Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 603 æfðar hendur taka manninn og bera hann inn, þennan mann sem reyndur hefir verið þar til þol hans brást. Og nú taka læknar og líf- fræðingar við honum og rannsaka ástand hans. Næsti maður, sem fer í hringekj- una, er látinn standa. Fyrst er hún fer á stað, verður honum óglatt, en það líður hjá. Þegar þrýstingurinn er orðinn 2 G, tilkynnir hann veik- um rómi: Handleggir og fætur eins og úr blýi — svimi — hvít þoka fyrir augunum. Fætur hans þola ekki meiri þrýst -ing, og hringekjan er stöðvuð venju fyr. Þriðji maðufinn á að sitja í klef- anum. Honum virðast áhrifin fyrst vera svipuð því þegar hann snýt flugvél snögglega upp á við eftir djúpa dýfingu. Og svo koma til- kynningar hans smám saman: 2 G — sárindi af að sitja, 3 G — líkam- inn orðinn blýþungur og á erfitt með að halda höfði, 5 G — get varla hreyft fæturnar og ekki stjórnað þeim, verkur fyrir brjósti, 6 G — á erfitt með að anda, móða fyrir augum, bjóðið streymir til fótanna, er að kafna-----Og svo Iíður yfir hann. Hinn mikli þrýstingur hefir sér- stök áhrif á blóðrásina, og þess vegna koma öll þessi einkenni fram. Við þrýstinginn verður blóð- ið þyngra en ella, eins og allir lík- amshlutar. Þegar þrýstingurinn er orðinn 11 G, hnígur það aðeins eft- ir æðunum eins og bráðið blý, og æðarnar verða undan að láta. Þegar menn sitja í hringekjunni og hún er komin á stað, fer blóðið að streyma til fótanna, og þegar þrýstingurinn eykst, megnar blóð- rásin ekki að halda í horfinu, og þá tekur fyrir aðstreymi blóðs að hjartanu. Fyrst bregst blóðrásin til augnanna, sjónin dofnar og menn verða brátt sjónlausir. Næst lætur heilinn undan, vegna þess að hann fær ekki nóg af súrefni, og þá líður yfir menn. Þessi er ástæðan til þess, að menn þola mestan þrýsting ef þeir liggja. Og þessi uppgötvun hefir stórmikla þýðingu þegar um er að ræða útbúnað í þotum og rákett- um, sem eiga að fara beint upp í loftið. Komið hefir það fyrir í þessari hringekju, að menn hafa þolað allt að 15 G þrýsting án þess að missa meðvitund, og hafa staðizt hann í fullar 5 sekúndur. En þá var blóð- þrýstingurinn orðinn svo mikill, að æðarnar þoldu hann ekki. Átján klukkustundum síðar komu út blá- ir blettir á baki mannsins. Ef þrýstingurinn verður meiri, þenj- ast æðarnar svo út að þær leka, stórir blóðdropar síast í gegn um þær, án þess að þær hafi rifnað. Þá er komið yfir hámark mannlegs þols. vgl Önnur tilraunaraðferð er sú, að binda menn ofan á flatt hjól, sem snýst með miklum hraða. Þessi hreyfing er svipuðust því sem menn verða fyrir, ef þeir reyna að bjarga sér úr þotu, sem er að far- ast. Þá styðja þeir á hnapp og samstundis verður sprenging undir sæti þeirra, og við það flýgur klef- inn með þeim upp úr þotunni. En rétt á eftir fara þeir að snarsnúast í lausu lofti. Og nú vildu menn komast að því hvernig menn þola slíkan snarsnúning. Við þessa hrevf -ingu streymir blóðið ekki til fót- anna, heldur til höfuðsins, svo að hætta er á að menn fái heilablóð- fall. Það gerir manni ekki mikið til þótt hann snúist um sjálfan sig tvisvar á sekúndu. En snúnings- hraðinn er miklu meiri uppi í há- loftum, og þess vegna verður hjólið að snúast hraðar. Þetta er misk- unnarlaus meðferð á mönnum. en árangur hennar hefir þó orðið sá, að nú hafa menn fundið upp ráð til þess að koma í veg fyrir að menn fari að snarsnúast í loftinu, ef þeir þurfa að forða sér úr þctu upp á líf og dauða. vgl Margir munu hrista höfuð er þeir lesa þetta og telja þetta heimskulegar aðfarir og hrottalega meðferð á mönnum. En þeir gleyma því að flest þau þægindi, er þeir nú njóta, hafa kostað fórn- ir. Þeir minnast þess þá ekki hve mörgum mannslífum hefir verið fórnað til þess að þeir geti ferðast þægilega og örugglega í loftinu heimsálfanna milli. Það sem hér hefir verið sagt. er ekki annað en lýsingar á þeim við- búnaði, er nú fer fram undir næsta þróunarstig samgangna í lofti. Og hér er það eins og áður, að reynsl- una er ekki hægt að fá, nema því aðeins að menn fórni sér sjálfvilj- ugir til þess að ryðja öðrum braut. ^<*e>®®®s>—5 „HOME, SWEET HOME!“ MAÐURINN, sem orkti hinn fagra lof- gjörðarsöng um heimilið, „Home, Sweet Home“, hét John Howard Payne, en hann átti aldrei neitt heimili sjálf- ur. Hann var á flækingi um allar álfur allt sitt líf. Þess vegna sagði hann í bréfi, sem hann skrifaði 3. marz 1851: „Undarlegt er, að það skyldi koma i minn hlut, manns, sem aldrei hefir átt neitt heimili og á ekki neina von um að eignast heimili, að fá menn um allan heim til þess að lofsyngja heimilisgleð- ina“. Hann andaðist í Tunis árið eftir að hann skrifaði þetta bréf. Lík hans var flutt vestur til Bandaríkjanna og grafið í Arlington-kirkjugarði í Washington, og „þar eignaðist hann að lokum heim- ili“. Þegar hann orkti ljóðið, var hann staddur í París félaus og úrræðalau*.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.