Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 103 Æðsta kona Noregs ÁSTR'IÐUR KÓNGSDÓTTIR ÆÐSTA kona Noregs er Ástríður, næstelzta dóttir Ólafs konungs V. Hún er nú 25 ára að aldri, hávaxin með brúnt hár og blá augu. Hún er blátt áfram og alúðleg í viðmóti. Hún gekk í skóla með öðrum börn- um, og eignaðist þar margar kunn- ingjastúlkur. Hún hefir ekki gleymt þeim þótt skólaárin sé lið- in, heldur býður hún þeim oft heim til sín að Skougum. Þegar skólavistinni var lokið, vildi hún endilega læra leir- brennslu og það var látið eftir henni. Var henni komið fyrir til kennslu hjá nafnkunnum lista- manni í þeirri grein, C. Kristian- sen, sem á heima rétt fyrir utan Ósló. Sðan fekk hún eigin vinnu- stofu-í kjallaranum á Skougum, hinu fagra setri, sem norska þióðin gaf föður hennar meðan hann var gæti þeir komist sem svarar 50 km á klukkustund. Það er fögur og ó- gleymanleg sjón að sjá gíraffahjörð á spretti eftir sléttum Afríku, því að þá er ekkert klunnalegt við þá. Dýrafræðingar telja að til sé 12 mismunandi tegundir gíraffa, en mismunurinn er eingöngu fólginn í litnum. Á gíröffum, sem hafast við undir miðbaug, þar sem skörp eru skil ljóss og skugga, eru og skörp skil hinna ljósu og dökku bletta á þeim. En sunnar, þar sem ekki eru jafn skörp skil ljóss og skugga, renna litirnir á gíraffar- um meira saman. Hyggja menn að þetta sé ein af uppfinningum nátt- úrunnar til þess að gera dýrin sem samlitust umhverfi sínu. (Úr „Animal Kingdom") Ástríður kóngsdóttir. ríkiserfingi. Hún hefir mikinn áhuga fyrir þessari listgrein, og þeir sem vit hafa á, segja að hún hefði getað orðið mesta listakona í þeirri grein. Hún hefir átt list- gripi á sýningum í Noregi, og borð- salurinn á fyrsta farrými á far- þegaskipinu „Bergensf jord“, er all ur skreyttur með listaverkum eftir hana. Hún hefir og búið til borð- búnað, sem notaður er í einkaveizl- um á Skougum. Eldri systir hennar, Ragnhildur kóngsdóttir, giftist norskum útgerð -armanni árið 1953 og fluttust þau til Suður-Ameríku. Árið eftir dó móðir hennar Martha prinsessa, og upp frá því hefir Ástríður orðið að gegna húsmóðurskyldum á heimili föður síns. Staða hennar sem æðsta kona Noregs leggur henni margvíslegar skyldur á herðar. Hún verður að koma í heimsóknir til opinberra stoínana, vera fremst í flokki þar sem um góðgerða og mannúðar- starfsemi er að ræða o. s. frv. Hún verður því að ferðast mikið, en tekur það ekki nærri sér, því að hún hefir æft íþróttir frá æsku, siglingar á sumrin og skíðahlaup um vetur. Annars kann hún bezt við sig heima og hefir mikið yndi af blómum og öðrum gróðri og að líta eftir garðinum á Skougum. Hún annast og sjálf allar blóma- skreytingar innan húss. Hún er vel að sér til handanna og saumaði oft kjóla sína, áður en hún varð að helga opinberum skyld -um mestan hluta tíma síns. Henni þótti mjög vænt um afa sinn, Hákon konung, og saknaði hans innilega er hann fell frá. En þrátt fyrir það annaðist hún sjálf móttökur syrgjenda, sem komu t'l þess að vera við jarðarförina, en margir þeirra heldu þá til í Skoug- um. (Úr „Daily Telegraph“) Bólusetning gegn blóðkrabba TVEIR amerískir læknar hafa gert til- raunir með bólusetningu á dýrum gegn blóðkrabba, að því er virðist með góð- um árangri. Annar þeirra er dr. Charlotte Friend hjá Sloan Kettering stofnuninni í New York. Hún hefir gert sínar rannsóknir á músum, bólusett þær með efni, sem í eru dauðar blóðkrabbavírur, og á þann hátt hafa 80% af músunum orðið ónæmar fyrir þessum sjúkdómi. En þær verða ekki ónæmar fyrir öðrum tegundum krabbameins, og ekki er enn vitað hve lengi ónæmið helzt. Hinn læknirinn heitir dr. B. R. Bur- mester og starfar hjá landbúnaðarráðu- neytinu. Hann hefir gert sínar tilraun- ir á hænsum. Hann hefir búið til bólu- efni, ýmist úr lifandi eða dauðum blóð- krabbavírum, og bólusett veikar hænur með því. Afleiðingin hefir orðið sú, að egg úr þessum hænum hafa ekki í sér blóðkrabbavírur, og ungarnir sem úr þeim koma, eru heilbrigðir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.