Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Síða 11
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 623 miðrúmið. Schopka sneri við. Á meðan höfðu tveir undirfor- ingjar reynt að loka aftari lúgu miðrúmsins, eftir að þeir höfðu dregið verkamennina inn fyrir. Þeim heppnaðist þetta ekki alger- lega. Lúgan var að nokkru leyti opin, vegna þess að þrýstilofts- slanga, sem var undin með stálvír, lá niður um turninn, miðrúmið og inn í vélarúmið. Meðan mennirnir reyndu af öllum lífs og sálar kröft- um að þrýsta lúgunni aftur, leitaði Schopka æðislega að einhverju verkfæri, til þess að höggva sund- ur slönguna með. Að lokum fann hann stóran skrúflykil og hjó hana í sundur með honum. Loksins. En ennþá streymdi sjórinn niður úr turninum. Þeir gátu ekki náð slöngunni úr efri lokunni. Einn dró þá lampakapal gegnum hand- fangið á lokunni og allir mennirn- ir þrír hengu í henni og reyndu að toga lokuna þétta. Þetta heppn- aðist ekki alveg. En til allrar ham- ingju var vatnsþrýstingurinn ekki mikill, því U-52 lá aðeins á 11 m. dýpi. Undirforingjarnir tveir reyndu þá að lyfta bátnum með hjálp þrýstiloftsins en þessar tilraunir voru til einskis, þar sem köfunar- tankarnir voru tómir og lokaðir. Þar sem blandan af sjó og olíu náði nú mönnunum upp undir hendur, reyndu þeir að hreinsa klefann með aðaldælunni. Þessi til- raun heppnaðist að nokkru leyti. Sjórinn, sem rann inn í miðrúmið var nú aðeins rétt fyrir ofan gólf- plöturnar. Það var mikil blessun að rafmagnsljósin heldu áfram að loga. Við birtu þeirra gátu þeir séð að átta menn voru lokaðir inni í miðrúminu, fjórir undirforingjar, tveir sjómenn og tveir verkamenn. Báturinn hallaðist 20 gráður á stjórnborða. Skyndilega fundu þeir sterka lykt, og fengu hósta. Lyktin kom frá kalcium-hylkjunum, sem voru notuð til þess að hreinsa loftið. Þau lágu nú í sjó. Mikil hætta var á að þeir köfnuðu, — verkamennirnir hrópuðu upp yfir sig af hræðslu. Mennirnir flýttu sér að ná í hylkin og koma þeim fyrir, þar sem vatn gat ekki náð þeim og mátti það ekki seinna vera. Ennþá hélt vatnið áfram að streyma inn í miðrúmið á óteljandi stöðum. Op voru í kringum raf- magnsvírana og talpípurnar. Tal- pípunum var lokað og troðið í önn- ur op eftir því, sem hægt var. Ein- hverjum kom þá það snjallræði í hug að hleypa inn þéttilofti, til þess að hamla á móti innstreym- inu. Þetta hafði góð áhrif á ástand- ið og í nokkurn tíma var allt ró- legt. Hinn alvarlega særði vélamaður lá á gólfinu og stundi. Þessi óham- ingjusami maður hafði kastast við sprenginguna alla leið úr rafvéla- rúmi gegnum olíuvélarúm, um 13 m vegalengd. Hafði hann hlotið við það mikil innvortis meiðsl. Smám saman misstu vélstjórinn og verkamennirnir kjarkinn. Hinir veltu fyrir sér hvað bezt mundi að gera. Fyrst vildu þeir láta vita að þeir væru enn á lífi og byrjuðu því að „morsa“ á skipsskrokkinn með skrúflykli: „Átta menn eru á lífi. Miðrúmið er að fyllast. Hve- nær verður okkur bjargað?" Löng bið Þannig leið og beið fram eftir öllum degi, og hver stundin var lengi að líða. Kl. 14 drápust raf- ljósin. Þá var gripið til neyðar- lampa og logaði á honum sex stundir. Eftir það voru þeir í myrkri. Heyrðu þeir gefin ýms neðansjávarmerki en gátu ekki lesið úr þeim vegna taugaæsings.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.