Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Blaðsíða 1
40. tbl. Sunnudagur 10. nóv. 1957 XXXII árg. Hvass er hann af Esjunni Maður sem sofnaði of oft REYKJAVÍK hefir frá öndverSu sótt gull sitt í greipar Ægis. Hann hetir oft verið stórgjöfull, en stundum skammtað smátt og heimtað dýrar fórnir í mannslífum þar að auki. Hafa hér orðið mörg og svipleg sjóslys og munu engar tölur til um, hve margir Reykvík- ingar hafa farið í hina votu gröf. Um stærstu slysin hefir verið rítað en hin eru óteljandi, er engar sög- ur fara af. Hér verður nú sagt frá einu slíku „gleymdu'* slysi. Það þótti ekki svo merkilegt að þess hafi verið getið í neinum þeim bókum, er skráðar hafa verið um sögu Reykjavíkur. Hér áttu líka í hlut litt þekktir menn. Þó er sagan af því einkenni- leg að sumu leyti. Hún gerðist fyr- ir 100 árum. Þá bjó á Bergstöðum í Reykja- vik (sem Bergstaðastræti er við kennt) bóndi sá er Guðmundur hét. Faðir hans, Jón Jónsson, ættaður úr Grafningi, hafði búið þar á und- an honum ásamt konu sinni, Sig- ríði Hannesdóttur. Guðmundur var útgerðarmaður og átti hlut í fleiri en einum báti. Sameignarmaður hans að einum báti var Guðni Ein- arsson í Miðholti við Bergstaða- stræti, tengdasonur Páls Magnús- sonar í Stöðlakoti. Þriðji maður átti einhvern hlut í útgerð bátsins með þeim, og var það Halldór Kristjánsson, er átti heima á Steinsstöðum, þar sem nú stendur bústaður ambaisadors Dana. Var Halldór vanur formaður, en þó var hann ekki formaður á bátnum, heidur Eyólfur Eyólfsson, vinnu- maður Guðmundar á Bergstöðum, þá á 22. ári. Aðrir á bátnum voru unglingspiltur er Þorkell Alexíus- son hét, stjúpsonur Halldórs og Guðmundur nokkur frá Hrepphól- um í Ytrahrepp. Nú var það hinn 6. maí 1857 að báturinn skyldi sendur í beitu- fjöruferð upp í Hvalfjörð. Formað- urinn. Eyólfur Eyólfsson, var þá nýkominn úr skreiðarferð suður með sjó og hafði þá vakað um 30 klukkustundir samfleytt, en sofið 3 stundir um daginn og var því ekki afþreyttur. Um hina er þess ekki getið hvort þeir hafi verið í skreiðarferðinni með honum. Þeir lögðu svo á stað kl. 10 um kvöldið. Guðmundur á Bergstöð- um fekk þeim eina brennivíns- flösku í nestið, eins og vant var þegar farið var á beitufjöru inn I Hvalfjörð. Um annan útbúnað get- ur ekki. Var á hægur. suðaufctan vindur og settu þeir þegar upp segl. Sat Eyólfur við stýri, en Þor- kell Alexíusson helt í klóna á segl- inu. Annars var það siður sjómanna í Reykjavík að binda klóna fasta, þegar eigi var hvassara, en Eyólfur sagðist ekki hafa þorað að gera það, vegna þess að sér hefði verið kunnugt að slæmir svipvindar gátu komið af Esjunni. Þeir höfðu blásandi byr og skreið báturinn vel, svo að þeir voru komnir norður fyrir Andríðsey, eða inn fyrir Norðurkot klukkan rúmlega 11. Þá tók Eyólf að syfja, en þó ekki svo mjög að hann hefði ekki getað haldið sér vakandi, að því er hann sagði síðar frá. En nú lét hann Halldór taka við stýrinu, og kvaðst hafa gert það vegna þess, að sér hefði skilizt að þeir væri nokkurn veginn jafn réttháir þarna. og Halldór hefði umsjá með bátnum fyrir eigendanna hönd — Flutti Eyólfur sig svo í austurrúm- ið. hallaði sér út af á hástokkinn og studdi niður annarri hendi. Skipti * t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.