Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 107 Hvíti öldungurinn sem ræður á sléttum Mongolíu .HVÍTI ÖLDUNGURINN" er verndarvættur haganna og hjarð- anna á sléttum Mongolíu. Það er hann sem ræður ársvexti og vel- farnan hirðingjanna. Hann er góð- lyndur og glaðlyndur og vill gjarna að öllum líði vel í sínu ríki, en sá galli er á honum, að hann er nautnasjúkur og lætur tæla sig til drykkjuskapar og fjárhættuspils. Helzti svallfélagi hans er „Dreka furstinn", sem ræður yfir lífi os dauða manna. Þessi goð eru eldri en Búddatrú in þar í landi. Hefir verið svo mik ill átrúnaður á þau frá örófi vetra, að annað hefir ekki þótt fært en láta þau halda vegsemd og virðingu sinni þegar siðaskiptin urðu í land- inu og Búddatrú tekin upp. Á hverju ári, þegar aðaltrúarhá tíð Búdda er haldin, koma Lama- prestar í fáránlegum búningi og með grímur þangað. Þeir eiga að tákna „Hvíta öldunginn" og „Drekafurstann", og þeir stíga þai djöfladansinn ásamt öðrum prest- um. En í fimmta mánuði hvers árs er haldin önnur hátíð, sem þein: er eingöngu helguð, og sækja hirð ingjarnir þangað langt um fremur en á aðrar hátíðir. Þessi hátíð, hin mikla sumarhá- tíð sléttunnar, er ætíð haldin hjá einhverjum Obo. Og að vera þar er eins og að hverfa aftur í gráa forn- eskju. Obo er nokkurs konar dys, sem hrúgað hefir verið saman úr stein- um, greinum og beinum, þar sem einhver hóll er. Sumar þessar dysjar eru háar og miklar um sig, og fer stærðin eftir því hve gamlar þær eru. Þessar dysjar eru bústaðir „Hvíta öldungsins" og „Drekafurst- ans" þegar þeir koma í heimsókn til jarðarinnar, og þar eiga einnig heima ýmsar vættir. Margar þessar dysjar, eða Obo, hvíla á steinstétt- um, sem gerðar hafa verið af ein- hverjum hirðingjum, mörgum öld- um áður en þeir hirðingjar settust þar að, sem nú eiga þar heima. En trúin á þá er rótgróin. Það er talið lánsmerki að kasta steini í dys, sem farið er fram hjá, og enginn lætur það undir höfuð leggjast. Þess vegna stækka þær stöðugt. — O — Vorið 1936 kom neyðarkall frá Innri-Mongolíu til allra þeirra þjóða, er þeir höfðu spurnir a£. Ástæðan til þessa var sú, að pest var komin upp í búpeningi hirð- ingjanna og varð afar skæð, vegna þess að þá var nýafstaðinn harð- asti vetur sem menn mundu og skepnurnar voru ákaflega magrar. UvíU öldun£urinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.