Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 711 Eisenhower Bandaríkjaforseti og forseti íslan' á flugvellinn- í Keflaví1' 'wW \ Sti'* Húsið brann að mestu og mikið fór aí innanstokksmunum (10.) Brann bílasmiðjan Dvergur á Sel- fossi. Einn bíll brann þar inni (11.) Á aðfangadag brann húsið Þingholts- stræti 28 í Reykjavík og voru mörg nærliggjandi hús í hættu. í þessu húsi var Lagaskólinn fyrst til húsa (28.) Eldur kom upp í jólatré í húsi í Reykjavík og voru þó rafljós á trénu. Við eftirgrennslan kom í ljós, að glit- þræðir (englahár) höfðu flækst um málmhluta ljósanna og gneistað af (29.) Eldur kom upp í vb. Geysi í Reykja- víkurhöfn, en var slökktur bráðlega (31.) BÍLSLYS Harður bílaárekstur hjá Vogastapa. Hermaður slasaðist háskasamlega. — Báðir bílar stórskemmdir (1.) Þrjú bílslys urðu í Hafnarfirði sama daginn, slösuðust tvær stúlkur og lítill drengur (3.) Kona varð fyrir bíl á götu í Rvík og meiddist talsvert (4.) Fjögur skólabörn urðu fyrir bílum i myrkri snemma morguns, sitt á hverjum stað í Reykjavík, en sluppu ö1’ með lítil meiðsli (5.) xúaður slasaðist er hann ók bíl sín- um aftan á vörubíl, sem stóð kyrr á götu í Reykjavík (6.) Bílstjóri var að ýta á eftir bíl sín- um á Sundlaugavegi í Reykjavík. — Kom þá annar bíll akandi aftan á hann og fótbraut manninn á báðum fót- um (31.) SLYSFARIR Maður sem var á rjúpnaveiðum á Öxnadalsheiði, hrapaði og slasaðist mikið (3.) Strandferðabáturinn Baldur fekk á sig snjóhnút undan Malarrrifi og var hætt kominn (7.) Sigurjón Rist mælingamaður fór við annan mann til vatnsmælinga í Tungnaá hjá Svartakróki. Flutti Guð- mundur Jónasson þá á snjóbíl sínum Bíllinn fór niður um ísinn á Tungnaá og sat þar fastur þangað til skriðbíll kom, er sendur var til hjálpar (19.) Þýzkt fisktökuskip rak á land á leir- unum innan við Akureyri, en náðist á flot aftur (21.) Seinna rakst þetta skip í stórviðri á hafnarmannvirki á Skagaströnd, braut tvær bryggjur og eyðilagði löndunarhegre síldarverk- smiðjunnar (28). Drengur datt af sleða í Reykjavik og fótbrotnaði (21.) Maður fell í Reykjavíkurhöfn, en var bjargað (21.) Mann tók út af vb. Sigurvon frá Akranesi, en hann var syndur og bjarg aðist þess vegna (22.) Gunnar Hlíðar póst- og símstöðvar- stjóri í Borgarnesi fell úr símastaur og beið bana (24.) Drengur slasaðist í sleðaferð í Borg- arnesi (29.) í ofviðri fyrir jólin fauk þak af ný- smíðuðu lýsishúsi síldarverksmiðjunn- ar á Raufarhöfn (31.) IÞRÓTTIR Flokkaglíma Reykjavíkur var háð, keppendur 12 í þremur flokkum. Sig- urvegarar: Ármann J. Lárusson, Hilm- ar Bjarnason og Kristján Gretar Tryggvason (10.) Friðrik Ólafsson keppti á skákmeist- aramóti í Dallas í Texas-ríki. Hann varð 6. í röðinni (17.) Fimm menn úr Skautafélagi Akur- eyrar fóru til Noregs og verða um tíma við þjálfun í Lillehammer (18.) FRAMKVÆMDIR Nýtt barnaskólahús var tekið í notk- un á Oddeyri (7.) Bæarstjórn Reykjavíkur heíir aKveð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.