Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 557 Smásagan HINN Eftir Rudyard Kipling Landspítalans. Eitt barnið fæddist and- vana en hin lifa og voru 7(6—8 merk- ur nýfædd (1.) Á málverkauppboði í Reykjavík seld -ist málverk eftir Ásgrím Jónsson fyr- ir 18.200 krónur (2.) Liíandi leðurblaka fannst í Selvogi, líklega komin hingað frá Ameríku (2.) Hannibal Valdimarsson féiagsmála- ráðherra og Einar Olgeirsson forseti Nd. Alþingis fóru á 40 ára minningar- hátíð kommúnista í Rússlandi (2.) Guðmundur Jóakimsson trésmiður frá Siglufirði fannst örendur í herbergi sínu í Reykjavík og hafði líkið legið þar lengi (3.) Fangar struku enn frá Litla Hrauni, en voru handsamaðir eftir nokkra leit (5.) 508.000 dilkum var slátrað hér á landi í haust og mun kjötið hafa orðið um 7680 lestir (13.) Hæstiréttur dæmdi íslenzkt vöru- merki út af vörumerkjaskrá vegna kröfu fyrirtækis í Hamborg (15.) Drykkjuskapur barna fer vaxandi, eftir því sem segir í skýrslu Barna- verndarnefndar Reykjavíkur (19.) Atvinnuleysi var í kaupstöðunum norðan lands, og hafa Akureyringai farið fram á að fá vinnu fyrir 25 menn á Keflavíkurflugvelli (19.) Fundur var í París til að ræða frí- verslun Evrópu. Islendingar töldu sig ekki geta verið með í þeim samtökum nema því aðeins að sjávarafurðir væri þar með. Er hér mikið vandamál fram- undan (21.) Rússar áttu að fá 1500 tunnur af síld á Djúpavík, en fulltrúi þeirra vildi ekki taka nema 520 vegna þess að síld- in væri of lítið söltuð (21.) Dómur gekk í Hæstarétti í máli Þjóð leikhússins og Lárusar Sigurbjörnsson- ar út af bókasafni (21.) Hæstaréttardómur fell í gjaldeyris- máli Stefáns A. Pálssonar og 12 ann- arra. Einn var sýknaður en á öðrum voru sektir hækkaðar frá því sem var í undirréttardómi (26.) Alþingi hefir afgreitt lög um breyt- ingar á búfjárræktarlögunum (29.) —--------------- Frændi er farinn að tapa minni. — Hann segist hafa vakað fram á miðja nótt til þess að reyna að muna eitt- hvað sem hann hefði ásett sér að gera. — Gat hann svo gruflað það upp? — Já, hann hafði einsett sér að fara snemma að hátta. ÞAÐ var áður en nokkrar opinberar skrifstofur voru reistar i Simla, að foreldrar ungfrú Gaurey létu hana gift- ast Schreiderling hershöfðingja. Hann hefir þá varla verið meira en 35 árum eldri en hún, en þar sem hann hafði hundrað rúpíur í tekjur á mánuði og átti auk þess nokkrar eignir, þá var hann vel stæður. Hann var af góðum ættum. Þegar kalt var, fekk hann alltaf lungnabólgu, og þegar heitt var, þá lá alltaf við að hann fengi slag, en hvorugt gat gert útaf við hann. Þið megið ekki halda að eg áfellist Schreiderling. Hann var góður eigin- maður frá sínu sjónarmiði, og hann var aldrei skapstyggur nema þegar hann lá veikur. En hann lá að jafnaði veikur''sautján daga í hverjum mán- uði. Hann mátti kallast útausandi á peninga við konu sína, og það fannst honum mjög virðingarvert af sér. Samt sem áður var frú Schreiderling ekki hamingjusöm. Foreldrar hennar giftu hana þegar hún var innan við tvítugt og hafði þegar gefið sitt litla hjarta öðrum manni. Eg hefi gleymt því hvað hann hét, en við skulum bara kalla hann Hinn. Hann var algerlega eignalaus og átti ekki von á neinum frama. Hann var ekki einu sinni lag- legur. Eg held að hann hafi verið í flutningaliðinu. En þrátt fyrir það elsk- aði hún hann hastarlega, og þau voru í rauninni trúlofuð þegar Schreider- ling birtist allt í einú og tjáði móður hennar að hann vildi giftast henni. Þá var hin trúlofunin afmáð — afmáð með tárum frú Gaurey, því að hún stjórnaði heimili sínu, með því að gráta út af því að sér væri ekki hlýtt og hún væri einskis virt á gamals aldri. Dóttir hennar var ekki eins. Hún grét aldrei, ekki einu sinni í brúðkaupinu. Hinn bar ólán sitt með stillingu, og hann var svo fluttur á eins afskekktan stað og hægt var að finna handa hon- um. Ef til vill hefur loftslagið þar dreg- ið úr sorg hans. Hann þjáðist þar óaflát -anlega af hitasótt, og það getur hafa leitt hugann frá hinum raununum. Hann var einnig hjartveikur í tvö- íöldum skilningi. Hjartað var bilað og hitasóttin bætti ekki um. Það kom seinna í Ijós. Svo liðu mánuðir og þá fór frú Schreiderling að missa heilsuna. Hún mornaði ekki og þornaði eins og kon- urnar í ævintýrunum, en hún tók hvern þann sjúkdóm, sem gerði vart við sig á stöðinni, allt frá kvefi og upp úr. Hún gat tæplega talizt nema í meðal- lagi snotur, meðan hún var upp á sitt bezta, en veikindin gerðu hana herfi- lega ljóta. Svo sagði Schreiderling. Og hann hrósaði sér alltaf af því að vera hreinskilinn. Þegar frúin var ekki falleg lengur, lét Schreiderling hana eiga sig og tók upp sína fyrri lifnaðarhætti. Skemmtun hennar var að ríða upp og niður Simla Hall. Hún var þá ósköp einstæðings- leg, með gráan hatt aftan á hnakkan- um og í algjörlega óhæfum söðli. — Schreiderling þóttist vel gera er hann lét hana fá hestinn. Hann sagði að það væri svo sem sama hvaða hnakk- skjáta væri sett undir jafn taugaveikl- aða konu og frú Schreiderling. Aldrei var henni boðið að dansa, því að hún dansaði ekki vel og auk þess var hún óskemmtin og þumbaraleg. Schreid- erling sagði .,að ef hann hefði haft hugmynd um að hún yrði að þessari herfu eftir giftinguna, þá hefði hann aldrei gifzt henni. Hann var alltaf hreinskilinn hann Schreiderling. Hann skildi hana eftir í Simla 1 ágúst og fór til herdeildar sinnar. Þá tók hún að hjarna ofurlítið við, en náði sér þó ekki. Eg frétti í klúbbnum að Hinn væri á leiðinni, fárveikur og ætti að koma sér til heilsubótar. Hjart- að var nærri búið að drepa hann og hitinn. Hún vissi þetta líka og hún vissi hvenær hann mundi koma — en það kom mér ekkert við hvernig hún fekk að vita það. Eg býst við að hann hafi skrifað henni. Þau höfðu nú ekki sést síðan mánuði áður en hún giftist. Og nú kemur það sorglega í sögunni. Einn dag hafði eg tafizt lengi 1 Dovedell hóteli, svo komið var rökkur er eg var á heimleið. Frú Schreider- ling hafði riðið upp og niður Mall all-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.