Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 649 skepna (líklega spendýr) eins og þeir á Deadalus sáu forðum. í fyrri heimsstyrjöldinni komst þýzkui kafbátur (U-28) í kynni við sæskrímsl á einkennilegan hátt. Kafbátsforinginn, Freiherr von Forstner, taldi þó rétt að halda ekki þeirri sögu á loft. En eftir stríðið voru öll blöð álfunnar full með frásagnir af skrímslinu í Loch Ness, og þá birti hann frásögn sína, en hún er á þessa leið: — 30. júlí 1915 skutum við í kaf enska skipið Iberian í norðanverðu Atlantshafi. Skipið sökk þegar. Eftir nokkra stund varð sprenging í því neðansjávar. Ekki vissum vér hve djúpt það var þá komið, en áreiðanlega hefir dýpið verið um 1000 metrar. Braki úr skipinu skaut upp úr sjónum, og þar inn á milli var sæskrímsl nokkurt, sem engdist mjög sundur og saman. Það hefir flogið 20—30 metra upp úr sjónym. Vér stóðum þá sex á stjórnpalli og virtum fyrir oss þessa furðusýn. Því miður gátum vér ekki tekið mynd af skrímslinu, því að það var aftur komið í sjóinn eft- ir 10—15 sekúndur. Það hefir ver- ið um 20 metra langt. líktist nokk- uð gríðarstórum krókódíl, og var með fjögur stór bægsli og trjónu- myndað höfuð.----------- Þegar farið var að rengja þetta, sagði von Forstner, að þetta hafi hann séð og „hann vildi ekki draga einn meter af lengd dýrsins“. Rétt fyrir hádegi 30. desember 1947 rakst skipið Santa Clara á sæskrímsl um 118 sjómílur austur af Cape Lookout í N.-Carolina, Bandaríkjunum. Skipstjórinn, J. Fordan, skýrði frá þessu og birti Associated Press frásögn hans. Hún var á þessa leið: — Þriðji stýrimaður, John Axel- son, sá allt í einu líkt og slöngu- haus upp úr sjónum um 30 fet framan við kinnung skipsins á stjórnborða. Hann rak upp undr- unaróp og þá sáu hinir tveir stýri- mennirnir það um leið og skipið rakst á það og að það barst svo aftur með skipinu. Hausinn á þess- ari skepnu virtist vera um 2 fet í þvermál og 5 fet á lengd. Háls- inn vai sívalur og búkurinn og um 3 fet í þvermál. Þegar skrímslið flaut aftur með skipinu, mátti sjá að sjórinn umhverfis það var rauð- ur. Það sem sást af skepnunni var um 35 fet á lengd. Rauði liturinn á sjónum mun hafa verið blóð, því að skipið hefir sneitt ófreskjuna sundur í tvennt. Frá því að skepn- an sást og þangað til hún hvarf aftan við skipið, barðist hún um eins og hún væri tryllt. Hún var dökkbrún á lit og gljáði á hana. Engir uggar eða bægsli voru á henni. Snemma á árinu 1955 var vél- bátur á veiðum um 20 sjómílur út af Walvis Bay. Sáu fiskimenn þá ólgu mikla í sjónum skammt frá sér, og rétt á eftir skaut þar upp skepnu er teygði sig um 5 fet upp i loftið og voru á henni „horn og stiklar". Síðan hvarf hún. Fóik sem var á baðströndinni Hout Bay í Suður Afríku í júlí 1955, sá skyndilega ólgu mikla skammt undan landi, og síðan rak einhver skepna hausinn þar upp úr sjónum, um f jögur fet, og hvarf svo aftur. Sams konar fyrirbæri sást í Bitish Columbia 1954 og tvisvar á árinu 1955. Sjónarvottar voru ýmsir málsmetandi menn, þar á meðal tveir embættismenn í British Columbia. FURÐUSKEPNUR SEM HAFA VEIÐZT Undarlegt má það þykja, að ef slíkar furðuskepnur vaði um öll höf, að enga þeirra skuli hafa rekið á land. Að vísu eru til margar frá- sagnir um að sæskrímsl hafi kom- ið á land, en á þeim er fátt hægt að byggja, yegna þess að sjaldnast hafa náttúrufróðir menn komið þar nærri. Hitt er aftur á móti sannað, að í sjónum lifa ýmsar kindur og geta orðið furðu stórar. Og sumar þeirra svara að nokkru til lýsinganna á „sæslöngunum“ hér að framan. Ánð 1930 veiddi rannsóknaskipið Dana merkilegan ál í sunnanverðu Atlantshafi á eitthvað 1500 feta dýpi. Hann var ekki frábrugðinn venjulegum ál að öðru en því, að í honum voru 450 hryggjarliðir í stað þess að í venjulegum ál eru 150 hryggjarliðir. Þetta var ungur áll, en ef hann hefði fengið að vaxa og ná fullri stærð, gizka menn á að hann mundi hafa orðið 50—60 fet á lengd, og eitthvað milli 3 og 4 lestir að þyngd. Hausinn á hon- um mundi þá hafa verið orðinn geisistór og mest hafa líkst haus á flóðhesti. En margir af þeim, sem þykjast hafa séð sæslöngur, hafa sagt að hausinn á þeim væri eins og á flóðhesti eða hesti. Eftir því sem fróðir menn segja, mundi þessi risaáll hafa haft horn og stikla og stór útstandandi augu. Heimkynni hans eru á miklu dýpi eða 1500—6000 metra, svo að ekki er auðvelt að ná í hann. En rask á sjávarbotni eða fæðuskortur, geta knúið hann til þess að leita upp í sjóinn og jafnvel upp á yfirborð. Arið 1933 veiddi rannsóknaskip í sunnanverðu Atlantshafi (um 240 sjómílur vestur af Suður Afríku) fisk þann er Bretar nefna árafisk eða bandafisk (oar-fish, ribbon- fish). Hann var 12 fet á lengd, en enn á æskuskeiði. Ef hann hefði fengið að lifa og ná fullum þroska, ætla vísindamenn að hann mundi hafa orðið 30 fet á lengd eða meira. Hausinn á þessum fiski er gríðar stór og er álíka þungur og búkur- inn. Á hausnum vaxa horn og stiklar. Viku seinna náði þetta rann- sóknaskip í axman sams kunax íisk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.