Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 647 Kynjaverur í sjó og vötnum II. Sæslöngur eru ekki hugarfóstur I regindjúpi hafsins býr fleira en Jón Indíafari segir svo frá, er hann var á skipi úti fyrir kastalanum Dansborg á Indlandi: — Einn dag, er vér hugðum til lands að fara, lit- um vér einn ógurlega stóran sjóarorm, sá uppi mókti meir en einn eyktar tíma, rétt á þeim vegi, sem vér áttum um að fara til lands. Yfir hann vatnaði í 9 stöðum, og meintu menn hann 900 álna lengdar eða minni kannske. Hlutum vér við skipið í 2 daga kyrrir að blífa sakir ótta, er af slíkri skepnu og hennar stær^ar ofbjóð mn læsir sig i mannsins hjarta. FRÁ alda öðli hafa gengið margar sögur um alls konar skrímsl í haf- inu. Konungsskuggsjá segir frá skrímsli því í Grænlandshafi, sem kallað er hafstrambur og lýsir því svo: „Það skrímsl er mikið vexti og að hæð og hefir staðið rétt upp úr hafinu Það hefir svo sýnzt, sem það hafi haft mannsherðar, háls og höfuð, augu og munn, og nef og höku. En upp frá augum og brún- um, þá hefir verið því líkast sem maður hafi haft á höfði hvassan hjálm. Axlir hefir það haft svo sem maður, en engar hendur. Og svo hefir það sýnzt, sem þegar hafi það spengzt frá öxlum ofan og æ því mjórra, er það hefir neðar meir verið séð“. Svipuð skrímsl hafa menn þózt sjá um öll höf og eru sagnir um það óteljandi. En ef gengið er fram hjá öllum þeim sögnum, sem ekki eru vel vottfestar, þá eru þó enn eftir um fimmtíu frásagnir, sem ekki er hægt að rengja, vegna þess að þær eru komnar frá merkum mönnum. Og þær eru komnar úr öllum áttum, frá Atlantshafi alla leið frá Grænlandi og íslandi til suðurodda Afríku, úr Kyrrahafi, einkum í grennd við Hawaii-eyar, Kaliforníu og Alaska. Ennfremur frá Indlandshafi. Elzt af þessum frásögnum er lýs- ing Hans Egede á sjóskrímsli sem hann sá vestan við Grænland á trúboðsferð sinni þangað. Hann segir svo: Júlí 1734. Hinn 6. sást hræðilegt sjóskrímsl, sem teygði sig svo hátt upp úr sjónum, að það gnæfði yfir stórsigluna á skipinu. Það var með mjóa trjónu, stór og breið bægsli, og á því var hart skinn. Að neðan var það í laginu eins og slanga, og þegar það fór í kaf, fleygði það sér aftur á bak, en við það kom sporðurinn upp úr sjó, um skips- menn þekkja lengd frá efri hlutanum.---- Næsta fregn um sjóskrímsl kom fáum árum seinna, eða 1745. Lorenz von Ferry liðsforingi var þá á ferð á iitlum báti frá Þrándheimi til Molde Veður var ágætt og skrímsl- ið kom upp rétt hjá bátnum og synti hraðar en þeir gátu róið. Liðsforinginn greip byssu sína og skaut á það en við það hvarf það í sjóinn og sást ekki framar. Næst kemur svo frétt um skrímsl hjá ströndum Nýa Engiands. Sú frásögn er staðfest að eiðsvörnum vitnum hjá Lonson Nash friðdóm- ara. Fyrsta vitnið var Salomon Alien skipstjóri og er frásögn hans á þessa leið: — Eg, Salomon Allen skipstjóri, vitna og segi, að eg hefi séð undar- lega sjóskepnu, sem eg hygg að verið hafi slanga, í höfninni í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.