Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Blaðsíða 16
596 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A A 8 6 2 V D 10 4 ♦ 6 5 2 4> 4 3 2 A 10 9 7 4 3 V — ♦ 9 7 4 3 + G 10 8 5 A G 5 V A K 9 3 2 ♦ A K D * A K D S gaf og komst I 6 hjörtu, en A-V sögðu aldrei neitt. V sló út SK og var hann drepinn með ásnum. Svo kom lágtromp, og þá kom í ljós að öll tromp -in voru hjá V. Nú var aðeins ein von fyrir S að vinna: að V hefði 3 spil bæði í tígli og laufi. S kom nú með lágtromp undir tíuna f borði og sló svo út HD. Siðan tók hann 3 slagi I tigli og 3 slagi í laufi. >á kom spaði og nú fekk V slag, en þá varð hann að spila trompi undir K og 9 hjá spilaranum. Hlaut S því að fá báða slagina og vann þar með spilið. t_>^ae®®cí—3 A K U V G 8 7 6 4 ♦ G 10 8 A 9 7 6 BJARNI A TUNGUFELLI var ríkisbóndi, fjármargur og múrað- ur að öllu, er í þá tíð var talið þurfa til búsins. En hins vegar var hann fljótfær í orðum, einfaldur og trú- gjarn. Einu sinni hittust þeir Jón í Skipholti og spurði Bjarni frétta. Jón laetur lítið yfir, en segir þó, að til tiðinda megi telja það, „að maður fell niður i hver í Gjábakkahrauni í Þing- vallasveit og skaut honum síðar upp úr Geysi". Bjarna þykir þetta auðvitað mikil tíðindi og verður að orði: „Ætli maðurinn hafi ekki skaðbrennt sig?“ Ekki gerði Jón mikið úr því, sagði að það nefði verið furðu litið, það haíi svona hlaupið upp blöðrur til og frá um líkamann. Lét Bjarni það gott heita og fór með fréttirnar. — Eitt sinn er Bjarni vildi láta menn vita að hann segði skíran sannleikann, og gefa orðum sinum áherzlu með því að kveða RAUÐHÓLAR hjá Elliðavatni hafa orðið að þola þungar búsifjar á undanförnum| árum. Þangað hefir verið sótt rauðamöi, og eru hólarnir nú allir sundurgrafnir. Sumir telja þetta landspjöll, en nóg er til af rauðhólum í landinu. (Ljósm. Ól. K. Magnússon) ríkt að um að þetta þyrði hann að á- byrgjast, sagði hann að svona væri það „þó eg væri þjófur og grafinn“. — (G. J., Isl. sagnaþ.) BLÓÐTÖKUR Aldrei vissi eg til þess að blóð væri tekið á handlegg við öðru en taki. En við höfuðþyngslum var sjúklingnum tekið blóð á fótum. Var þá blóðið ekki mælt, en sjúklingurinn látinn standa vissan tíma niðri í volgu vatni. Sá eg þessa blóðtöku til föður míns, Þor- steins Jakobssonar, 1867. Kom þá til hans kona langt að til þess að fá hjá honum þannig lagaða læknishjálp. — Einu sinni sem oftar var kaupafólk á norðurleið. Áði það að vanda á Hlíðar- enda. Veiktist þá ein stúlkan mjög hastarlega af taki. Var þá sent að Húsa- felli um nóttina og leitað ráða föður míns. Fór hann þá strax með sendi- manni til tjaldsins, þar sem sjúka stúlkan lá, því nær viðþolslaus. Tók hann henni þá blóð í alnbogabót og lét blæða einn kaffibolla að venju. Dró þá samstundis úr takinu, og eftir eins dags hvíld helt stúlkan leiðar sinn- ar norður í land. Það sagði mér löngu síðar maður sá, sem var í för með stúlkunni og sótti föður minn, að eng- inn hefði efast um, að blóðtakan hefði verkað. — (Kristl. Þorst.) FYRSTA lSLENZKA SÖNGFRÆÐIN Aftan við 6. útgáfu Grallarans ei „Appendix, sem er stutt undirvísun um einfaldan söng“. Þessi Appendix er 7 blaðsiður og er eftir Þórð biskup Þor- láksson, og er hin fyrsta söngfræði, sem prentuð hefir verið á íslenzku því þar er kennt að þekkja nótur, tónstiginn útskýrður og stuttlega drep- ið á, hvernig eigi að syngja eftir nót- um. Var þetta örstutta og ófullkomna ágrip hin eina söngfræði, sem véi höfðum við að styðjast í hálfa aðra öld, allt þangað til söngfræðis-ágrip Magnúsar Stephensens kom út 1801 Þessi Appendix stóð upp frá þessu orð- réttur aftan við allar útgáfur Grallar- ans, en hin síðasta útgáfa hans var gefin út á Hólum 1779. — (Bjarni Þorsteinsson). FYRIR 10 ARUM Haustið 1947 var slátrað 370.000 sauðfjar á landinu og varð kjötmagniðj 5658 tonn. Flutt voru út 1029 tonn afj freðkjöti fyrir 4,9 millj. króna og 15631 tunnur af saltkjöti fyrir 800.000 kr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.