Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS «65 enn meira virði að vita það, að hann skuli hafa fylgzt með lífi mínu og hugsjónum og haft á þeim áhuga og skilning. Og nú kemur bókin, sem hann hafði sjálfur á- kveðið að senda mér, eins og bróð- urkveðja frá honum. Með hjálp nokkurra vina minna, sem sjálfir eru myndhöggvarar, hefi ég öðlazt þekkingu á þessari listgrein og tel mig dómbæran á hana. Þess vegna er ég þess um- kominn að skilja og meta sköpun- arstarf Einars Jónssonar. Ég dái hann fyrir hið sterka, djarfa hug- myndaflug og fyrir hina miklu leikni hans í að túlka og gefa myndrænt form þeim sýnum, sem sál hans sér. Það, sem mér þykir einkum einstætt hjá honum sem listamanni er hreyfingin, sem býr í öllum myndum hans, einnig i þeim sem túlka hvíld og kyrrð! Ennfremur hefi ég orðið snort- inn af þeim talandi, volduga svip, sem í myndunum sjálfum býr. Andlit myndanna tala með alveg ótrúlega sterkum hætti. Mörgum þessum myndum er ég orðinn nákunnugur, og þó sé ég alltaf í þeim eitthvað nýtt. Og fólkið hér í Lambarene er einnig orðið kunnugt myndunum, því að bókin liggur stöðugt frammi hér á borðinu. Þakklátur hugsa ég oft um þenn- Albert Schweltzer er frægur hljóm- listarmaður an jafnaldra minn, sem lét senda mér þessa dýrmætu bók en var kallaður héðan á undan mér........ Ég geri ráðstafanir til þess, að á sínum tíma verði hún eign háskóla- bókasafnsins í Strassburg, svo að stúdentarnir, sem leggja þar stund á listsögu, eigi þess kost að kynn- ast þessum mikla listamanni. Ein þeirra mynda, sem ég dái hvað mest, er myndin af móður og syni, í öllum hennar stórbrotna einfald- leika. Það gleður mig mikið, að hugs- anir mínar skuli hafa haft ein- hverja þýðingu fyrir yður, kæri dómprófastur. Lúter hefir lagt fyr- ir okkur hina miklu spurningu: hver er evangelískur? Evangelísk- ur er sá, sem er á valdi þeirrar þrár, að guðsríkið verði hið innra í sjálfum honum og í öllum heimi. Því að prédikun Jesú er prédikun um komu guðsríkisins. Hið mikla hlutverk prótestantismans er, að vekja aftur til lífs í kristninni guðs- ríkishugsjónina sem þungamiðju alls kristilegs lífs, allrar kristi- legrar guðrækni. Nú, þegar ég skrifa yður þetta, er aðfangadagskvöld jóla, og þess vegna leyfir hlé á daglegum störf- um mér að skrifa þetta langa bréf. Hjá yður íslendingum koma jól- in á skemmstu dögum ársins. Hiá okkur, sem eigum heima 35 km. sunnan við miðjarðarbaug, eru nú lengstu dagar árs. Að jólatré höfum við ungan pálma, sem sóttur var inn í frum- skóginn með rótum og fluttur hingað í stórum bala, sem er fyllt- ur mold. Nú er búið að setja á hann kerti og skraut. Eftir tvo daga verður hann gróðursettur aft- ur í jörð hérna við húsið. Hann á ekki að deyja, má ekki deyja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.