Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 16
612 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞAÐ var ógurlegt þrumuveður og reiðarslögin komu hvert af iðru. Foreldrar Johnny litla, sem okki var nema 5 ára, heldu að íann væri hræddur og gæti ekki 'ofið. Þau lit i því inn í svefn- íerbergið hans. Hann opnaði að ;ins augun og spurði: — Hvern skrattann er hann jabbi að fikta við sjónvarpið núna? ! í ! ! ! — Mér þykir leitt að þú skulir rafa orðið neðstur í skólanum. agði pabbi. — Það gerir ekkert til, pabbi. bað er kennt nákvæmlega það -ama í báðum endum. ! ! ! ! ! Sigga Iitla átti að gæta yngra bróður síns úti í garði. Skyndi- lega kemur hún hlaupandi inn tiJ mömmu og hrópar: — Mamma, mamma, flýttu þér, hann Jónsi litli er kominn úr kónum og sokkunum og ef þú verður ekki fljót þá verður hann bráðum berfættur um allan 'croppinn. ! ! ! ! ! Anna litla virtist heldur treg- gáfuð svo að foreldrar hennar fengu sálfræðing til að líta á hana. Hann byrjaði: — Hvað hefir kötturinn mörg eyru? — Tvö. — Og hvað hefir hann marga pætur? — Fjóra. — Og hvað hefir hann margar rófur? — Hamingjan sanna, hefurðu ldrei séð kött? ! ! ! ! ! Einhvern morgun sagði Kalli litli við föður sinn: — Nú dreymdi mig skemmti- egan draum í nótt. Mig dreymdi að eg fekk hæsta vinninginn f lappdrættinu. Um kvöldið fór hann snemma ð hátta og þegar pabbi spurði vernig á því stæði sagði hann: — Eg ætla að láta mig dreyma iftur að eg fái hæsta vinninginn í happdrættinu, en nú ætla eg að ná í hann áður en eg vakna. HRINGEKJA Á veggnum hjá mér hangir myndin Hringekja, sem Ferró skóp. Engum mun hún finnast fyndin. Ferleg sýnd er þar mannkindin. Búka vantar vofuhóp. Hausar fram til vinstri velta, vegur þeirra er dauðans kelta. Að þeim rotnir rakkar gelta. Rennur blóð um herrans kverk. Þessa fylking andar elta, öflin frægu, geysisterk. Djöfull óttast kross og klerk. Aðrar svo til hægri hverfa hauskúpur á niðurleið. Brúnir skarpar beinið sverfa, betri framtíð sjaldan erfa. Hringferðin er heljarreið. Enginn lífsins stöðvar strauma. stöðugt minkar rúmið nauma. Allar verur eiga drauma: Ást og traust og fyllra líf. Haltu, vit, í heimsins tauma, hrjáðum sálum veittu hlíf. Deigan gerðu dauðans hníf. Frið og stríð í stirðum dansl sturlað mannkyn horfir á, nafn sitt les á kistu og kransi, kvartar undan draugafansi. Alheimsfriðinn allir þrá. Talar mynd með lit og línum, lýsir þögul huga sínum, rembist ekki í ramma fínum, reynir ekki lofti að ná. Vér á hringferð heimsins blínum, hraðinn eykst, og menning há skelfur undan skapavá. ARNGRlMUR SIGURÐSSON SKEEÐARVOGUR Nöfn á ýmsum nýum götum í Reykja -vík eru þegar farin að afbakast 1 dag- legu tali. Svo er um Skeiðarvog, hann kalla nú flestir Skeiðavog, hvort sem þeir halda nú að nafnið sé dregið af Skeiðum í Árnessýslu, eða þá hreint og beint af matskeiðum. En gatan er kennd við skip, skeið, og heitir því Skeiðarvogur. Annars hefir „skeið“ ýmsar merkingar, eins og sjá má á þess -ari gömlu vísu: Gekk hann oft um gljúfra skeið, glaður bar að munni skeið, hesti sínum hleypti á skeið, hart í vefstól lamdi skeið. VÍSA Séra Stefán Þorleifsson, prófasts Skaftasonar, var hagmæltur og kastaði oft fram vísum og er talsvert til af þeim enn. Þetta er ein: Þótt fari menn um fold og mar og firðum lukkan dilli, eins er hann dauði alls staðar enda heims á milli. Franz Jósep Austurríkiskeisari fekk um ævina 25 sinnum hærri laun hjá ríkinu, heldur en allir forsetar Banda- ríkjanna höfðu fengið frá upphafi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.