Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 589 Brunarústirnar í Svartagili hjá Rauðavatni, fór í loftköstum en menn sakaði ekki (3.) SvoKÖlluð umferðarvika í Reykjavík. Þá fengu bílstjórar ókeypis athugun á ljósum bílanna og kom upp úr kaíinu að einungis fáir bílab voru með rétt ljós (3.) Kona í Reykjavík ók jeppa á vörubíl og meiddist talsvert (11.) Piltur í Reykjavík var dæmdur 1 1000 kr. sekt fyrir of hraðan akstur á götunum (13.) I einni viku voru 16 bílstjórar teknir og dæmdir fyrir að vera ölvaðir við stýri (12.) Harður bílaárekstur varð í Reykja- vík, en menn sakaði ekki (16.) Guðni Jónsson vélstjóri í Keflavík, varð fyrir bíl og beið bana (19.) Kristján Guðmundsson starfsmaður við Rúgbrauðsgerðina í Reykjavik, varð fyrir bíl á götu, fluttur í spítala, lá þar rænulaus í viku og andaðist síð- an (20., 29.) í umferðarvikunni, þegar allir skyldu aka gætilega, lentu 90 bílar í árekstr- um, en 10 menn slösuðust meira og minna (20.) Bílslys varð í Reykjavík vegna þess, að bilstjórinn ætlaði að laga til í bíln- um með annarri hendi meðan hann var á ferð, ók svo beint á ljósastaur (20.) Albert Sw. Ólafsson starfsmaður h.iá Strætisvögnum, varð fyrir strætisvagni á leið til vinnu og beið bana (22.) Fimm ára drengur varð fyrir bíl 1 Kópavogi og stórslasaðist (22.) Kona varð fyrir bíl í Reykjavík, flutt meðvítundarlaus í spítala, reynd- ist fótbrotin og sködduð á höfði (25.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.