Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK mORGUNBLAÐSINS 599 er verndari munaðarleysingjanna. Og ég skal biðja hann að ganga þér í föður og móður stað!“ Eftir fimm vikna útivist lagðist skútan „Valdemar frá Rönne“, sem Jón Sveinsson fór með, við bryggju í Nýhöfninni í Kaupmannahöfn í okt. Hann hefir sagt frá því, er á dagana dreif, eftir það að hann kom til Hafnar í „Borgin við sund- ið“. — Styrjöldin milli Frakka og Þjóðverja torveldaði ferðalagið til Frakklands að sinni. Dvaldist Nonni því árlangt í Höfn hjá kaþólska prestinum Hermann Grúder, og hitti hann þar Gunnar Einarsson frá Nesi, er var kominn þangað nokkru fyrr, en hann hélt heim til íslands aftur vorið 1871. — Vel gatzt Nonna að kaþólskum trúarsiðum og eftir tæpt ár fékk hann upptöku í kaþólsku kirkj- una, með leyfi móður sinnar til þess, en afskiptalausir voru prest- arnir um trú hans. Hann las ið kaþólska lærdómskver, Fegurð inn- ar kaþólsku kirkju, Eftirbreytni Krists eftir Thomas frá Kempis o. fl. — Settist Nonni nú á skólabekk fyrsta sinni á ævinni. Var þetta nýr, kaþólskur skóli (Sct. Knuds Skole), stofnaður 1869. Kynntist Jón ýmsum íslending- um í Höfn þennan vetur, þ. á. m. Hildi Johnsen frá Húsavík (dóttur sr. Jóns á Grenjaðarstað), móður Edvalds læknis Johnsen. Hafði faðir Jóns þekkt hana. Reyndist hún drengnum vel. Einkarvænt þótti Jóni um Gísla Brynjólfsson skáld og móður hans, frú Guðrúnu Stefánsdóttur amtmanns Thorar- ensen. Hafði móðir Jóns skrifað Gísla og beðið hann fyrir dreng- inn. Nonni hafði Gísla með í ráð- um, er hann gerðist kaþólskur. Að loknum fransk-þýzka ófriðn- um, lagði Jón af stað með dönsk- um dreng með skipi til Dunkerque og þaðan til Amiens, og átti hann að hvíla sig þar um hríð. En hvort tveggja var, að skólastjóra og kennurum leizt vel á Jón og svo töldu þeir hæpið, að hann þyldi hitana í Avignon, svo að það varð úr, að greifinn féllst á, að skjól- stæðingur sinn yrði kyrr í Amiens, og var Jón þar síðan að námi til þess er hann lauk stúdentsprófi þar 1878, en 1873 kom Ármann bróðir hans suður þangað. Varð fagnaðar- fundur, er þeir bræður hittust. Var mjög kært með þeim, og var því mikill harmur að Jóni kveðinn, er Ármann andaðist árið 1885, þá að námi í Löwen (í Belgíu). — Bezta námsgrein Jóns í skólanum var franskur stíll, og eggjaði einn kennari hans hann á að æfa sig í að rita, og var honum það ljúft. — Að loknu stúdentsprófi gekk Jón i Jesúítaregluna 22. ág. 1878, og það gerði Ármann bróðir hans einnig síðar. í skólanum í Amiens voru yfir 500 sveinar, flestir aðalsætta. Agi var harður. Stund lögð á göngur, leiki, sund, fimleika, skylmingar og reiðæfingar. Uppi í sveit átti skól- inn stórt hús, og þangað fóru pilt- ar tvisvar til þrisvar í viku og undu þar vel á bökkum Somme-fljóts- ins. Iðkuðu þeir sund þar í fljót- inu meirihluta ársins. Tvö árin fyrstu eftir inngöngu 1 reglu Jesúíta dvaldist Jón í klaustr- inu Sct. Acheul skammt frá Ami- ens við strangar trúariðkanir. Því næst las hann heimspeki (skóla- speki) við háskólann í Löwen 2 4r, en ið þriðja árið lauk hann nám- inu í Blijenbeck í Hollandi. Næstu árin var hann kennari við kaþólska skólann (Sct. Andreas collegium) í Ordrup við Khöfn og við St. Knuds Skole, sama skólann, sem hann hóf nám í (1883—1888). Þá var hann í Englandi við guðfræðinám í Ditt- on Hall í Lancashire árin 1889— 1893. Þar tók hann prestsvígslu 1891, og þar færði hann ina heilögu messufórn fyrstur íslendinga eftir siðskipti. Að lokum tók hann ið þriðja próf Jesúíta í Portico, Chap- el, í Englandi, og varð þá fullgild- ur Jesúíti. Enn gerðist hann kenn- ari við skólann í Ordrup, og gegndi hann því starfi frá 1893—1912. Jón Sveinss. gekkst fyrir fjarsöfn- un til holdsveikraspítala á íslandi, og safnaðist í því skyni allmikið fé — eða um 30 þús. franka, en þar sem það nægði ekki, varð að fresta framkvæmdum, en þá létu danskir Oddfellowar reisa holdsveikraspít- alann í Laugarnesi (1898). En sam- skotafé því, er fyrr getur, var varið til Landakotsspítalans (Sct. Josephs), svo að íslendingar eiga Jóni Sveinssyni það að þakka. að miklu leyti, að sá spítali var reist- ur. Sumarið 1894 fékk Jón að fara til íslands, og kom hann þá á æsku- stöðvar sínar. Reit hann ferðasögu, og vakti hún svo mikla athygli, að henni var snarað á þýzku, frönsku og ensku (Et Ridt gennem Island). Kom nú skriður á ritstörf hans upp úr aldamótum, og er frá leið tók hann sér rithöfundarnafn- ið NONNI, og er það þekkt víða um heim. — Hálfsextugur að aldri tók hann sótt, er hafði það í för með sér, að hann varð að láta af kennslustörfum í Ordrup. Réðu læknar honum til að flytjast til heitari landa. Dvaldist hann um skeið í Hollandi, og tóku nú að rætast draumar hans að fá að stunda ritstörf. Fyrsta bókin eftir Jón (gefin út hjá Herders forlagi 1 Freiburg í Breisgau, eins og inar síðar útgefnu bækur hans) kom út fyrir jólin 1913. Það var Nonni. Svo kom Nonni og Manni 1914 og síðan hver bókin af annarri, og er þar skemmst frá að segja, að rit Nonna fóru sigurför um álfuna og síðar um víða veröld. Þúsundum saman dreif að þakkarbréfin frá ungum og pömlum, lærðum og leikum — og áskoranir bárust víða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.