Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 6
602 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Mannlegur máttur reyndur Harðneskjulegar prÓfraunir flugmanna MEIRI HRAÐI — meiri hraði, það er kjörorð nútímans. Þess vegna keppast menn við að finna hinn Öflugasta orkugjafa, og þess vegna vinnur fjöldi vísinda- manna eingöngu að því að reyna að fínna þau efni, er þolað geti hinn ofsalega hraða flugvéla þeirra, sem nú eru á uppsiglingu. En það er ekki nóg að vita hvað efnið þol- ir, það verður líka að komast að raun um hvað mannlegur máttur þolir. Hve mikinn þrýsting getur flugmaður t. d. þolað? Nú er farið að skjóta flugvélum upp í loftið með rákettum, í stað þess að láta þaer taka tilhlaup áður en þær hefjast til flugs. En með þessu snögga skoti verður þunga- þrýstingur á flugvél og mann 28 sinnum meiri en á jörðinni, eða 28 G. (Þungaþrýstingur sá er að- dráttaraflið veldur er mældur í G- einingum, og er G 1 þunginn á jörðu niðri við sjávarmál). í þot- um er venjulegt að þungi flug- mannsins verði 2—9 G, og þessi þungaaukning hefir auðvitað áhríf á blóðrás hans og öll líffæri. Mikill þungaþrýstingur veldur því að blóðið streymir til fótanna og mönnum verður erfitt um andar- drátt, og er þess þá skammt að bíða að þeir falli í ómegin. Snöggar sveiflur flugvéla á mikl- um hraða valda einnig þungaþrýst- ingi, en sú breyting hefír ekki áhrif á blóðrásina. Aftur á móti reynir þá svo mjög á líkamann, að vöðvar geta hreint og beint slitnað og bein hrokkið í sundur. Til þess nú að ganga úr skugga um hve mikið flugmenn muni geta þolað af þessu tæi, eru þeir látnir ganga undir svo harkalegar próf- raunir, að manni hrýs hugur við. En svo er sagt frá þeim í bók, sem nefnist „Man Unlimited“ eftir dr. Heinz Gartmann, þýzkan eðlisfræð -ing, sem er sérfræðingur um þotur og rákettur. ** ** Ein tilraunin er sú, að menn hafa sérstakan klefa eða körfu, sem hengd er neðan í 50 feta langan ás Þessi ás er festur við möndul, er getur snúzt með ofsahraða. Er þetta einna líkast hringekju, nema hvað hraðinn er mörgum sinnum meiri, svo að þrýstíngur miðflótta- aflsins innan í klefanum getur kom izt upp í 40 G. Innra í þennan klefa er svo tilraunamaðurinn sett- ur. Margs konar vísindaáhöld eru í klefanum, svo sem sjónvarpstæki er útvarpa stöðugt mynd af mann- inum og kemur hún fram á þilí hjá umsjónarmönnunum. í klefanum eru tæki, sem mæla loftþrýsting, loftraka, súrefni, hita, hjartslátt mannsins, öndun o. s. frv. Þar eru líka Röntgen-myndavélar, er taka myndir er sýna starfsemi hjarta og annarra líffæra mannsins með- an á tilrauninni stendur. Einnig eru þarna áhöld til þess að soga loft út úr klefanum og auka þar hita. Þar eru og taltæki, svo hægt er að hafa samband við manninn. En inni hjá eftirlitsmönnunum eru sjálfritarar, er sýna allar mæling- ar, og er því hægt að fylgjast með líðan mannsins. Maðurinn liggur á bekk inni ( klefanum. Þegar klefinn fer að snú -ast finnst honum sem hann lyftist upp af bekknum og býst við að hendast upp í þakið. Sú tilfinning varir þó ekki nema andartak. Þá gerir miðflóttaaflið vart við sig og mannínum finnst sér vera þrýst niður í bekkinn og jafnframt finnst honum sem hann þyngist óskap- lega. Á myndinni, sem kemur fram inni hjá eftirlitsmönnunum, sést að andlit hans afskræmist. Hraðinn eykst og þunginn inni í klefanum eykst að sama skapi, 2 G, 4 G, 6 G I talstöðinni heyrist rödd hans ó- greinilega því hann er linmæltur: Fínn ekki til neins hraða — get varla hreyft handleggina — það er eins og höfuðið sé að þrýstast sam- an — óþolandi verkur í augunum Svo er hraðinn aukinn svo að þrýstingurinn verður 7 G. Þá finnst manninum sem hann sé steyptur úr járni. Eftirlitsmennirn ir kalla til hans: Lestu á mælir- inn! Þá sést á útvarpsmyndinni að hann reynir að festa augun á mæl- inum. Eftirlitsmaður tekur ná- kvæmlega eftir hve lengi hann er að svara. Svo kemur svarið sem hvísl, og efíirlitsmaðurinn athugar hvort það er rétt eða rangt. Enn er hraðinn aukinn og þrýst- ingurinn í klefanum verður 8 G Þá kallar eftirlitsmaðurinn: Gefðu neyðarmerki. Maðurinn reynir að hreyfa höndina, en getur ekki lyft handleggnum. Aftur á móti getur hann mjakað henni eftir fjöl, sem til þess var ætluð. Og eftir nokkra stund kemur neyðarmerkið. Til- raunin hefir heppnazt! Inni hjá eftirlitsmanni eru sjálf- ritarar á sífelldu kviki og draga á pappír blá og hlykkjótt stryk, er sýna hvernig manninum líður. Þessi stryk sýna hjartslátt hans, heilastarfsemi, blóðrásina. Hér er allt komið á fremsta hlunn. Eftír- litsmaður verður þess var að manninum í klefanum fer að förl- ast sýn, heymin er farin, honum sortnar fyrir augum — og svo líður yfir hann. Hringekjan er stöðvuð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.