Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Blaðsíða 6
650 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS á 3000 feta dýpi. Hann var 41 fet á lengd og vóg rúmlega 700 pund. Þó sögðu vísindamenn að þetta væri ungviði! Þriðji kynjafiskurinn, sem veiðzt hefir nýlega, er kallaður „neon“- fiskur. Dregur hann nafn sitt af því, að í gini hans er sjálflýsandi blaðra. Fiskurinn mun hafast við á allmiklu dýpi og syndir þar með opnu gini. Smáfiskar, sem sjá birt- una af blöðrunni, renna á ljósið og hafna í gini hans. Fyrsti fiskur- inn, sem veiddist, var ekki nema rúm 5 fet á lengd og vóg tæp 400 pund. Skömmu seinna veiddist ann- ar „neon“-fiskur undan Ecuador- strönd, og var hann nokkru stærri. LEIÐANGUR TIL AÐ VEIÐA DJÚPSÆVISKINDUR Danski dýrafræðingurinn, dr. Anton Bruun, er nú að undirbúa leiðangur til þess að færa sönnur á, að sagnirnar um sæslönguna sé ekki uppspuni einn. Á fundi nátt- úrufræðinga, sem haldinn var í Kaupmannahöfn í sumar, helt hann því fram, að sögurnar um kynja- fiska í sjónum væri svo vel vitnum studdar. að ekki kæmi til neinna mála að skella skolleyrum við þeim. í djúpum hafsins væri enn kynjaverur, sem menn þekktu lítt eða ekki. Hann helt því fram, að í álum Atlantshafsins milli Afríku og Ameríku og í djúpálunum í austan- verðu Kyrrahafi, mundu hafast við risavaxin sjávardýr, sem menn hefði ekki hugmynd um að til væri, og dró líkur af því hve margar kynjaskepnur hefði sézt einmitt á þessum slóðum. Hann sagði að ekki kæmi til mála að segja að þessar kynjaskepnur hefði verið hvalir eða stórir hákarlar. Sjómenn þekktu svo vel hvali og hákarla, að þeir væri dómbærir á hvort þeir hefði séð þessar skepnur eða •inhverjar aðrar. Fyrsta kaupfarið sem knúið verður kjarnorku í BANDARÍKJUNUM er nú verið að undirbúa smíði fyrsta kaupfars- ins, sem knúið verður með kjarn- orku. Ef allt gengur eftir áætlun, mun kjölur skipsins lagður í vor, en skipið hlaupa af stokkunum ári seinna. Síðan verður aflvélin sett í það og mun það geta hafið ferðir snemma á árinu 1960. Skipi þessu er ætlað að flytja bæði flutning og farþega. Það verð- ur um 590 fet á lengd og hraði þess er áætlaður 21 míla á klukkstund. Það hefir rúm fyrir 10 þús. lestir af varningi, eða álíka og „Liberty“- skipin báru. Gert er ráð fyrir að það hafi með sér upphaflega svo mikið úraníum eldsneyti, að það endist því í 2y2 ár, en á þeim tíma ætti það að hafa getað farið fíu ! Dr. Bruun er nú að undirbúa vísindalegan leiðangur til rann- sókna við vesturströnd Afríku og djúpt suður í Atlantshaf. Þaðan er svo íörinni heitið vestur í Kyrra- haf og verður reynt að veiða und- an ströndum Ecuador og British Columbia. Hvaða sjóskepnur hyggst hann munu finna? Hann þorir ekki að fullyrða neitt um það. Hann segist ekki einu sinni vita hvaða beitu slíkir stórfiskar taka. Þar verði menn að þreifa sig áfram. Máske beitir hann uxahöfði eins og Þór, þegar hann fór að veiða Miðgarðs- orm, enda svipar þessum svoköll- uðu sæslöngum til Miðgarðsorms. En hvað sem um það er — dr. Bruun er ákveðinn í því að ná í eitt „sjóskrímsl“, að minnsta kosti. (Samantekið að mestu úr „Galaxy Science Fiction" og „VYide World“). sinnum umhverfis hnöttinn. Elds- neytisbirgðirnar eru hafðar svc miklar, til þess að sem sjaldnas' þurfi að koma nýum eldsneytis birgðum fyrir í því. Kjarnorkuvélin verður svipuí kjarnorkuvélinni í kafbátnun „Nautilus“, nema hvað hún verðu miklu ódýrari í rekstri. En „Nautil us“ hefir nú siglt 80 þús. sjómílui og aidrei verið neitt athugavert við vélina. Að ytra útliti verður skipið noklt uð frábrugðið öðrum skipum, þv að enginn verður á því reykháfur inn og talið er að stjórnpallur mur verða einna svipaðastur stjórn klefa í stórri flugvél.* Þægind verða þar svipuð og á öðrum skip um fyrir farþega: sundlaug, stói setusalur o. s. frv. En gert er rá< fyrir að setja stóra ugga á skipið svo að það verði stöðugra í sjó o mönnum síður hætt við sjóveiki. Fyrst í stað verður skipið láti sigla með ströndum fram og teku þá hvorki flutning né farþega, ei boöíð verður fjölda mörgum vís indamönnum að ferðast þá me? þvi. Næsti áfanginn verður svi sá, að skipið verður sent til ann ara landa og sýnt þar. En að þv loknu mun það hefja reglubundn ar ferðir með farþega og varning Gert er ráð fyrir því, að skipið muni kosta 42,5 millj. dollara full smíðað. Skiptist sá kostnaðu' þannig, að skipið kostar 18 milljón ir dollara, kjarnorkuvélin, með kötlum, túrbínum og öðrum út- búnaði 21 millj. dollara, og úraní- um til eldsneytis 3,5 milljónir dollara. Tvennum sögum fer um það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.