Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 14
610 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS borð. Eldhús og önnur þægindi voru sameiginleg fyrir allt húsið. Ung hjón, sem ferðafélagi minn komst í kynni við, sögðust b'úa í einu herbergi ásamt öðrum hjón- um og foreldrum þeirra. í borgunum, sem við heimsóttum, sáum við einnig stórh'ýsi, með 2—3 —4 herbergja íbúðum og öllum þægindum. í Moskvu komum við t. d. í 25 hæða hús, þar sem voru þægilegar íbúðir, kvikmyndasýn- ingarsalur, veitingastofa, búðir, þvottahús og stórt anddyri. Við spurðum hverjir hér ætti heima. „Hér geta allir átt heima“, sögðu fylgdarmennirnir, „jafnvel götu- sóparar eiga sér íbúðir hér!“ Sumir urðu hrifnir, þegar þeir heyrðu þetta, en eftir nokkrar frekari spurningar kom upp úr kafinu að „götusópararnir" voru umsjónarmenn húsanna, kallaðir „dvorniki“. því að þeim var gert að skyldu að sópa ryk af gang- stéttunum utan við húsin! Sérréttindafólk. Sonur yfirvélstjóra við stórt þjóðnýtingarfyrirtæki, sagði mér frá heimili sínu, og er það góð lýsing á hag forréttindastéttanna. Faðir hans var í kommúnista- flokknum, eins og flestir slíkir menn. Heimili þeirra var í Gorki- stræti, þar sem heldra fólk borg- arinnar býr. Þar höfðu þau heila hæð til umráða, fjögur skrautleg herbergi, stórt anddyri og öll þæg- indi, og þar var sími — einn ?f þeim fáu, sem eg frétti um. Hús- freya þurfti ekki að vinna og hafði vinnukonu, og í húsinu var raf- magnseldavél og kæliskápur. Heimilisfaðirinn átti sjálfur „Moskvitch“-bíl, en annan bíl hafði hann til umráða á vinnu- stað. Auk þessarar íbúðar höfðu þau til umráða „dacha“, eða sumarbú- stað niður með fljótinu, og stóran aldingarð þar umhverfis. Þarna dvöldust þau um sunnudaga, en laugardagsfrí er ekki í Rússlandi, þar vinna menn fulla sex daga á viku. Þangað buðu þau vinum sín- um í veizlur og til að veiða í ánni, en vinirnir voru yfirboðarar hús- bóndans, lægri embættismenn og menn úr „flokknum", auk skyld- menna. Fyrirtækið hafði hressing- arhæli suður í Kákasus og tvo hvíldarstáði hjá Svartahafi, og þangað fóru þau hjónin á hverju sumri í fríi húsbóndans. Annars er það sérstök ríkisstofnun sem út- hlutar dvalarleyfum þar. Og þótt ætíð vildu fleiri komast þangað en unnt var að taka á móti, fekk þessi maður þar alltaf inni fyrir sig og fjölskyldu sína. Sonurinn skýrði þetta þannig: „Pabbi vinnur mikið, oft 11—12 klukkustundir á dag. Fyrir nokkr- um árum kom það fyrir að honum var neitað um dvalarleyfi þar syðra. En þá fór hann bara til „réttra“ manna og kippti í „rétta strengi" og svo kom hann heim með þriggja vikna dvalarleyfi. Mamma var í sjöunda himni ....“. Verkamenn. 1 Leningrad hitti eg miðaldra verkamann, og hann hafði aðra sögu að segja en sonur yfirvél- stjórans. Hann var kvæntur og átti fjög- urra ára dóttur og sjö mánaða gamlan son. Þau hjónin urðu bæði að vinna, en móðir hans' gætti barnanna heima. Þau áttu fimm heima í gömlu húsi í útjaðri Len- ingrad og höfðu þar til umráða eitt lítið og skuggalegt herbergi, en sameiginlegt eldhús var fyrir alla í húsinu. Með því að vinna bæði alla daga, fengu þau um 900 rúblur á mánuði í kaup, og áttu fullt í fangi að geta lifað á því. „Það hrakkur svona rétt aðtins fyrir mat“, sagði hann, „en hverju eigum við að klæðast? Einir skór í meðallagi kosta 400—500 rúblur. Hvar eigum við að fá peninga fyr- ir skóm?“ Verksmiðjan, sem hann vann við, úthlutaði nokkrum hvíldarstöðum á hverju sumri, en hann hafði að- eins einu sinni orðið þeirrar náð- ar aðnjótandi og fekk þá inni í skógarkofa skammt frá Leningrad, en varð að greiða þar húsaleigu og ferðakostnað. „Það eru „Stakhanovítar“ og „nachalstvo" (yfirmennirnir) sem ganga fyrir og þeir fá allt ókeypis", sagði hann. Þessi maður þráði það eitt að fá svo vel launaða vinnu, að hann gæti fengið betra húsnæði. Hitt. fannst honum eðlilegt að kona sín yrði að vinna, enda þótt hún hefði barn á brjósti. Mér varð á að bera hann saman við son yfirvélstjórans Þessi maður gekk í snjáðum verka- mannafötum, hendur hans voru siggrónar og óhreinar og hann var þreytulegur í gangi. En sonur yfir- vélstjórans var í dýrum sumarföt- um hafði snjóhvítar hendur og fágaðar neglur ,og var léttur í spori. Hér var mannamunur! Óhófs munaður. Mér var sagt, að enda þótt tækni- legir sérfræðingar lifðu við alls konar „lúxus“, þá væri það þó ekk- ert á móts við „flokksforingjana1' Þeir búa í skrautlegum höllum, umgirtum stórum görðum, hafa þjóna á hverjum fingri, klæðast dýrindis fötum og lifa á kræsing- um. Sérstakar stofnanir eiga að sjá þeim fyrir öllum munaði, og þeir geta dregið sér fé eins og þeim sýnist. Hér er engin gagnrýni, sem venjuleg er meðal lýðræðisþjóða. Hér eru engin blöð sem segja þeim til syndanna, þeir bera enga á- byrgð gagnvart almenningi og ekki þurfa þeir að óttast kosningar. Þvi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.