Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 16
112 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A Á K D 4 ¥ 2 ♦ Á K 6 4 + 7 6 5 4 A 2 V K 10 8 5 ♦ G 9 7 5 + A K 10 9 A G 10 3 ¥ D 9 7 3 ♦ D 8 3 + G 8 3 A98765 ¥ Á G 6 4 ♦ 10 2 + D 2 N gaf og sagði einn tígul. S sagði 1 spaða og’þá sagði N 4 spaða. V tók fyrst slagi á LÁ og LK, en sló svo út T5. Hún var drepin með kóng í borði, og svo kom SÁ og SK. Þá sést að A hefir haft 3 tromp. Hvernig á S nú að vinna? Hann má ekki eyða trompun- um í að ná gosanum, því að á því miss- ir hann tvo slagi í hjarta. Hann sló þvi út TÁ og svo lágtígli undir tromp. Þá kom HÁ og síðan annað hjarta undir lágtromp í borði. Þá eru eftir þess: spil: A D ¥ — ♦ 6 + 76 A — ¥ K ♦ G + 10 9 A G ¥ D 9 ♦ - + G A 9 8 ¥ G 6 ♦ — + - Nú kemur lauf og er trompað á hendi, síðan hjarta og er trompað með drottningu i borði. Nú er sama hvort út kemur tígull eða lauf, S hlýtur að fá slag á S9, og vinnur þar með spilið. HREPPAFLUTNINGUR Kona var flutt á sveitina með fimm börnum. Hún var ekkja. Að réttu lagi FRA REYKJAVÍKURHÖFN. — Verið er að dýpka bátahöfnina í krikanum að vestan og er dráttarbátur á Ieið út úr höfninni með pramma hlaðinn af upp mokstri, sem farið er með inn fyrir olíustöðina á KIöpp. — 1 baksýn er verk smiðjan í örfirisey. (Ljósm. Ól. K. Magnússon) var hún ekki sveitlæg hér, en þar sem hún átti sveit, var neitað að taka á móti henni, og hún svo flutt hingað til hreppstjórans. Foreldrar mínir voru inni, þegar komið var með konuna. Mennirnir, sem fluttu hana, gengu í bæinn og sögðu til gestanna. En for- eldrar mínir vildu ekki kannast við, að þetta væri rétt, svo dráttur varð á að konunni væri boðið inn, því umtai varð um þetta. Frammi í bæardyrun- um sat einstæðingurinn, öreiginn, með mánaðargamalt barn við brjóstið. hin börnin voru hjá henni. Tár- in, þessir sjálfkjörnu boðberar neyð arinnar og harmanna, fellu ofan á hvítvoðunginn. Einhver unglingur kemur til móður minnar, og segir henni að konan sé farin að gráta. — Móðir mín hafði verið svipmikil þá. þegar hún vatt sér fram í bæinn til þess að sækja konuna og börnin. — Hún hefir ásakað sig fyrir að hafa ekki boðið konunni strax inn, hún var ekki vön að draga aumingja á hjálpinni. — (Guðbjörg í Broddanesi). Verða að gjalti Varla er efamál, að gjalti sé sama orðið og skozka „geillte", sem þýðir hugleysingi, ragmenni, skræfa. 129 er- indi Hávamála: „Gjalti glíkir....“ i þessari merkingu, gæti bent til að Hávamál sé yngri en upphaf víkinga- aldar. (ísafold, 1876). — í orðabók Blöndals er „verða að gjalti“ skýrt svo, að það þýði að verða trylltur af hræðslu. MANNSALDURINN Svo segja gamlir menn um mar.ns- aldur: Yngstu tiu ár er hann barn. 20 ára ungur. 30 ára fullorðinn. 40 ára í einum blóma, ei fram né aftur fer. 50 ára athugamaður. 60 ára með aldursdómi. 70 ára færist aldur á. 80 ára fellur minnið frá. 90 ára þarf staf að fá. 100 ára náðar guð þá (Lbs. 2285, 4to). Fólksfjölgun Fyrir hundrað árum var álíka marf, fólk á öllu landinu, eins og nú er j Reykjavik einni. — Samkvæmt mann- talinu 1708 voru aðeins 34.000 sálir á íslandi. Á þessum 250 árum, sem síðan eru liðin, hefir fólkstal í landinu rúm- lega ferfaldast, og varð þó mikill mann - fellir í Móðuharðindunum. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.