Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Blaðsíða 2
646 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ekið betur en þeir gera. Það er und- arlegt, að maður sem tekur því með þökkum að sett sé út á hvern- ig hann leikur golf eða spilar bridge, stenzt ekki reiðari en ef sagt er að hann geti látið sér fara xram í bílstjórn. í nvert skipti sem maður kem- ur til okkar og vill ganga undir meira próf og segir um leið að hann sé ekki viss um hvort hann muni standast það, þá tel eg það .góðs vita. Það sýnir að maðurinn er sér þess meðvitandi, að hann ekur ekki vel. Hann er kominn tii þess að fá leiðbeiningar um hvern- ig hann geti bætt úr því sem áfátt er við bílstjórn hans. Og það er virðingarvert. Einn af stærstu ókostum bíl- stjóra er að gera allt á seinustu stundu og tefla þannig á tæpasta vaðið. Þeir æða inn í umferð eða fyrir horn, án þess að gefa merki, né skipta um gír. Þetta er ætíð stórhættulegt. Óvanir bílstjórar ættu ætíð að skipta um gír þegar þeir eru 90 fet frá þeim stað, þar sem nokkur hætta getur verið á ferðum. Annar hættulegur ósiður er sá flð aka alveg upp að útblásturspípu næsta bíls á undan. Bil á milli bíla má aldrei vera minna en sem svarar fimm fetum fyrir hvern km. ökuhraða eða meira. Óteljandi slys hafa hlotizt af því, að bílstjór- ar hafa ekki gætt þessarar reglu. Lítið dæmi getur sýnt hvað héi er átt við. Með 60 km hraða á klukkustund fer bíllinn 1 km. eða 1000 metra á hverri mínútu, eða um 17 metra á sekúndu. Ef hætta er nú framundan, þá er enginn bílstjóri viðbragðsfljótari en svo, að hann þarf sekúndu til þesi að gera öryggisráðstafanir sínar en á þessari hálfu sekúndu fer bíll- inn 8% metra, eða rúmlega 25 fet, og enn lengra ef hraðinn hefir verið meiri. Kvöldhark Gatan ómar af ys -og harki og æpandi vélaklið. Nú una fáir hvildinni heima og hljoðlatum kvoldsins frið. í æsihraða er flykkst og flogið, svo friðlaust um torg og stétt. Og enginn skeytir um óróans spjöll, né annarra náðarrétt. Einveruhelginnar engir leita í ofvæni tryllingsins. Hávaði, brölt og bægslagangur, er boðorð hins nýja heims. — KNÚTUR ÞORSTEINSSON frá Úlfsstöðum. Góður bílstjóri varast þetta, og hann ekur aldrei með 50 km. hraða á gatnamótum. Aðgætni og vakandi vitund um að alls staðar getur hættan legið í leyni framundan, er aðalsmerki góðs bílstjóra. Sjái hann bregða fyrir smáum fótum undir bíl sem stendur kyrr á götu, eða eitthvert gamalmenni vera að staulast út á götuna, þá gerir hann sínar varúð- arráðstafanir í tíma. Og það er skylda hans að hafa vakandi auga á gangandi fólki, einkum börnum og gamalmennum. Ýmsar firrur hafa komið fra.n í tali manna um það, hvort bíl- stjórar eigi að nota blásturshorn bílanna. Eg hefi hvað eftir annað heyrt því haldið fram, að æfðir bílstjórar geri það aldrei. Sann- leikurinn er sá, að góður bílstjóri þeytir hornið í réttan tíma, til þess að aðvara börn, fullor.ðið fólk og skepnur. Hann notar það sem við- vörun, en ekki til þess að hræða eða gera hverft við. Einn er galli á venjulegu bílprófi, sem menn hafa ekki veitt nægi- lega athygli. Þótt mönnum gangi vel að stjórna kennslubíl, þá er ekki þar með sagt að þeir kunni að stjórna öðrum bílum á mikilli ferð. Mönnum er kennt á bíl, sen hefir afllitla vél, en þótt þeir seu leiknir í að stýra honum, þá er ekki þar með sagt að þeir geti stjórnað einum af þessum kraftmiklu nýu bílum, sem geta farið 50 metra á sekúndu. Það er lífsnauðsyn, að bílstjórinn hafi fullt vald á bílnum og kunni öll tök á honum, hvort sem hann hefir kraftmikla eða kraftlitla vél Góður bílstjóri gætir þess jafnan að hafa rétt gír á bílnum, vera réttu megin á veginum, og aka aldrei með óleyfilegum hraða. hvernig sem á stendur. Bílstjórar eiga að vera leiknir í því að skipta um gír, úr fyrsta í fjórða og öfugt. Eins verða þeir að kunna að beita hemlunum rétt og hóglega, og er það mjög þýð- ingarmikið. Bílstjórar ættu að æfa sig sérstaklega í þessu, fara út á einhvern fáfarinn veg, setja pappa- glas með vatni á vélhúsið, aka svo áfram, skipta um gír sitt á hvað og hemla — án þess að glasið velti um koll. Margt geta bílstjórar lært af bók- um, og einhver bezta bókin, sem þeir geta fengið, er „Road Craft“ sem gefin er út af' hinu opinbera sem handbók fyrir lögregluþjóna En lögregluþjónarnir eru án efa beztu bílstjórarnir í Bretlandi. Aróðursmaður var að koma af æs ingafundi og lenti þá í strætisvagm hjá presti, og þá var sjálfsagt að ypp kífi við hann. — Það er ekkert himnaríki til, byrj- aði hann. Prestur ansaði engu. — Heyrðuð þér ekki hvað eg vai að segja? Það er ekkert himnaríki til og eg ætla mér ekki að fara þangað. Þá sneri prestur sér að honum og mælti lágt: — Jæja, farið þá í hinn staðinn, en segið ekki nokkrum lifandi manna frá þvi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.