Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Side 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 583 slysinu vera að leita til brennivíns- ins, eins og svo oft áður og síðan? Eyólfur sagði að þeir hefði aðeins einu sinni dreypt á flöskunni allir, og drukkið svo sem tvö staup. Hér er sýnilega verið að draga úr. Ey- ólfur gat vel sagt frá því að þeir hefði aðeins einu sinni sopið á flöskunni, en hitt, að hann skyldi segja að fjórir sjómenn (og þar af tveir að minnsta kosti ölhneigð- ir) skyldu láta sér nægja svo sem hálft staup hver, það er fjarstæða. Allt bendir til þess að þeir hafi sezt að flöskunni og haft seglið fast — og því farið sem fór. ÖNNURSAGA HÉR SKAL nú sögð önnur saga, þótt hún komi ekki slysinu við, því að hún getur þó gefið nokkrar bendingar um aðdraganda þess. Hún kom upp tveimur dögum eftir að rannsókn slyssins lauk. Á Reykjum í Mosfellssveit bjó bóndi sá, er Vigfús hét Ólafsson. Árla morguns hinn 7. júní 1857, sem var sunnudagur, lagði hann á stað til Reykjavíkur og hafði með sér 17 ára gamlan vinnupilt sinn, Anton Magnússon að nafni. Um sól- arupprás voru þeir komnir svo sem miðja vegu milli Grafarvogs og Krossamýrar, og sáu þá sofandi mann liggja þar utan við veginn, og var grár hestur með hnakk skammt frá honum. Þeir fóru þeg- ar af baki hestum sínum til að vekja manninn, því að Vigfús kvað það ófrávíkjanlega venju sína, er hann hitti sofandi menn úti. Manninum gekk illa að vakna, því að hann var ölvaður. Bar þó ekki mikið á því, er hann var stað- inn upp. Vigfús spurði manninn að nafni og nefndist hann Sveinn og kvaðst vera á leið upp að Glóru, en það var hjáleiga frá Álfsnesi. Maðurinn hafði legið á bakinu, er þeir komu að honum, en er hann reis upp, sáu þeir að þrjú sauðarrif * höfðu legið undir honum. Var ekk- ert kjöt á þeim, en þau hengu sam- an og virtist svo sem maðurinn hefði verið að nasla þetta áður en hann sofnaði. Þeir sáu einnig að hahn var með mikið í öðrum buxnavasanum, en ekki vissu þeir hvað það var. Maðurinn dró nú upp brennivínspela og bauð Vig- fúsi að súpa á, og síðan ræddust þeir eitthvað við. En vegna þess að Vigfús var viss um að maður- inn hefði logið til nafns síns, og þóttist þekkja að þetta væri Ey- ólfur Eyólfsson frá Bergstöðum, sagði hann um leið og hann kvaddi: „Þú heitir ekki Sveinn, lags- maður.“ Því svaraði maðurinn engu og fóru þeir þá sinnar leiðar og sáu það seinast til hans, að hann var ekki kominn á bak. Nú heldu þeir áfram sem leið liggur, en drjúgum spotta neðar riðu þeir fram á annan sofandi mann. Var hann með nokkurn far- angur og hafði raðað honum um- hverfis sig. Vaknaði hann er þá bar að. Þennan mann þekkti Vigfús ekki, en hann kvaðst heita Eyvind- ur Þórðarson og vera frá Útey í Laugardal. Vigfús spurði hann hvort hann gæti ekki gefið sér í staupinu og tók hann vel undir það Dró hann því næst upp flösku, en hún var tóm. Kvaðst Eyvindur ekk- ert skilja í því, hann hefði átt að eiga góðan sopa á flöskunni. Síðan fór hann niðúr í poka sinn og dró þar upp 2ja potta brennivínskút, en hann var þá einnig tómur. Brá Eyvindi nú heldur en ekki í brún, því að kúturmn átti að vera fullur. Aðgættu þeir Vigfús báðir hvort tappinn mundi hafa bilað og vínið farið niður í pokann, en svo var ekki. Það var engu líkara en vínið hefði gufað upp af kútnum. Þvi vildi Eyvindur ekki trúa, en þóttist hafa verið rændur og fór nú að athuga hvort hann hefði ekki misst fleira. Gruflaði hann í far- angri sínum nokkra stund og sagði Vigfúsi svo frá, að hann saknaði tveggja hangikjötsbita, 3 rifa síðu- bita og mjaðmarstykkis, og auk þess vænna leðurskóa. Sagði Vigfús honum þá frá manninum, sem þeir höfðu hitt sofandi skömmu áður og hver hann mundi vera. Þóttist Eyvindur þá vita, að hann hefði rænt sig. Fór hann síðan til Reykjavíkur og kærði Eyólf Eyólfsson á Bergstöð- um fyrir þjófnað. BÆARFÓGETI hafði í mörgu að snúast um þessar mundir og gat ekki tekið málið til meðferðar fyrr en 22. júní, eða tveimur dögum eftir að rannsókninni út af slysinu lauk, eins og fyrr er sagt Boðaði hann þá fyrir sig Vigfús á Reykj- um og Eyólf á Bergstöðum. Kann- aðist Vigfús þá vel við að þetta var sami maðurinn og hann hafði hitt sofandi hálfum mánuði áður nálægt Krossamýri. Eyolfur skýrði svo frá, að á laug- ardagskvöldið 6. júní hefði hann lagt á stað upp að Glóru. En er hann hefði verið kominn upp í Krossamýrina, kvaðst hann hafa rekizt þar á mann, er kvaðst heita Hannes og vera að austan. Þessi maður sat upp við farangur sinn þar í mýrinni og virtist mundu ætla að vera þar um nóttina, en var vakandi þegar Eyólf bar þar að. Gaf hann Eyólfi að súpa á brennivíni og síðan skildu þeir. Kvaðst Eyólfur svo hafa riðið kippkorn þaðan, en þá hefði sig syfjað mjög, enda hafi hann verið kenndur, en ekki mjög drukkinn. Lagðist hann þar til hvíldar og sofnaði þegar. Gizkaði hann á að hafa sofið svo sem klukkustund, er Vigfús bar þar að og vakti hann. Sagðist hann hafa sagt Vigfúsi rétt frá nafni sínu, en hafi hann sagzt heita Sveinn, hafi hann gert það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.