Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Side 6
58« LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hraða. Nú hafa gengið þurrkar að undanförnu, svo að vatnið hefir lækkað mikið, og sér víða á feiskna stofna af dauðum trjám upp úr því. Nú er farið fram hjá Barro Col- orado-eynni, sem er friðuð vegna fuglalífsins, sem þar er. Siglt er rétt meðfram landi og er þar gróskumikill skógur, þar sem apar „samkjafta“, páfagaukar skrækja og eiturslöngur hlykkjast í skugg- unum. Eftir að hafa farið rúmlega • 37 km eftir Gatun-vatni, er komið að hinn frægu „Klauf“, þrengsta hluta skurðarins og miklu mann- virki. Upphaflega var hún kölluð Cul- ebra-klauf, en nú er hún nefnd Gaillard-klauf, í höfuðið á verk- fræðingnum, sem gerði hana. — Panamaskurðurinn er ólíkur Suez- skurðinum, því að Suezskurðurinn liggur um flata sanda, en Panama- skurðurinn í gegnum fjöll, og er þar stórgrýttur og hættulegur botn, því að alltaf hrynja skriður úr fjöllunum beggja vegna niður í skurðinn. Eigi má sigla um Klaufina með meiri hraða en sex sjómílna. Þó er skurðurinn þarna 300 feta breiður, þar sem þrengst er, og er því leyft að skip mætist þar, nema þau allra stærstu og þau sem kunna að vera með hættulegan farm. Þegar siglt er um Kiaufina, fer maður að skilja þá erfiðleika sem á því voru að gera Panamaskurð- inn, og hvernig á því stóð að það var tíu ára verk að gera hann, þrátt fyrir mikinn mannafla. Hér varð að sprengja rás í gegnum 300 feta þykkt berglag. Hjá Pedro Miguel nálgast skipið Mirafloresskipastigann, en þó verð- ur það fyrst að fara niður 31 fets háan skipastiga, til þess að komast niður á Miraflores-vatnið. Er þá siglt mjög hægt og síðan koma tvær kvíar, hvor upp af annarri, og í'er skipið þarna niður 54 fet, til þess að komast á móts við yfirborð Kyrrahafsins. Tekur nú við breiður og djúpur skurður fram hjá Balboa og Rodman Naval Station, út að Panamaflóa. Hjá Naos-ey nær skurðurinn út í hafið, og þá skilur hafnsögumaður við okkur. ÞETTA er aðeins ein ferð af rúm- lega 250 þúsund ferðum um skurð- inn síðan hann var opnaður til alþjóða nota árið 1914, sama árið sem heimsstyrjöldin fyrri hófst í Evrópu. Nú eru tímamót í sögu skurðar- ins, því að við ýmis vandamál er að etja. Eitt af þeim er það, hvernig eigi að stækka skurðinn, svo að hann verði fær öllum stórskipum, en nú komast stærstu flugvéla- móðurskip ekki um hann. Verk- fræðingar hafa gert ótal margar til- lögur um breytingar á skurðinum, og sumar hafa þegar verið fram- kvæmdar. En þær verða að teljast fremur smávægilegar, og engin höfuðbreyting hefir verið gerð þessi 43 ár sem skurðurinn hefir verið í notkun. Aðalbreytingarnar sem menn hugsa sér, eru þær, að stækka kví- arnar, þannig að þær verði 1500 fet á lengd og 200 feta breiðar, svo að stærstu skip, sem nú sigla, geti farið þar um. Þá er og talað um að vikka og dýpka innsiglingarleið- irnar. Komið hefir og til orða að gera annan skurð í gegn um Nic- aragua, og er gert ráð fyrir að hann muni kosta meira en 3500 milljónir dollara. En vegna þeirrar óvissu, sem ríkir um framtíð Pan- amaskurðarins, er ekki líklegt að Bandaríkin ráðist í þessi fyrirtæki fyrst um sinn. En önnur og ódýrari endurbót getur komið til greina. Hún er sú, að taka af ýmsar beygj- ur í Klaufinni og víkka hana ; sumum stöðum í 500 fet. Með þ\ móti gæti skipaferðir um skurðin aukizt mjög mikið. Og þá er einni gert ráð fyrir því að lýsa skurð inn svo upp um nætur, að þar s jafnbjart og um hádeg, og þurf þá siglingar um hann aldrei a stöðvast. Annað viðfangsefni er að ger heilsusamlegra að lifa á þessui slóðum en nú er. Frakkar réðust að grafa skurðinn 1880, en urðu af' gefast upp við það, vegna þes hvernig verkamennimir hrundi niður. Panamaeiðið var eitthver versta pestarbæli í heiminum, þan -að til Gorgas tókst að vinna bug ; flugnaplágunni. Og eftir það va hægt að halda verkinu áfram. / þeim árum voru engin lokræsi ti í Colon og ekkert almennileg neyzluvatn var til á eiðinu þega Bandaríkjamenn hófu framkvæmc -ir við skurðgröftinn. Fólk hrund þar niður úr malaríu, gulu hita sóttinni og innýflaveiki. En nú un 40 ára skeið hafa engar drepsótti verið þar. í samningi, sem Panama félagið gerði við ríkisstjórnina Panama 1903 um skurðgröftinn o; 553 fermílna leiguland meðfran- honum, var það tekið fram a;' nauðsynlegt væri að bæta heilsu far manna í Colon og Panamr byggðunum við báða enda skurf arins, því að öðrum kosti mundi berast þaðan pestir um allt svæft skurðarins. Var félaginu falið a' annast þær heilbrigðisráðstafam er gera þyrfti. Síðan hefir samningurinn verii' endurskoðaður tvisvar sinnurn 1916 og 1955. í bæði skiptin haf; hækkað stórkostlega þau gjöld, e Bandaríkin verða að greiða Pan ama. En 1955 var svo ákveðið, at Panama skyldi taka heilbrigðis- eftirlitið að sér, og hefir árangur- inn orðið sá, að því hefir farið stór- lega aftur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.