Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Blaðsíða 4
648 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Glaucester. Eg gizka á að hún hafi verið 80—90 fet á lengd, á digurð sem hálftunna, og með hryggjar- liðum frá haus að sporði. Hausinn var ekki ósvipaður haus á skrölt- ormi, en álíka stór og hrosshaus. Þegar hún synti fór hún mjög hægt. Og þegar hún hvarf var sem hún sykki beint niður. Hún var dökkbrún á lit og eg sá ekki neina bletti á henni.-------- Einna frægust er svonefnd Dae- dalus-sæslanga, sem sást 6. ágúst 1848. Herskipið Daedalus var þá statt á sunnanverðu Atlantshafi um miðja vegu milli Góðvonarhöfða og St. Helenu-eyar. Það var að koma austan úr Indlandshafi og skipherra þess hét Peter M’Quhae. Seinni hluta þessa nefnda dags hitti það „sjóslönguna“. Þegar skipið kom til Lundúna komst fregnin um þetta í „Times“ og skor- aði þá flotamálaráðuneytið á skip- herrann að gefa skýrslu um þetta og greina nákvæmlega staðinn. Þá ritaði skipherra bréf til yfirmanns síns, Sir W. W. Gage og segir þar svo: — Eg hefi hér með þann heiður að tilkynna flotamálaráðuneytinu, að það var kl. 5 að kvöldi hins 6. ágúst sL, var vér vorum staddir á 24 gr. 44 mín. suðurbreiddar og 9 gr. 22 mín. austurlengdar. Veður var þá dimmt og loft skýað. Þá sá Mr. Sartoris stýrimaður eitthvað óvenjulegt rétt fyrir framan skipið. Þegar okkur var tilkynnt þetta, sáum við að þarna var óhemju stór sæslanga og teygði höfuðið alltaf um 4 fet upp úr sjónum, og eftir því sem við gátum komizt næst, sást á um 60 fet af ófreskjunni, en á þeim hluta voru engin sundfæri. Aftan við höfuðið heíir hún verið um 15 eða 16 þumlungar í þver- mál, liturinn var dökkbrúnn, en ljósleitari eða gulur á hálsinum. Engir voru uggar á því, en eins og fax á hrossi niður eftir hryggnum. Þetta sáu margir menn (sem hann nafngreindi).--------- Þegar þessi saga barst út, kom fregn um að annað skrímsl hefði sést hjá Halifax í Nýa Skotlandi hinn 15. maí 1833. Sjónarvottar voru fjórir kanadiskir liðsforingj- ar og kaupmaður í Haifax. Þeir gáfu sameiginlega yfirlýsingu um það, sem fyrir þá hafði borið, og var hún á þessa leið: — í 150—200 yards fjarlægð frá báti okkar sáum við höfuð og háls á einhverri sjóskepnu og var hún á sundi. Við gizkuðum á að hún mundi vera um 50 fet á leftgd. Hér var ekki um neina missýning að ræða. Hausinn töldum við að vera mundi um 6 fet á lengd. Hálsinn var að digurð eins og bolur á með- alstóru tré. Litur á haus og hálsi dökkbrúnn, eða nær svartur, en með óreglulegum ljósum rákum. — Þá kom og önnur tilkynning frá George Hope skipherra á herskip- inu Fly: — Við vorum staddir í Kaliforníuflóa, sjór var spegilslétt- ur og gagnsær. Þá sáum við á botn- inum einhverja stóra sjóskepnu er líktist alligator um haus og háls, nema hvað hálsinn var miklu lengri, og í staðinn fyrir fætur hafði skepna þessi fjögur stór bægsli, er líktust bægslum á skjald- böku. --------- Árið 1893 var gufuskipið Umfuli á leið frá Natal til Lundúna. Mánu- daginn 4. desember kl. 2 skrifar stýrimaður í dagbók skipsins: ,Logn og sléttur sjór“. Kl. 5.30 skrifar hann aftur í dagbókina: „Sáum sæskrímsl sem var eins og slanga í laginu og um 80 fet á lengd, sigldum fram hjá því í 500 yards fjarlægð eða þar um bil“. Skipstjórinn á Umfuli hét R. J. Cringle. Hann sá skepnuna líka og ennfremur margir skipverjar og flestir farþeganna, en þeir voru 80. Cringle skipstjóri sagði að skepn- an hefði hvað eftir annað dýft hausnum niður í sjóinn, stundum hafi hún gapað og þá hafi hann séð tennur í henni, og vel sagðist hanr hafa séð augun. Hann sagði að hún hefði verið dökkbrún að lit og líkt og hvelja á henni, en þó hefði ekki verið gott að greina það, hún hefð eins vel getað verið snögghærð. Þegar hér var komið höfðu marg ir málsmetandi menn séð sæslöng- una og lýst henni, en meðal þeirre var enginn náttúrufræðingur. Það var ekki fyrr en 1905 að náttúru fræðingum gafst kostur á að sjf þessa skepnu. Þá var skemmti- ferðaskipið Valhalla á siglingu úl af Brazilíuströnd og voru á þvi tveir náttúrufræðingar, E. G. B Meade-Waldo og Michael J. Nicoll báðir félagar brezka dýravísinda félagsins (The British Zoologicai Society). í skýrslu til félagsin sagði Meade-Waldo þannig frá: — Það var 7. desember 1905 kl 10,15 að morgni, að við Nicoll stóð- um á skutpalli skipsins. Segir hann þá allt í einu: „Er þetta uggi á ein hverjum stórfiski?" — Eg leit þangað er hann benti og sá þá þaralitan ugga eða horn standa upp úr sjónum og virtist það ójafnt í röndina. Það var eitthvað um f fet á breidd og stóð 18—24 þuml unga úr sjónum. Eg náði 1 sjónauk ann minn og beindi honum aft þessu, en um leið kom stórt höfuð og háls upp úr sjónum. Hálsinn var að gildleika eins og meðalmaður, og 7—8 fet af honum voru ofan- sjávar; höfuðið virtist ekki meira fyrirferðar, en var ekki ósvipað skjaldbökuhaus og augað var lík1 og í skjaldböku. Liturinn á hausn- um og hálsinum var dökkbrúnn að ofan en ljósari að neðan eða jafn- vel hvítur. Þrátt fyrir þetta voru báðir dýra- fræðingarnir vissir um að þetta var ekki skjaldbaka, en sögðu að vel gæti verið að það væri sams konar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.