Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1957, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1957, Qupperneq 1
46. tbl. 31. desember 1957 XXXII. árg. ÞETTA GERÐIST í DESEMBER EISENHOWER Bandaríkjaforsetl kom við á Keflavíkurflugvelli er hann kom af fundi Atlantshafs- bandalagsins í Paris, rétt fyrir jól- in. Tafði hann her um 2 klukku- stundir. Forseti tslands og nokkrir embættismenn tóku á móti honum á flugvellinum, og voru honum og fylgdarliði hans bornar veitingar í fiugvallarhótelinu. Bulganin forsætisráðherra Sovét- ríkjanna skrifaði Hermanni Jónas- syni forsætisráðherra bréf og kveð- ur Sovétríkin viðbúin að ábyrgjast hlutleysi tslands, ef erlendur her fari héðan (17.) Fundum Aiþingis var frestað 21. des. og er gert ráð fyrir að það komi saman aftur 4. febrúar (21.) Hermann Jónasson forsætisráð- herra og Guðmundur í. Guðmunds- son utanríkisráðherra komu heim rétt fyrir jólin frá París, þar sem þeir höfðu setið ráðherrafund At- lantshafsbandalagsins. t útvarpi skýrði forsætisráðherra frá fundin- um, kvaðst hafa haldið ræðu þar og lýst yfir því, að tslendingar mundu ekki krefjast þess, að varn- arliðið færi héðan að svo stöddu (28.) Bessastaðakirkja fekk að gjöf frá þremur mönnum í Noregi tvo fork- unnar fagra stóla. Afhenti sendi- Jólatré í barnaskóla í Reykjavík ráðherra Norðmanna stólana 1 kirkjunni (29.) veðrAttan var rysjótt og umhleypingasöm í mánuðinum. Voru stundum óvenjuleg hlýindi norðanlands, en þess á milli hríðar- og vonzkuveður. Ekki kynngdi þó niður miklum snjó, því að heita mátti að flestir vegir væri bílfærir anaii mánuðinn, ug var haldið uppi reglulegum samgöngum á landi milli Reykjavíkur og Akureyrar. í lok mán- aðarins voru vegir þó farnir að tepp- ast. — Skömmu fyrir jólin gerði norð- austan stórviðri um Norðurland. Var þá stórstreymt og fylgdi svo mikil sjávarfylla í Eyafirði, að flóðið gekk yfir Oddeyrina, fyllti þar alla kjall- ara og olli miklu tjóni. Var sjávar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.