Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 1
Vilhjálmur Stefánsson: Kínverjar fundu Ameríku ÞAÐ VORU hæg heimatökin fyrir Kínverja að þræða sig eftir Aleut- eyum og komast þannig alla leið til Norður-Ameríku. En fyrir 3000 árum höfðu þeir engan hug á því að finna ný lönd. Um þetta eru sammála allir þeir fræðimenn, er ritað hafa um þetta bækur, sem eg hefi séð. Ein af bókum þessum nefnist „Fusang“ og var gefin út 1875 af amerískum manni, Charles G. Leland að nafni. Hann segir þar að Kínverjar hafi verið svo sjálf- umglaðir, að „þeir hafi ekki kært sig um að fara í neinar rannsóknar- ferðir. í 4000 ára sögu Austur-Asíu er ekki getið um einn einasta mann, er hafi ferðast til framandi landa í þeim tilgangi að auka þekkingu sína og annara“ í þessu sambandi getur hann þess þó að sögn sé um að Lao-tse hafi farið í langferð, en sú saga sé uppspuni einn, „sam- in í þeim tilgangi að tengja kenn- ingar hans við kenningar Búdda". Leland lýsir sjálfseinangrun Kínverja svo í bók sinni: „Stofnendur hins himneska keis- araríkis lögðu allt kapp á að við- Vilhjálmur Stefánsson. halda fornum lögum og venjum. eins og aðrar siðaðar þjóðir, og að útbreiða þessi lög og venjur. En það var þeim fjarri skapi að út- breiða menningu sína með því að senda út áróðursmenn, eða beita til þess hervaldi. Þeir sögðu að menningin yrði, eins og allur ann- ar gróandi, að breiðast út af sínum innra krafti. Og þetta gæti aðeins orðið á þann hátt, að hinar hálf- viltu þjóðir minnkuðust sin er þær neyddust tiLað viðurkenna tign og veldi Himinssonarins, svo að þær af sjálfsdáðum sneru sér til hans og gerðust menn. — Það er auðskilið, að þjóð sem er þannig innrætt, kærði sig ekkert um að fara í landa- leitir, né brjóta aðrar þjóðir undir sig með hernaði". Um þessa afstöðu Kínverja til annara þjóða, hefir Englendingur- inn Sir Charles Raymond Beazley ritað á svipaðan hátt í hinu merki- lega þriggja binda ritverki sínu „The Dawn of Modern Geography“, sem kom út á árunum 1897—1906. Hann segir að á þessum árum hafi Kínverjar aðallega ferðast til þess að kenna, en ekki til þess að læra, nema hvað þeir fóru pílagríms- ferðir til skrína Búdda. Að vísu ferðuðust nokkrir í kaupsýsluer- indum og aðrir til þess að njósna um þær þjóðir, er líklegar voru til þess að gera árás á Kína, þvi að á þessum tímum hugsuðu Kín- verjar meira um það að verja sig á alian hátt, heldur en gera árásir á aðra. Þessa afstöðu Kínverja sýnir bezt mikli kinveiski múrinn — þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.