Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK ívxORGUNBLAÐSINS 651 hvort skip þetta muni borga sig, en þeir, sem standa að smíði þess. eru ekki í neinum vafa um að kjarnorkuskipum muni brátt fjölga mjög. Þeir segja, að reynsl an af smíði þessa skips, muni kenna mönnum svo margt, að áður en það sé fullsmíðað, muni 3—4 önn- ur kjarnorkuskip verða í smíðum Talið er að þar verði aðallega um miklu stærri skip að ræða, svo sem stærstu skemmtiferðaskip, olíu- flutningaskip og skip sem ætluð eru til þess að flytja málmgrýti. í slíkum skipum gæti það margborg að sig að hafa kjarnorkuvélar. Er þar meðal annars bent á þá stað- reynd, að olíuskip, sem nú sigla frá Persaflóa vestur um haf brenni á leiðinni um 17% af því olíumagni, sem þau geta flutt. Það eru fleiri þjóðir en Banda- ríkjamenn, sem búa sig undir að smíða kjarnorkuskip. Bretar gera ráð fyrir því, að seint á árinu 1960 hafi þeir fullsmíðað olíuflutninga- skip knúið kjarnorku. Og það skip verður ekkert smásmíði, eða um 80 þús. lestir. Rússar hafa nú í smíðum kjarn- orkuknúinn ísbrjót, sem á að heita „Lenin“. Hefir þegar verið unnið að honum í rúmlega hálft annað ár Hann verður 440 fet á lengd og er gert ráð fyrir að hann geti farið með 18 mílna hraða á opnu haíi Kjarnorkuvélin í þessu skipi verð- ur allmjög frábrugðin þeim vélum. sem eru í bandarísku kafbátunum og verða í fyrstu kaupförunum þar. Mikill áhugi er meðal manna í Svíþjóð, Vestur-Þýzkalandi ~>g Japan um smíði kjarnorkuskipa. En búizt er við því að þessar þjóð- ir muni þurfa að kaupa kjarnorku- vélarnar í skip sín annað hvort af Bandaríkjamönnum eða Bretum. Svíar hafa þegar samið um kaup á 65 þús. lesta olíuskipi, sem á að verða fullsmíðað um 1963. Og þar eru uppi ráðagerðir um að smíða 100 þús. lesta olíuflutninga- skip knúið kjarnorku, og svo hrað- skreitt, að það geti farið 30 mílur á klukkustund. Sumir tala nú um að smíða grindaskip, knúin kjarnorku, en aðrir halda að heppilegra verði að smíða mjög hraðskreið kafskip. Gera þeir ráð fyrir gríðarstórum kafskipum, sem ætluð eru til olíu- flutninga og geti farið 67—70 mílur á klukkustund. Ef þessar áætlanir um hin stóru skip komast í framkvæmd, er hætt yið að breyta verði þeim höfnum er þau nota og dýpka þær að mikl- um mun. <8,-----------------------------------------------------------------—# ÞRÖSTUR / BERJALEIT Sé ég út í garðinum vorsins vini mína. Vetrarsetu hefur hér skógarþrösturinn. Eins og þegar sumarsólir skína syngur hann í trjánum við gluggann minn. Rauðu berin, rauðu berin reynir hann að tina í svanginn sinn. Von er þó ég finni hugans lindir hlýna fyrst heyra má í skammdeginu glaða sönginn þinn. Ég veit að stundum fennir í vetrarskóga þína. Ó, vinarljúfi þröstur, sem sporar garðinn minn. Rauðu berin, rauðu berin ráð er þá að tína í sarpinn sinn. Því skal ég víst ei berin af trjánum mínum tína svo tæmist ekki litli matarforðinn þinn, og feginn vil ég allur þér samúð mina sýna því söngvabrjóstið má ei þagna yfir veturinn. Rauðu berin bjargi þér unz birta fer og hlýna þú bróðir minn. KJARTAN ÓLAFSSON. ^—-____________________ . ' jk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.