi mótstaða loftsins koma þar til hjálpar og draga mjög úr „falli“ hráefnisins, en það er þó undir því komið hve stórum stykkjum verður „fleygt“ Mótstaða loftsins mundi til dæmis ekki draga neitt úr falli stórgrýtis, og þegar það kæmi til jarðar mundi áreksturinn verða svo mik- ill, að það tvístraðist í smáagnir. En ef fínni mylsnu væri „fleygt“ inn á aflsvæði jarðar, mundi loftið stöðva hana, svo að hún sigi hægt og rólega til jarðar á stóru svæði Til þess að koma málmgrýti frá tunglinu til jarðar með þessum hætti, yrði því fyrst að mala það hæfilega smátt, svo að mótstaða loftsms dragi úr falli þess, án þess þó að það tvístraðist of víða. Svc yrði að velja „lendingarstaði“ fyrir það á jörðinni, þar sem ekki gerði svo mikið til þótt nokkrum kíló- metrum skakkaði um hvar það kæmi niður, og væri þá eyðimerk- ur eins og Sahara og Gobi tilvald- ar til þess. Sem sagt, það ætti að vera hægt að flytja hráefni frá tunglinu til ákveðinna staða á jörðinni, og þangað yrði það svo sótt, eins og í hverja aðra námu. ÞÓTT ekkert væri hugsað um námagröft á tunglinu, væri það þó mjög þýðingarmikið fyrir vísindin ef hægt væri að koma mönnum þangað og koma þar upp athugana- stöð. Slík athuganastöð mundi hafa ómetanlega þýðingu fyrir stjörnu vísindin. Þau eru nú mjög háð slæmu skyggni, sem orsakast af um -byltingum í gufuhveli jarðar. En á tunglinu er ekkert gufuhvolf, og þess vegna hlýtur að vera framúr- skarandi „útsýni“ þaðan. Nú er svo komið, að héðan af jörð getum vér séð á tunglinu kennimerki, sem ekki eru nema svo sem 200—300 metra á lengd. Með þeim sjónaukum, sem vér eigum nú, ætti að vera hægt að greina minni kennimerki, en óróinn í gufuhvolfinu hamlar því. Værum vér nú komnir til tungls- ins og gætum athugað jörðina það- an í jafngóðum sjónaukum, mund- um vér geta séð glögglega hluti, sem ekki eru meira en svo sem 20—30 metrar á lengd. Þessi mikli mismunur stafar af því hvað vér erum langt frá truflunum loftsins. Hér á jörðinni eru þessar truflan- ir rétt ofan við sjónaukana, en þeg- ar horft er frá tunglinu eru engar truflanir á leiðinni fyr en komið er í námunda við jörðina. Gerið yður nú í hugarlund hverja þýðingu þetta muni hafa. Jörðin blasir við allan sólarhring- inn — nema þar sem þykk ský eru — og auðvelt verður að sjá skipin, sem sigla um höfin og fylgjast með ferðum þeirra, bæði í stríði og friði. Upplýsingar um þetta er hægt að senda til jarðarinnar með skeyti, og skeytið er ekki nema 1,28 sek- úndur á leiðinni. Þessi rannsóknastöð mundi og verða ómetanleg til þess að koma í framkvæmd hugmynd Eisenhow- ers forseta um alheims eftirlit með herflutningum. Þessi stöð mundi og geta gefið veðurfræðingum ná- kvæmar upplýsingar um allskonar veðrabreytingar yfir jörðinni með því að athuga hvar og hvernig ský myndast. En þó mundi stöðin hafa lang- mesta þýðingu vegna aukinnar þekkingar á himingeimnum, því að þaðan er miklu auðveldara að at- huga himinhnettina heldur en héð- an af jörð. Það er eigi aðeins að gufuhvolf jarðar hindri útsýn héð- an, heldur stöðvar það einnig mik- ið af útgeislun sólar og stjarna. Og vegna þess, að engar lofteind- ir né ryk er í námunda við tunglið, sýnist himininn þaðan alltaf myrk- ur. Þess vegna skína stjörnurnar þar með miklum ljóma, hvort sem sól er á lofti eður eigi, og því hægt að athuga þær allan sólarhringinn. Á tunglinu væri hægt að gera kjarnorkustöð á bersvæði. Og vegna þess hve aðdráttaraflið er lítið þar, mundi hægt að fást við þau heljarbjörg er enginn mann- legur máttur fengi bifað hér á jörð. Þekking sú, sem fengist með rannsóknarstöð á tunglinu, mundi hafa alveg ómetanlega þýðingu fyrir framfarir mannkynsins. Helgigripir TIL eru að minnsta kosti 20 kyrtlar og 70 andlitsskýlur, sem sagt er að María mey hafi átt. Þá eru og til 12 hauskúpur af Jó- hannesi skírara, allar í sæmilegu standi, en auk þess mörg hauskúpu- brot úr honum, og sjö aukakjálkar, sem eru mjög frægir og mikið dálæti er á víða í Evrópu. Af St. Julienne eru til 20 beina- grindur og 26 sérstakar höfuðkúpur, 30 beinagrindur af St. Georg og 30 beinagrindur af St. Pancras, en ekki nema 16 beinagrindur af St. Pétri. Af nafna hans, dominican-munki, eru til 2 beinagrindur aðeins, en það er bætt uppá annan hátt, því að til eru af honum 56 fingur, dreifðir víðsvegar um Evrópu — (The Monthly Review 1906).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.