Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 585 Bráðum verður deilt um Panamaskurðinn NÚ ERU ekki margir uppistand- andi af þeim mönnum, sem klufu Vesturálfuna í tvennt og gerðu skipgengan skurð milli Atlants- hafs og Kyrrahafs. Og þeir mundu nú varla þekkja „raufina11 í gegn- um f jöllin, þar sem svo margir fellu í valinn. Og þeim mundi bregða í brún, ef þeir litu nú borgirnar, sem þarna eru komnar, með skínandi suðrænum aldingörðum. En það hafa einnig orðið aðrar stórbreytingar á. Nú eru flutninga- skipin orðin stærri en nokkurn hafði órað fyrir áður, svo að þau komast naumast fyrir í sjávarkví- um skipastiganna. Um Panamaskurðinn fer látlaus straumur skipa frá öllum þjóðum heims. Herstöðvarnar, sem þarna voru, hafa nú verið lagðar niður. Stóru fallbyssurnar, sem voru við mynni skurðarins beggja vegna, honum til verndar, hafa verið bræddar og seldar sem brotajárn. Og nú sem stendur er ekki ein ein- asta hernaðarflugvél þar skurðin- um til verndar. Ferð um skurðinn Skurðurinn er 80 km langur og er 8 klukkustunda sigling í gegn um hann. Þetta er skemmtileg leið og er þar margt að sjá, stór- kostleg mannvirki, fagurt landslag og söguríka staði. Þegar komið er úr Karibahafi inn í Lemon Bay, blasa þar við tvær borgir. Önnur er Colon, sem varð fræg og auðug um 1851, þegar um hana lá straum- ur gullnemanna til Kaliforníu. því að þá var auðfarnasta leiðin til gullnámanna um þessa borg. Hin borgin heitir Cristobal og er eign Panama-félagsins. Colon er borg synda og lasta. Þar er mikið um slæmar knæpur, spila- víti, hóruhús og þess háttar fyrir- tæki. Þar versla aðallega Hindúar og Kínverjar, og óþrifnaður er þar meiri en menn geta ímyndað sér. En Cristobal er fögur og þrifaleg borg með menningarsniði, og hef- ur á sér bandarískan svip, er eins og vin þarna í landi rómanskra manna og Indíána. Hafnsögumenn skurðarins eru 92 að tölu og eru sífellt á ferðinni fram og aftur. Hafnsögumaður vor stýrir skipinu fyrst inn í 500 feta breiðan skurð, en á báðar hendur eru hitabeltisskógar. Það er jafnan lagt af stað inn í skurðinn snemma morguns og er þá komið að Gatun- skipastiganum. Annar skipastigi er Kyrrahafsmegin og nefnist Mira- flores. Þessir skipastigar eru venju- lega opnaðir kl. 7 að morgni, og hefst þá straumur skipa inn í skurðinn frá báðum höfum og gengur á því fram til kl. 11. Gatunskipastiginn er í þremur þrepum eða sjávarkvíum, hverri upp ai annam. Þcgar komið er að neðsta þrepinu, kemur bátur á móti skipinu með stálvíra, sem svo eru festir rambyggilega. Síðan veifar hafnsögumaður með hend- inni — öll merki eru gefin með bendingum — og beggja megin skurðarins fara þá rafmagnsspor- vagnar á stað og toga í vírana og draga skipið inn í sjávarkvína. Og þegar skipið er komið þangað inn, lokast hin mikla stálhurð að baki þess, en hún er 7 feta þykk. Þá er vatni úr Chagres-ánni hleypt í kvína og fyllir hana á 8 mínútum, svo að skipið hefir nú lyfzt um 28 fet yfir sjávarmál. Þá opnast stálhurðirnar að næstu kví. Hafnsögumaður veifar, og aft- ur fara rafmagnssporvagnar á stað og draga skipið inn í þessa kví. Og svo endurtekur sagan sig, ánni er veitt í kvína, hún fyllist, og skipið fer inn í þriðju kvína. Þar er enn sama sagan, en út úr þeirri kví siglir skipið út á Gatun-vatnið, og er nú komið 87 fet yfir sjávarmál. Ef skipstiginn eða árstíflan væri sprengd, þá er Panamaskurðurinn ónýtur. Og slíkt gæti komið fyrir á þessari öld kjarnorku og flug- skeyta. Það er ekki hægt að verja Panamaskurðinn fyrir fjarstýrðum skeytum og kjarnorkusprengjum, fremur en hægt er að verja New York, Moskvu eða London fyrir þeim válegu sendingum. Á þessari kjarnorkuöld má Panamaskurður- inn Kallast varnarlaus. En það mundi hafa ófyrirsjáanlegar afleið- ingar, ef mannvirki hans væri sprengd, því að þá yrði öll þau skip, er nú fara um hann, að leggja leið sína suður fyrir Horn. Þegar inn í Gatun-vatnið kemur, fer skipið með fimmtán sjómílna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.