Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 105 að starfa með bolsévikum. Síðar lýsti Lenin þessum 40 fulltrúum, sem „aulabárðum". Krampi í krumlunum Stjórnlagaþingið skyldi opnað um miðjan dag, en tíminn leið. Bolsévikarnir báru því við, að allir fulltrúar þeirra væru ekki enn mættir. Þeir minntust hins vegar ekki á það, að margir fulltrúar and- stöðunnar voru enn lokaðir inni í fangelsum eða urðu að fara í felur vegna ofsókna lögreglunnar. Við sátum þolinmóðir meðan hver frestunin eftir aðra leið, þar til við samþykktum að setja þingið kl. 4, hvað sem á dyndi. Við vissum ekki að þennan tíma notuðu rauðliðarr- ir til þess að ná yfirhöndinni á strætum borgarinnar. Fulltrúar Alþýðu-byltingar- flokksins fylltu miðju salarins. Hægra megin voru örfáir fulltrúar borgaraflokkanna. Til vinstri sátu múhameðstrúar-sósíalistarnir og sósíalistarnir frá Ukrainu og loks bolsévikarnir. Lenín var þarra líka Þremur dögum áður, hafði til- ræðismaður skotið á hann, er hann ók um stræti Pétursborgar. Maður, er sat við hlið Leníns særðist. En það var eins og þetta hefði ekkert fengið á Lenín. Hann reikaði um gólfið og neri saman höndunum, eins og það væri krampi í þeim. Hann horfði með stórum, logandi augum yfir salinn. Samsæri bolsévika. — Lenin, btaiin og aðrir íorsprakkar á leyniíundi. Tauriska-höllin, þar sem ofbeldið var framið. hafa hörku og staðfestu“. Við inn- gönguna að þingsalnum voru skil- ríki okkar skoðuð í þriðja sinn. Fótatak vopnaðra manna og byssu- glamur fyllti súlnasalinn, svo að hann líktist herbúðum. Þingfulltrúarnir, sem síðast komu sögðu alvarlegar fréttir. 10 þúsund manns fóru í hópgöngu um Liteiny-breiðstrætið til að fagna stjórnlagaþinginu, en þá réðust rauðliðar á þá með skothríð og dreifðu mannssöfnuðinum. Sjónar- vottar hermdu að tugir manna lægi í blóði sínu í snjónum. Við höfðuð vonað, að tvær úrvalsher- sveitir, Semyonov- og Preobraz- hensky-hersveitirnar myndu vernda stjórnlagaþingið. Nú bár- ust fregnir um það, að þær yrðu hlutlausar. Þær myndu hvorki snú- ast gegn hópgöngum né fylkja sér með þeim. Hermennirnir héldu, að ekkert alvarlegt væri á seyði, að- eins svolítill misskilningur milli byltingarstjórnarinnar og stjórn- lagaþingsins. Þeir vonuðu að sætt- ir myndu fást á friðsamlegan hátt. Það héldu líka 40 vinstrisinnaðir þingmenn Alþýðu-byltingarflokks- ins, sem höfðu tekið þá ákvörðun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.