Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Blaðsíða 8
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS CM Þetto gerðist í nóvembermánuði A Alþingi er komin tram tillag^ um að reisa petta minni -merki í Hrífudal á Fjölum, bú stad Ingólf Arnarsonai í Noregi. HIN svokallaða Asíu inflúensa varð að faraldri um allt landið. Þegar í bvrjun mánaðarins var hún orðin svo mögnuð í Reykja- vik að flestum skólum var iokað. Síðan varð að loka skólum í öðr- um kaupstöðum landsins. Undir mánaðamót mátti svo heita að veikin væri gengin um garð í Reykjavík og höfðu þá andast úr henni nokkrir tugir af öidruðu fólki. En þá var veikin enn í al- gleymingi út um land og í Vest rnanneyum lá þá fjöldi fóiks i lienni. VEBRATTA I byrjun mánaðarins gerði stórviðri norðan lands og slitnuðu niður síma- línur, en 18 simastaurar brotnuðu sunn -an við Húsavík. Upp úr því gerði hríð arveður og kyngdi niður miklum snjó íyrir norðan og austan svo að allir fjall -v^ir fyrir áustan Skagafjörð urðu ó- færir bilum. Um miðjan mánuð brá svo til hlýinda og hvarf þá allur snjór, en vegir urðu eins og á sumardegi Sunnan lands heldust þessi hlýindi til loka mánaðarins, en seinustu dagana var dálítið frost nyrðra. En seinasta dag mánaðarins var 7—10 st. hiti um land allt. í iok mánaðarins var allmikill ís fyrir norðan land, og strönduðu stórir borgarísjakar á Skagafirði og hjá Ströndum (28.) t’TGERÐIN Síld fór fyrst að veiðast fyrir Vest- urlandi um miðjan mánuðinn og var síðan saemilega góð veiði til mánaða- móta. En tíð var fremur óstöðug og erfitt að stunda veiðarnar vegna þess að þær voru djúpt undan landi. Þaö háði og að hörgull var á sjómönnum, svo að sumir bátar komust ekki á sjó fyrr en seint og síðar meir og sumir alls ekki. Um miðjan mánuðinn kom hlaup af smásíld inn á Eyafjörð og alla leið inn á Akureyrarpoll. Nokkrir bátar stund- uðu þar veiðar og lögðu mestan hluta ■flans upp í Krossanesi. Bafði verk- smiðjan þar tekið á móti 7400 málum fyrir mánaðamót (29.) Unnið var að því að i'á Síldarverk- smiðjur ríkisins til þess að kaupa bæ- artogara Siglufjarðarkaupstaðar (3.) Afli togara varð rýr í þessum mán- uði. Nokkrir sigldu með afla sinn á er- lendan markað og fekkst hátt verð I fyrstu ferðunum, bæði í Þýzkalandi og Englandi, en svo fell markaðurinn mik- ið og fengu sumir togarar lélegar söl- ur. Eitthvað virtist markaður vera að glæðast í Englandi undir mánaðarlok. Aðalfundur Landsambands íslenzkra útvegsmanna var í Reykjavík (21., 22.) Kom þar glöggt íram við hve mikla og vaxandi erfiðleika útgerðin á að stríða Greiðslur Útflutningssjóðs hafa á þessu ári numið nær 243 milljónum króní (23.) Tap á hverjum togara er nú talif rúmlega ein milljón króna á ári, en báta 140 þús. kr. (27.) Útgerðarmenn telja sig eigi geta gert út á næsta ári nema nýir samningar fáist við ríkis stjórnina. A þessu ári hafa verið 1344 útlend- ingar á fiskiskipaflotanum, aðallega Færeyingar. Nú hefir stjórn Félags færeyskra fiskimanna tilkynnt, að eng inn færeyskur sjómaður íáist á ís lenzk skip, vegna vanefnda á kaup greiðslum (17., 19.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.