Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1957, Blaðsíða 4
712 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sendiráðherra Norðmanna afhendir forseta íslands kirkju- stólana í Bessa- staðakirkju ið að koma á fót fæðingarheimili (8.) Hafnargerðinni á Akranesi er nu lokið (8.) Flugvöllur Húsavíkur, sem er 10 km frá bænum, var vígður og takast nú brátt fastar flugferðir þangað (13.) Hvítárbrúin hjá Iðu var opnuð fyrir umferð (15.) Nýr vegur umhverfis Hafnarfjörð hefir verið opnaður og á hann að létta umferð til Suðurnesja af götum bæar- ins (24) Nýr bátur kom til Hornafjarðar, Sig- urfari, smíðaður í Noregi (29) Á árinu bættust fiskiskipaflotanum 40 ný skip, samtals um 1700 rúmlestii. Kaupverð þeirra var um 40 millj. ísl. króna (29.) Komið hefir verið upp ljósaleiðbein- ingum hjá vegunum um Mosfellsheiði, Hellisheiði og til Krýsivíkur. Sýna þær hvort vegirnir eru færir bílum eða ófærir (29.) Nýr vélbátur, Ágúst Guðmundsson, kom til Voga og verður gerður út það- an. Hann var smíðaður í Danmörk (31.) MENN OG MÁLEFNI Menntamálaráð gekkst fyrir Nonna- sýningu í Rvík. Voru þar sýnd handrit, bækur á fjölda tungumála, myndir o. fl. sem séra Jón Sveinsson og ættingj- ar hans höfðu átt (1.) Stúdentar heldu 1. des. hátíðlegan að vanda (1.) Evrópuráðið heíir mælzt til þess, að gata eða torg í Reykjavík verði kennt við Evrópu (1.) Stefán G. Björnsson hefir verið ráð- inn framkvæmdastjóri Sjóvátrygging- arfélags Islands (3.) Lyfjafræðingafélag íslands átti 25 ára afmæli (5.) Guðni Jónsson skólastjóri var skip- aður prófessor í heimspekideild háskól- ans (7.) Stefán Pétursson fv. ritstjóri var skipaður þjóðskjalavörður (7.) Út er komin sjálfsævisaga Sveins heit. Björnssonar forseta, og mun það vafalítið verða talin merkasta bók ársins. Steingrimur Hermannsson verk- fræðingur var skipaður forstjóri Rann- sóknarráðs (7.) Flugfélag íslands helt aðalfund sinn Tekjur félagsins höfðu aukizt talsvert á árinu, en þó varð 1 millj. kr. rekstr- arhalli (8.) Davíð Ólafsson var endurkjörinn fiskimálastjóri (10.) Kaupfélagið KRON átti 20 ára af- mæli (11.) Ósló gaf Reykjavík fagurt jólatré að vanda og fylgdi ávarp frá Rolf Stranger borgarstjóra. Tréð var reist á Austurvelli (15.) Þess var minnst, að 50 ár voru liðin síðan Fræðslulögin voru sett (15.) Guðmundur Vignir Jósepsson hefir lokið flutningi prófmála við hæstarétt og gerzt hæstaréttarmálaflutnings- maður (18.) Guðlaugur Hannesson gerlafræðing- ur hjá Matvæla- og landbúnaðardeilt SÞ fór til þess að stunda framhalds nám í Bandaríkjunum um 18 mánaða skeið (28.) Kjartani Ólafssyni lækni hefir verið veitt Keflavíkurhérað (28.) Loftleiðir hafa fengið ný húsakynni fyrir afgreiðslu sína í New York, í nýu stórhýsi á alþjóðaflugvellinum, þar sem 35 flugfélög fá bækistöðvar (31.) Janus Halldórsson var kosinn for- maður Félags framreiðslumanna (31.) LANDHELGISBROT Flugbáturinn Rán fann tvo belgiska togara að veiðum og kom varðskipið Þór með þá til Reykjavíkur, þar sem þeir voru sektaðir (8.) Brezkur togari var tekinn í land- helgi, fluttur til Seyðisfjarðar og sekt- aður þar (17.) ÝMISLEGT Fiskiþingið samþykkti áskorun a stjórn Fiskifélagsins að vekja áhuga á fiskrækt og fiskklaki í sjó (7.) Maður í Reykjavík, sem sviftur hafð) verið ökuleyfi ævilangt, en tók ölvað- ur bíl í leyfisleysi í Reykjavík og ók um göturnar, var dæmdur í 3 mánaða fangelsi (14.) (Tölur í svigum merkja dagsetn- ingar Morgunblaðsins, þar sem nán- ari fregna er að leita).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.