Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 595 „SHERLOCK HOLMES“ búar tekið eftir því, að í hvert sinn sem Þjóðverjar skutu V-2 sprengj- um á borgina, heyrðust tvær sprengingar, er þær komu niður. Það var líka vitað að sprengjur þessar ollu meira tjóni og á stærra svæði en ætla mátti eftir sjálfu sprengimagni skeytisins. Nú var farið að athuga bæði þessi fyrir- bæri og komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu 1955, að önnur sprengingin hefði stafað af því, að skeytið fór hraðara en hljóðið. Vá- bresturinn, sem af þessu varð, jók að mun eyðileggingarmátt sprengj- unnar. „Hljóðið" sjálft hafði vald- ið stórkostlegum spjöllum. Árið 1953 flaug flugvél af Sabre- gerð nraðara en hljóðið á flugsýn- ingu skammt frá Palmdale í Kali- forníu. Hún flaug þá lágt, og vá- brestirnir, sem hún olli voju svo öflugir, að gluggar rifnuðu úr hús- um, öflugar hurðir mölbrotnuðu, stórar sprungur komu í veggi flug- vallarskálans og rúður brotnuðu mjög víða. Svo mikill var hljóð- þrýstingurinn, að rúðubrotin í flugvallarskálanum þeyttust þvert yfir salinn og djúpt inn í vegginn hinum megin. Þessi Sabre-flugvél var ekki stór og hún hafði flogið í 700—1000 feta hæð, en þó ekki yfir flugvall- arskálanum. Samt olli hún þessum spjöllum. Þetta varð til þess, að ströng fyrirmæli voru gefin út um að flugvélar mætti ekki fara hrað- ar en hljóðið, ef þær væri í nám- unda við byggt ból eða aðrar flugvélar, nema því aðeins að þær væri í 10.000 feta hæð að minnsta kosti. Nú eru komnar stórar sprengju- flugvélar, sem nefnast Hustler. Geta þær farið fram úr hljóðhrað- anum og er hreyfiafl þeirra um 35.000 hestöfl. Tjónið, sem Sabre- flugvélin olli, er hverfandi lítið hjá þeim voða, sem stafar af þessum loftrisum. Ef þær væri á flugi ÞAÐ var árið 1887. Ungur enskur doktor, Conan Doyle að nafni, var í mestu fjárhagskröggum, en ákvað að reyna að losa sig úr þeim fljótlega með því að skrifa skáldsögu. Úr því varð leynilögreglusaga, og söguhetjuna kall- aði hann Sherlock Holmes. Þetta varð honum stórgróðafyrirtæki, því að fólk heimtaði að fá að vita meira um Sher- lock Holmes og höfundurinn varð að skrifa hverja söguna um hann á fætur annarri. Og það voru ekki aðeins Englendingar, sem hrifust af þessum bókmenntum. Sex árum eftir að fyrsta Sherlock Holmes sagan kom út, komu þrjár heildarútgáfur af þeim í Banda- ríkjunum og af einni útgáfunni seld- ust 30.000 eintök á skömmum tíma. Ef nokkur vogaði að fara óvirðulegum eða niðrandi orðum um þessar sögur, mátti hann eiga það víst að harðskeytt- ustu gagnrýnendur reyndu að flá sig lifandi. « En það var einn maður, sem ekki var hrifinn af Sherlock Holmes, er frá leið, og þessi maður var sjálfur höfundur- inn, Conan Doyle. Hann ákvað að losa sig við Sherlock Holmes, og bezta ráðið til þess, fannst honum, var að láta hann deya. 1 „Memories of Sherlock Holmes“ sem komu út 1894, lét hann Holmes því ganga í greiparnar á erkióvini sínum, prófessor Moriarty. Hann lét þá hittast á gínandi hengiflugi og hrapa þar mð- ur, og gaf fyllilega í skyn að þeir hefði báðir farizt þar. Nú þóttist Conan Doyle vera laus við skammt frá jörð, með meiri hraða en hljóðið, mundu þær draga á eft- ir sér 1000 feta breiða slóð eyði- leggingar. Ofurmagn hljóðbylgj- unnar mundi sópa burt hverju sem fyrir væri, húsum, farartækjum, skipum, skógum og umturna ökr- um og aldingörðum. Það er hægra að ímynda sér en segja frá hvílíkur voði væri á ferðum, ef slíkar flug- vélar flygi lágt yfir stórborgum. Hljóðofsinn mundi geta valdið meira tjóni en margar venjulegar sprengjur. (Dregið saman úr grein i „The Wall Street Journal' og bók- inni „Man Unlimited“ eftir Heinzt Gartmann) Sherlock Holmes, en því var nú svo sem ekki að heilsa. Almenningur ætl- aði að tryllast út af þessu og krafðist þess að Sherlock Holmes væri vakinn til lífs aftur. Þessar kröfur urðu svo háværar, að Conan Doyle sá sér ekki annað fært en halda áfram að skrifa sögur um leynilögreglumanninn. En nú gerði hann það með hangandi hendi, enda urðu sögurnar nú lakari en áður. Almenningur varð fokreiður og margir skrifuðu í blöðin um, að Sherlock Holmes væri ekki nema svipur hjá sjón. Þetta hlyti að vera gervimaður. Sumir þóttust þó skilja hvernig á þessu stæði, eins og ferjumaður nokkur í Cornwall, sem átti tal við Conan Doyie sjálfan um þetta. Hann sagði: „Mér þykir sennilegt að Sherlock Holmes hafi ekki farizt þegar hann hrapaði niður af klettinum, en hitt er víst, að hann hefir aldrei náð sér eftir það“. Logan Clendering bjó til sögu um það þegar Sherlock Holmes kom til himnaríkis. Englarnir komu í stórhóp- um að taka á móti honum og skapar- inn steig niður úr hásæti sínu til þess að bjóða hann velkominn. „Sherlock Holmes“, sagði hann, „það er gott að þú ert kominn hingað, því að satt að segja þá erum við hér í miklum vanda, en þú ert líklegastur til þess að greiða úr honum fyrir okk- ur. Svo er mál með vexti, að þau Adam og Eva eru horfin og enginn veit hvað af þeim hefir orðið. Eru nú margar aldir síðan. Nú ætla eg að biðja þig að reyna að finna þau fyrir okkur“. Holmes gekk inn í hóp englanna, sem stóðu þar í þéttum röðum um- hverfis. Hann greip þar tvo engla, sem ekki áttu sér neins ills von og dró þá fram fyrir skaparann. „Hérna koma þau“, sagði hann. Adam og Eva meðgengu þegar. „Við vorum orðin dauðleið á því að láta alla glápa á okkur“, sögðu þau, „og þá ekki síður af hinu að verða að gefa öllum aðskota englum eiginhandarnöfn okkar, Við tókum því á okkur engilsgervi og höfum dulizt svo um aldir, þangað til þessi skarpskyggni maður kom upp um okkur“. „Hvernig fórstu að þessu?“ spurði skaparinn undrandi. „Það var ósköp einfalt", sagði Sher- lock Holmes. „Þetta voru einu englarn- ir, sem ekki höfðu nafla“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.