Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 65# Alagablettir A Ingjaldssandi Þ E G A R eg var að alast upp á Ingjaldssandi í Vestur-ísafjarðar- sýslu, um síðustu aldamót, heyrði eg talað þar um álagabletti á tveim jörðum. Á Álfadal, þar sem eg er fæddur og uppalinn, var bannað dð slá uppi á Álfadalnum, sem er dalshvilft inn í fjallið fyrir ofan bæinn. Lítið er þar um slæga bletti, aðeins slétt- ur flatarblettur fyrir neðan háan og mikinn hól, sem Álfhóll heitir. Bratt er mjög upp á dalinn og illt að koma heyi þaðan niður. Þessar flatir voru þó eitt sinn slegnar skömmu fyrir aldamótin. Á bænum var þá tvíbýli, og áttu báðir bændurnir þátt í því að þarna var slegið. Veturinn eftir veiktist kona ann- ars bóndans, en systir konu hins bóndans. Báðum konunum bötnuðu veikindi þessi. Var ekki trútt um, að slættinum á álagablettinum væri um kennt hálft í hvoru. Ekki hefir þarna ver- ið slegið síðan. Hólmi var í ánni á milli bæjanna Áltadals óg Brekku, sem faðir minn kallaði Vankhólma. Sló hann hólma þennan fyrstu árin, eftir að hann fluttist að Álfa- dal, en það var 1890. Missti hann þau ár kindur úr vanka (höfuð- sótt). Hætti hann svo að slá hólmann, enda var eftir litlu að slægjast. En þá brá svo við, að engin kind veikt- ist eftir það af höfuðsótt, eða vanK- aðist, eins og það var kallað. Mér skildist, að þau álög fylgdu hólma þessum, að ekki mætti slá hann, því að þá vankaðist fé það, sem gefið var heyið. Faðir minn lagði lítinn trúnað á álög þessi, en sagði að það væri staðreynd, að þetta fylgdist að, að hætt var að slá hólmann og vank- urinn hvarf úr fénu. Ekki var þá byrjað að hreinsa hunda, og það man eg, að mikið var um sull í fé, fram á fullorðins- ár mín, þó að nú séu löngu horfnir vegna dyggilegrar hundahreinsun- ar. Mér hefir dottið sú skýring í hug, á þessu fyrirbrigði um hólmann, að það var siður í æsku minni, að drekkja aflógahundum í ánni, og gat þá meir en verið, að hundshræ rækju upp í hólmann og leystust þar upp. Hvort egg bandormanna geta hafa lifað og leynzt í grasinu, skal ósagt látið. Á BREKKU á Ingjaldssandi er álagablettur sem heitir Hamra- brekka. Er hún beint niður af bæn- um, og nær túnið fram á brún hennar, en meðfram brekkunni rennur áin. Brekkan er brött og ógeng á kafla, en gróin og grasloðin. Beggja vegna slá árdalirnir sér út og er þar slægt, enda stætt fyrir bratta Álagabletturinn nær út fyrir mesta brattann og er slægt í báð- um útjöðrum bannsvæðisins, enda er þar grasloðið og taða góð, og freistaði því til sláttar. Ekki mátti slá Hamrabrekkuna og var talið að huldufólk byggi þarna og bannaði slíkt og myndi grimmilega gjalda, ef út af væri brugðið. Síðarihluta 19. aldar bjó Greipur Oddsson nokkur ár á Brekku. Hann fluttist þaðan til Flateyrar og bjó þar lengi og eru afkomendur hans þar enn. Hamrabrekkan freistaði hans, og sló hann meira þar, en gamlir menn og kunnugir töldu leyfilegt. Er hann var þar að slætti, sigraði hann svefn og lagði hann sig fyrir í slægjunni og sofnaði. Dreymir hann þá brátt, að mað- ur bláklæddur, kemur að honum með reidda öxi mikla og hótar honum að færa öxina í höfuð hon- um, ef hann hætti ekki þegar í stað að slá það sem sér tilheyri. Hrökk Greipur upp við svo búið og þótti óvænkast sitt ráð. Hætti hann samstundis að slá þarna, enda kom ekki að sök. Vorið 1904 flutti Brynjólfur Ein- arsson að Brekku. Var hann ó- kunnugur þarna, enda aðfluttur. Með honum var faðir hans og tengdafaðir. Voru þeir bræður dug- miklir karlar og ekki fyrirlátssam- ir, einkum Einar, faðir bónda. Slógu þeir lengra inn í Hamra- brekkuna, en góðu hófi gegndi, og munu þó hafa verið varaðir við af fyrrverandi ábúendum, sem enn bjuggu þarna á hluta af jörðinni. Kom það fyrir ekki, enda munu þessir nýaðkomnu, ekki hafa lagt trunað á álög þessi. Veturinn eftir, er kona bóndans skyldi ala sitt fyrsta barn, kom hún mjög hart niður og mátti ekki fæða. Var þá brotizt eftir lækni til Þingeyrar, langan veg í mikilli o- færð, torsótta leið í hinum mesta foraðsbyl sem verður. Komst læknir um síðir við illan leik og fekk borgið konunni, en barnið dó. Var ekki trútt um, að eldri menn þarna á Sandinum, minnt- ust sláttarins í Hamrabrekkunni sumarið áður, í þessu sambandi Og líklega fær huldufólkið að eiga Hamrabrekkuna sína í friði hér eftir. Hvort tveggja er, að ekki er eftir miklu að slægjast á nútímamæli- kvarða, enda stórt og mikið tún nú ræktað á Brekku og engjar Gríms Kögurs framræstar alla leið fram að Ósóma, og verða innan skamms væntanlega að túni. Hjarðardal-neðri, 9. 4. 1957. Jóhann Davíðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.