Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 255 kjörbú KJÖRBÚÐIRNAR komu upp í Bandaríkjunum, og þótt ekki sé langt síðan, eru menn ekki vissir um hvar eða hvenær þessi sérstaki verslunarrekstur hófst En það var árið 1916 að Clarence Saunders opnaði fyrstu sjálfsafgreiðslubúð- ina í Memphis. Þetta gaf svo góða raun að hann stórgræddi á fyrir- tækinu. Þótt þetta væri að vísu ekki kjörbúð, með því fyrirkomu- lagi sem nú er, telja menn þó að þetta hafi verið upphafið. Árið 1930 hóf Michel Cullen út- sölu í úthverfi New York. Hann Ó, niðjar frómu Isalands, einhver, sem dyggðir ber, prýðið málrómi heiti hans, háfjali eitthvert á mér, einn nýjan blóma af niðja krans nefnið Ebenezer, vor er sómi þess mikla manns að minnast til heiðurs hér. Fyrst ljósin dýja ekki eg á, né gersema ráð, ungri Thúlíu óska eg andagift fylgi bráð, himinsins fría hjálpsamleg hylli og krafta sáð leiði’ hana nýjan lífsins veg og lofsæl drottins náð. Hér undir tjaldi hlýrnis Iigg í hretviðrum öllum ber með háum faldi föl og hrygg, því fátækt mitt hyski er, af aðbúð kaldri er komið sigg í kroppinn á sjálfri mér, af firna-aldri finnst eg stygg, því fjarlægjast vinirnir. Henderson góða herra í trú með hjartans auðmýkt kveð; ó, að mér bjóðist auðna sú, aftur eg fái hann séð; mínir orðfróðu arfar nú undirskrifa sig með og fjörgumul Óðins ektafrú, Island á köidum beð. ðirnar leigöi þar gríðarmikla bílaskemmu, fyllti hana af kjötmeti grænmeti og nýlenduvörum og auglýsti sjálf- an sig sem mesta verðlækkunar- mann heimsins. Kaupmenn sögðu að þetta væri ekki annað en gor kúla, sprottin upp af kreppunni, og mundi eflaust hjaðna niður aft- ur. En 5 árum seinna átti Cullen 15 stórverslanir í gangi. Og þá voru einnig aðrir komnir á stað með slíkt verslunarfyrirkomulag. Árið 1936 höfðu þegar risið upp 1200 kjörbúðir í Bandaríkjunum. Þegar kjörbúð er sett á fót, þjóta aðrar verslanir upp við hliðina á henni. Hafa slík verslunarhverfi fengið ýmis nöfn í Bandaríkjunum. En þar er það nú ekki sæmileg kjörbúð, sem ekki hefir um 35.000 ferfeta gólfrými og hefir umhverfis sig bílastæði er samsvari því að einn bíll sé þar fyrir hver 300 fer- fet af gólfrými verslunarinnar. Þar sem kjörbúðir hafa verið sett- ar í úthverfi, hefir aðstreymi fólks aukizt þangað stórköstlega. Menn eru því ekki hræddir við að byr^a kjörbúðir í úthverfum, eins og sést á því, að af öllum kjörbúðum lands- ins eru 81% í úthverfum. Margt er gert til þess að hæna fólk að. Búðirnar eru skreyttar alla vega, og alls konar skemmtanir fara þar fram fyrir börn, á meðan mæðurnar eru að versla. Þegar kjörverslun tekur til starfa, er oft mikið um dýrðir, ljósaskreytingar hljómleikar og alls konar íþrótta- og leiksýningar. Konur fá blóm ókeypis. Stundum er öllum gest- um veittur matur eða kaffi. Og við- hafnarmikil brúðkaup hafa verið haldin í sjálfri versluninni. Einn kjörbúðareigandi auglýsti að fram færi happdrætti og sá sem sigraði í því fengi barn að gjöf. Þetta hneikslaði marga, en allt snerist upp í gaman þegar „barnið“ var nýgotinn grís. Og ótal margt annað er fundið upp til þess að vekja at- hygli á kjörbúðinni og draga þang- að kaupendur. Og kjörbúðirnar blómgvast. i " ' ' Bandaríkjamenn eru með þeim ósköpum fæddir, að þeir vilja vica hvernig á öllu stendur. Þar hefir bví verið eytt milljónum dollara í að rannsaka hvernig á því stend- ur að kjörbúðirnar eru svo vin- sælar, sem raun hefir orðið á, og hvers vegna fólk verslar þar meira en í öðrum búðum. Og þar kemur margt til greina. Það er sýnt, að þær kjörbúðir þrífast bezt, sem geta boðið við- skiptavinum sínum nóg bílastæði hjá sér. Hinar, sem ekki hafa bíla- stæði, þrífast ekki. Kjörbúðir selja vörur í umbúð- um Og allur þorri húsmæðra viii heldur kaupa vörur í umbúðum. en sömu vörur umbúðalausar. Það er staðreynd að á móti hverjum 18 pundum af umbúðaiausri vöru seljast 300 pund af sams konar vöru í umbúðum. Það eykur söluna, að fólk fær að ganga um búðina, þar sem hrúgur af varningi blasa alls staðar við. Þess vegna er það, að þótt menn hafi farið inn í búðina í þeim til- gangi að kaupa þar 3 hluti, þá fara þeir með tíu hluti þaðan út — hafa keypt sjö hluti, sem þeir höfðu alls ekki hugsað sér að kaupa. Ýmsar kjörbúðir haía fengið sér varningsvagna, með sæti fyrir barn framan á. Móðir getur því haft barn sitt með sér inni í búðinni og henni liggur ekkert á, þegar svo er, skoðar því fleira og kaupir rneira. Og til þess er leikurinn gerð- ur. Það var líka mikil framför þeg- ar fyrstu búðarvagnarnir komu Frh. á bls. 261

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.