Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 16
»80 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE + 9 7 S V K 8 6 4 ♦ A G 6 5 ♦ G 5 + K D 10 2 V — ♦ 832 +97643 2 + G 2 V D G 10 9 7 2 ♦ K + Á K D 8 + Á 8 6 3 V A 5 3 ♦ D 10 9 7 4 + 10 S komst 1 4 hjörtu V sló út SK, en A drap hann með ás og sló út L10, og þetta var bending um að hún hefði verið einspil. S drap, en ef hann slser nú út trompi, þá kemst A að, slser út spaða og svo kemur lauf frá V, sem hann trompar, og spilið er tapað. En er þá nokkur von til þess að S geti unnið? Já, þegar S hefir drepið laufið á hann að slá út TK, drepa með ásnum, slá út tígli í borði og fleygja þar í SG. Eftir það getur spilið ekki tapast. lTtÁ JARÐSKJALFTANUM MIKLA í>að var 26. ágúst 1896 um kl. 10 að kvöidi, að fyrsta hrynan kom. Þá hrundu bæarhúsin á Stórnúpi hvert af öðru á fáum sekúndum, en folk bjarg- aðist út úr bænum. Síðan sneru menn sér að því að bjarga kúnum. „Fjósið var gjörfallið og í einni hrúgu, en und- ir hrúgunni voru 8 nautgripir. Var nú farið að skera ofan af nautkindunum (með ljáum) alveg í blindni, og heppn- aðist það svo vel, að upp úr rústunum skriðu 7 lítt skemmdar sjáanlega, en 1 kýr var hryggbrotin og steindauð" (Jarðskjalftar á Suðurlandi) STJÓRNENDUR Góðir menn hafast ekkert að, sem skýlu þarf yfir að draga, og hvar sem athafnir embættismanna eru huldar í þoku, þar er líka tortryggnin á aðra hönd og spáir í eyðurnar, og spinnur SILUNGSVEIÐI. — Á haustin er oft góð veiði i silungsvötnum hér á landl, og verður til mikilla búdrýginda. Silungurinn er þá feitur og góður tll átu. Hér er velðimaður á Ulfljótsvatni að draga net sitt og er með ljómandi fallega bleikju. (Ljósm. Cl. K. Magnússon) togann milli hinna einstöku atgerða. sem almenningur þekkir, þangað til allt sýnist vera orðið að neti yíir ein- hverri gröf eða gildru, sem hún bendir mönnum á, og biður þá að forðast vél- ina. (Jónas Hallgrímsson) GÓÐ LÚÐUVEIÐI Erlendur Björnsson á Breiðabólstað segir frá því í endurminningum sinum, að öndverðlega í september 1890 reri hann vestur á Svið, á svokallað Flá- skarð. Lentu þeir þar fyrst í handóðum þyrsklingi, en er beitu þraut, fór hann að reyna við lúðu, og er það skemmst frá að segja að hann dró 22 flakandi lúður. Sú staersta var 310 pund, tiu voru yfir 200 pund, sjö halft annað hunarað pund eða þar um, en fjórar þær minnstu kringum 100 pund. Segir hann að þetta sé gott dæmi um það, hvílík gullkista Sviðið hafi verið, áður en botnvörpuveiðar og lúðuskip frá Ameríku hófu rányrkju sína hér í fló- anum. (Sjósókn) HRÆÐSLA Kvöldið sem aXi do, v&r moðu min að skammta fólki sínu fram í búri og bar Þrúða inn skálarnar, eins og vant var. Afi hafði átt þriggja marka skál. Móðir mín skammtaði einhverj- um í þessari skál, en gleymdi að segja Þrúðu, hverjum hún væri ætluð. Gekk nú Þrúða af stað með skálina fram öll dimmu göngin í áttina að stofunni, eftir gömlum vana; en þegar hún kem- ur fast að dyrunum, rifjaðist snögg- lega upp fyrir henni, að afi var ekki lengur í tölu lifandi manna. Varð hún þá óstjórnlega hrædd og hraðaði sér inn í búr aftur og sagði móður minni, að henni hefði orðið það á að skammta þeim framliðna. — (Steingr. Arason). HALLGRtMUR PÉTURSSON hefur verið talinn allra íslenzkra sálmaskálda andríkastur, og hugðu menn, að hann væri guði mjög þekkur fyrir sálma sína og guðsótta. Þegar hann sálaðist, þóttust menn sjá tvo hvíta fugla líða í loft upp, upp af húsi því, er hann andaðist í. Fuglarnir báru skál á milli sín. I henni var lítið en bjart ljós og liðu fuglarnir með það upp til himna. — (Þjóðs. ól. Dav.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.