Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25 Þær sýna semitiska hirðingja írá Palestinu, sem koma til Egyptalands með gjafir. frásagnir Gamlatestamentisins Egyptalands, staðfestist mjög vel af fornleifarannsóknum. Það er nú t. d. þetta, að Genesis segir að Poti- far hafi „sett hann yfir hús sitt“ og fengið honum í hendur allt sem hann átti. Af fornum egypzkum rúnum má sjá, að höfðingjar þar i landi höfðu þá þann sið, að taka sér slíkan ármann. í Biblíunni er líka getið um byrlara konungs og bak- ara konungs, og þeirra embætta er einnig getið í fornum egypzkum heimildum. Þær sýna einnig, að það hefir ekki verið óalgengt, að þrælar kæmist þar til mikilla met- orða. Af því draga sagnfræðingar þá ályktun, að Jósep hafi komið ti! Egyptalands meðan Hyksos-þjóð- flokkurinn réði þar landi. Þetta var þjóðflokkur austan úr Asíu, ei réðist inn í. Egyptaland um 1700 f. K. og lagði undir sig. Ríktu svo faróar Hyksos þar í 150 ár. Það var mjög eðlilegt að þeir veldu sér embættismenn meðal útlendinga fremur en meðal Egypta sjálfra, sem voru þeim fjandsamlegir. Egypzkar heimildir geta þev einnig, að frá alda öðli hafi það verið regla að leyfa hirðingjum frá Asíu að flytjast til landsins, þegar þeir áttu við hungursneyð að búa. Þessir útlendingar, sem þannig söfnuðust til Egyptalands, voru nefndir ýmsum nöfnum, þar a meðal Apiru, en það segja fræð.'- menn að sé sama orðið og Hebrei. Þegar ættkvísl Jakobs settist að í Egyptalandi, var henni fenginn samastaður í Gósen, en það er á Nílardeltunni, rétt fyrir vestan þar sem Suez-skurðurinn liggur nú. Um 1300 f. K. ætlaði Ramses faraó II. að fara herferð til Palest- ínu og Sýrlands. Þurfti þá mikinn viðbúnað og lét hann gera herbúðir miklar austast á landeyrum Nílar. Mikinn vinnukraft þurfti til þess og skyldaði hann Apiru til þeirrar vinnu og unnu þeir þar sem þræl- ar. Þetta líkaði þeim illa og flýðu úr landi undir forystu Móses. (Það ér athyglisvert, að Moses er eg- Höggmynd á gröf Ramses faraós III., er sýnir bandingja af fjórum ættkvíslum, er hann hafði tekið í herferð. Lengst til vinstri er Libýumaður, þá skeggjaður Semíti, annaðhvort frá Sýrlandi eða Palestínu, þriðji er Hittíti frá Litlu-Asíu og fjoiði er sennilega Filistei. Seinasti bandinginn er annar SemitL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.