Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Qupperneq 14
LESRriK MORGUNBI Af : INS •58 an liðlangan daginn 1 ausandi rigningu. Þegar eg var kominn langleiðis, ók tvíhjóla kerra fram hjá mér. Við það lifnaði yfir klárnum og hann fór að brokka á eftir. Rétt þar sem brautin lá niður að póstafgreiðslunni, beið frú Schreiderling holdvot eftir kerrunni. Eg ætlaði að fara aðra leið, því að mér kom þetta ekkert við, en þá byrj- aði hún að æpa. Eg sneri þegar aftur og sá þá hvar frúin lá á hnjánum í íorinni á götunni og hallaðist upp að kerrunni. Hún linti ekki á hljóðum Og svo fell hún kylliflöt niður í for ina, er mig bar þar að. Aftur i kerrunni sat Hinn, fyrtr ferðarmikill, með höndina á hemiu- skaftinu, og regnið draup úr yfirskeggi hans. Hann var steindauður. Eg hygg að hann hafi ekki þolað hnykkina á kerrunni, eins hjartveikur og hann var. Ökumaður sagði: „Þessi herra dó á leiðinni skammt frá Solon. Þess vegna batt eg hann fastan með reipi, svo að hann skyldi ekki detta út úr kerrunni, og nú er hann kominn hingað til Simla. Vill ekki herrann gefa mér skilding. Þessi“ — og hann benti á Hinn — „átti að borga mér eina rúpíu". Hinn sat þarna með glott á vörum, eins og hann hefði gaman að heim- komunni, en frú Schreiderling lá snöktandi í forinni. Það voru engir aðrir við þarna, og regnið streymdi úr loftinu. Fyrst var nú að reyna að koma frú Schreiderling heim, og næst var að reyna að koma í veg fyrir að hún yrði bendluð við þetta mál. öku- maður fékk fimm rúpíur til þess að ná í handkerru handa frúnni. Síðan skyldi hann tilkynna póstmanni um Hinn, og póstmaður yrði svo að ráða fram úr hvað gera skyldi. Eg bar frú Schreiderling í húsaskjól og þar biðum við í þrjá stundarfjórð- unga eftir handkerrunni. Hinn var lát- inn eiga sig úti í rigningunni. Frú Schreiderling grét ekki, en það eitt hefði þó getað hjálpað henni. Hún byrjaði að hljóða aftur og svo fór hún að biðja fyrir sál Hins. Hún hefði átt að biðja fyrir sál sinni líka, en það gerði hún ekki. Svo reyndi eg að hreinsa mestu forina af kjólnum henn- ar. Að lokum kom handkerran og þá kom eg frúnni á stað, svona hér um bil með valdi. Þetta var allt saman óhugnanlegt, en verst var þó er hand- kerran varð að fara alveg meðfram tvíhjólakerrunni og hún sá við skrið- Gre/ð/ kemur LEWIS MILLER er nú sölustjóri hjá stóru fyrirtæki, en áður var hann sölu- maður og ferðaðist þá um allt New York-ríki í gömlum Fordbíl, og safnaði vörupöntunum hjá bændum og búaliði. Kvöld nokkurt, var hann á heimleið með 700 dollara í vasanum, og er hann kom á móts við Ossjning, stóð þar tötralegur maður við veginn og gaf honum merki um, að hann vildi gjarna að sér yrði kippt upp í bílinn. Miller staðnæmdist þegar og hleypti honum inn. Tóku þeir svo tal með sér og komst Miller þá að raun um að þessi maður var nýsloppinn úr Sing Sing fangelsinu, en þar hafði hann afplánað dóm íyrir rán. I sama bili mundi Mill- er eftir 700 dollurunum, sem hann var með, og varð heldur en ekki skelkaður. En honum varð ekki ráðafátt, því að hann er snjallráður maður. Hann „steig bensínið i botn“ og gamli Ford- skrjóðurinn fór í loftköstum. Hann fór með 100 km hraða að minnstá kosti. ljósið magra og gula höndina, sem hvíldi á hemluskaftinu. Hún komst heim í þann mund er allir voru að fara á dans í „Peterhoff". eins og það hét þá. Læknir var sóttur og hann komst að þeirri niðurstöðu, að hún hefði dottið af baki, og hann sagð. að eg hefði bjargað henni og ætti heiður skilið fyrir það. Hún dó ekki. Þeim er ekki fisjað saman þeim konum, sem menn á borð við Schreiderling velja sér. Þær lifa og verða ljótar. Hún sagði aldrei frá því hvernig fundum hennar og Hins hafði borið saman í þetta eina sinn eftir að hún giftist. Og þegar hún fór að hressast, gaf hún það aldrei í skyn á neinn hátt að við hefðum hizt hjá póstafgreiðsl- unni. Ef til vill mundi hún ekki eftir því. Hún helt áfram að ríða upp og nið ur Mall í þessari ónýtu hnakkaskjátu og það var alltaf eins og hún ætti von á að hitta einhvern. Tveimur árum seinna fór hún heim til Eng- lands og dó, eg held í Bournemouth. I hvert skipti sem Schreiderling gerðist ölvaður í klúbbnum fór hann að tala um „elsku konuna sína sálugu" Hann var alltaf einlægur og hreinskil- inn hann Schreideriing. greiða mót Miller hugsaði sem svo: Hér hlýtur einhver lögregluþjónn að vera til eftir- lits, hann tekur mig fyrir of hraðan akstur og fer með mig á næstu lög- reglustöð, og þá er mér borgið. Alveg rétt — allt í einu kom lög- regluþjónn á bifhjóli og stöðvaði bíl- inn. Hann dró upp vasabók í leður- bandi, skrifaði í hana númerið á bíln- um og nafn og heimilisfang Millers, og sagði honum svo, að hann yrði að koma fyrir rétt daginn eftir. Miller bað hann að taka sig heldur fastan strax, en við það var ekki komandi. Ferðafélagi hans hafði komið út úr bílnum og stóð þegjandi þar hjá þeim. Hann hafði látið hattinn siga niður fyrir augu. Það var ekki um annað að gera fyrir Miller en halda áfram. Segir nú ekkert af ferðum þeirra fyr en þeir voru komnir inn í skuggalegu götu í Bronx. Þá kallaði félagi hans: „Hér ætla eg að fara út!“ Nú nér á eg þá að verða af með þessa 700 dollara, hugsaði Miller, en stöðvaði samt bílinn. Félagi hans rétti fram höndina, og helt ekki á marghleypu. „Þakka þér fyrir!“ sagði hann. „Þú hefir verið mér mjög góður, en því miður get eg ekki borgað þér með öðru en þessu!“ Hann rétti Miller vasabók f svörtu skinnbandi. Það var vasabókin sem lögregluþjónninn hafði skrifað í nafn hans og ávirðingu. FALSANIR FRÆGUR enskur sérfræðingur, Her- bert Cescinsky, helt þvi einu sinni fram, að 80% af þeim fornmunum, sem seldir eru i Englandi, sé falsanir. Opin- berlega er viðurkennt að þetta muni vera rétt um erlenda fornmuni, sem seldir eru þar. Dr Vilhelm Bode lýsti fölsunum á íkemmtilegri hátt. Hann sagði að það væri kunnugt, að Rembrandt hefði mál- 700 málverk um ævina, en þar af væri 10.000 i Ameríku. — (Bennett Cerí).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.