Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 8
604 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Matthías Þórðarson prófessor: ÍJIyndir af Jónasi Haligrímssyni Nu eru 150 ár liðin síðan „listaskáldið góða“, Jónas Hallgríms son, fæddist Hann var borinn í þennan heim 16. nóvembei 1801 að Hrauni í Öxnadal. Á aldarafmæli hans var honum reistur minnis varði í Reykjavík og var svo til ætlast upphaflega, að myndin stæði íyrir framan Landsbókasafnið, sem þá var í smiðum á Arnarhóli En úr því hefir ekki orðið. Myndin stóð lengi á túnbletti við Lækj argötu, en var síðan flutt suður í Hljómskálagarð og er þar enn ísafoldarprentsmiðja hefir gefið út öll rit Jónasar í bundnu og óbundnu máli og eru það fimm bindi. Próf. Matthías Þórðarson sá »m útgáfuna, ritaði skýringar með hverju bindi og ennfremur æv'- scr.i Jónasar. Auk þessa ritaði próf. Matthías grein, sem birtist í IV árgangi „Óðins“ um myndirnar af Jónasi. Og þar sem sú merka grein mun nú vera í fárra manna höndum, hefir Lesbók fengið leyf' höfundar til þess að birta hana við þetta tækifæri. ÞEGAR Bókmenntafélagið gaf út „Ljóðmæli og önnur rit eftir Jónas Hallgrímsson“ árið 1883, lét það, sem kunnugt er, fylgja mynd af Jónasi framan við bókina, og er þó hvergi getið, hvernig sú mynd er tilkomin. En hún mun vera gerð eftir Ijósmynd einni, er ljóðabókar- nefndin komst yfir, og hefir þó Hoffensberg & Traps Etablissement í Khöfn, er steinprentaði ljóðabók ■ armyndina, breytt henni á ýmsan hátt frá seinni fyrirmynd, ljós- myndinni. Ljósmynd sú, er nefnd- in hafði í höndum, mun eflaust hafa verið eftir mynd þeirri, er Sig- 1111 i:| urður málari gerði „eftir frum mynd og lýsingu Helga Sigurðs- sonar“. Þessi eftirmynd er dregin upp með blýanti. Þegar Einar Jónsson myndhöggv -ari var fenginn til að gera minnis- varða Jónasar Hallgrímssonar, krafðist minnisvarðanefndin þess, að hann gerði minnisvarðann í mannsmynd, með öðrum orðum: byggi til líkneski af Jónasi. Einar varð að gera svo, en hafði ekki annað að fara eftir en Ijósmynd af eftirmynd Sigurðar Guðmundsson- ar — og svo lýsingar í Fjölni og formálanum framan við ljóðmælin. Má nærri geta, að slíkt var illt og óljúft verk, og skyldi enginn ætla að óhætt sé að reiða sig á, að minnisvarðinn líkist Jónasi. En hvar var þessi „frummynd Helga Sigurðssonar“ og hvernig leit hún út? Þegar eg í fyrravetur (1907) var að aðgæta innihald kassa eins, er geymdur er í skrifstofu Forn- minjasafnsins, rak eg mig á ýmsar myndir, prentaðar, teiknaðar og málaðar, og meðal þeirra 3 mynd- ir, er eg þekkti þegar af Ijóðabók- armynd Jónasar, að voru myndir af honum. Myndir þessar eru sín á hverju blaðinu, tvær eru laus- lega teiknaðar með blýanti á blá- gráan pappír, grófan og líkan um buðapappír, en hin þriðja er full- teiknuð með allmikilli nákvæmni á þykkan teiknipappír, og er hún teiknuð með svartkrít, að mér virð ist. Lauslegu teikningarnar eru misstórar og hver annarri frá brugðnar. Sú stærri virðist vera frumteikning hinnar fullteiknuðu myndar, og eru þær báðar ná- kvæmlega jafnstórar, en sú minni virðist mér, af samanburði við aðr- ar myndir í þessu safni, hafa átt að vera frumteikning til olíumál- verks — sem víst hefir aldrei til orðið. Á sama blaðinu og lauslega teikningin stærri er á, er hinum megin önnur lausleg telkning af mannsandliti; sér á vinstri vanga og framan í (,,trekvartprofil“). Virðist mér allt benda á, að hún sé

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.