Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Page 16
660 LESBÓK MORGUNBLAÐSIMi BRIDGE * 10 1 ¥ 7 2 ♦ 8 7 6 4 3 2 4> A D 5 A A 7 ¥ A G 10 8 5 ♦ G * K 10 8 7 4 ♦ KDG98652 ¥ 9 4 ♦ A K ♦ 9 Báðir i hættu, en N—S eiga 30. A gaf og sagnir voru þessar: A S V N 1 h. 3 sp. 4 h. pass pass 4 sp. pass pass pass V sló út H K, en A drap hann rr és og sló út T G. Þetta þótti S grun- samleg spilamennska. Sennilega hafði A ekki nema þennan eina tígul, en tvö tromp með ásnum, og ætlar S að slá út trompi, drepa það og koma með hjarta, svo V geti fengið slag á drottn- ingu og slegið út tígli, sem A getur svo trompað. Þetta var rétt athugað hjá S, en ráðið sem hann valdi til þess að af- stýra þessu, var ekki heppilegt. Hann sló út laufi og hætti L D í borði til þess að geta fleygt af sér hjarta í L Á. En nú var A með L K, og þess vegna tapaði S tveimur slögum. S átti að slá út laufi, en hann átti að taka slaginn á ás og slá svo út laufi aftur og fleygja í það hjarta. Með því móti hefir hann rofið samspil austurs og vesturs og hlýtur að vinna. ÓFÖGUR HLJÓÐ Þegar orgel kom fyrst í Stokkseyrar- kirkju (1876) varð mönnum tíðrætt um þessa nýung og fannst misjafnt um. Eftir messuna voru nokkrir karlar að JÖKULSÁRGLJÚFRIN. Einhver allra hrikalegustu en jafnframt fegurstu gljúfur hér á landi hefir Jökulsá á Fjöllum gert. Má sjá svip af þeim hér á myndinni, er hún er tekin skammt fyrir neðan Dettifoss um miðja nótt í sumar. Jökulsá sýn- ist eins og ofurlítill lækur þarna á milli himinhárra bjarganna. En þarna er hún hyldjúp og fellur fram með beljandi iðukasti. (Ljósm. Ól. K. Magnússon) krunka saman um það, hvernig þeir kynnu við orgelið og hverju það væri líkt. Þá sagði Snæbjörn gamli á Ás- gautsstöðum, sem var einn í hópnum: „Mér heyrist það nú eins og murraði oní hálfdauðum griðung, — eða hvað sýnist ykkur?“ (G. J.: Þjóðsögur) GÍSLI JÓNSSON hét bóndi, sem bjó á Hamri 1 Kolla- firði. Vandaðri mann en hann var, er ekki auðvelt að finna. Einu sinni voru dætur hans að tala um, að leiðinlegt væri að geta ekki skemmt sér neitt um jólin. Þá segir Gísli: „Verið þið ekki að fá ykkur til um það, telpur mínar, friður og eindrægni á heimil- unum er fyrir öllum skemmtunum" (Guðbjörg í Broddanesi) ÁRNASTEINN Skammt fyrir neðan Olnboga (í Vest -manneyum) lá til skamms tíma sæ- barinn blágrýtissteinn utan við veginn upp fyrir Hraun. Steinn þessi hafði veriö um 300 pund að þyngd, og var þangað kominn með þeim hætti, að maður sem hét Árni og bjó í Norður- garði fyrir alllöngu, bar hann uppeftir neðan úr Skipasandi. Einhverju sinni þegar Árni kom af sjó, var honum sag( að kona hans hefði látizt meðan hann var í róðrinum. Þegar honum var sögð þessi sorgarfregn, var hann að skorða skip sitt með steininum, og var með hann í fanginu. Varð honum svo mikið um fregnina, að hann þaut þegar af stað heimleiðis, en hann gætti þess ekki fyrr en uppi undir Olnboga að hann var með steininn í fanginu. Árni hafði verið heljarmenni að burðum. Var steinninn síðan við hann 'ienndur. (Sagnir úr Vestmanneyum) EGGERT 1 HERGILSEY tók móður mína nýfædda til fósturs. Var hún mjög elsk að honum og látin fylgja honum út og inn, þegar máttui hans og ræna fór að þverra sakir van heilsu. Hann andaðist þegar hún var 12 vetra. Það var 1819. Það eitt kvaðst móðir mín hafa heyrt fóstru sinni og Eggert bera á milli, að hún réð til að lás væri settur fyrir skreiðarhjalla hans, því að drjúgum væri úr þeim tekið, þegar landmenn lentu við eyna. „Þeir einir taka frá okkur sem þurfa" svaraði Eggert og lét ekki læsa hjöll- unum. (Matth. Jochumsson)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.