Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 14
262 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÁLAGABLETTIR I Hvammsfjarðareyum SNÓKSDALSEYAR eru í eyaklasa þeim, sem liggur í mynni Hvamms- fjarðar. Þær tilheyrðu svonefndri Snóksdalseign, en hafa nú um árabjl gengið kaupum og sölum. Ein þessara eya heitir Stafey. Þar var búið fyrr á öldum en aðliggjandi eyar nýttar með eins og títt er um eyabýli hér á Breiða- íirði. Stafey dregur nafn af kirkju- stöfum Þorkels Eyólfssonar, se'm rak þar þegar Þorkell fórst með kirkjuvið sínum á Hvammsfirði. Býlið lagðist i eyði af völdum bæar- bruna. Ekki er mér kunnugt hve langt er síðan en það mun skipta öldum. Á ofanverðri síðustu öld var aftur reist býli á eyum þessum en þá var byggðin á Gjarðey. Það var miklu hag- kvæmara, því þar er beitiland gott en Stafey er kjörið slægjuland. Enn eru Snóksdalseyar komnar í eyði. Helzti annmarki á þeim sem ábýli, er að þær einangrast fljótt af ísum. Að minnsta kosti þrír blettir eru á eyum þessum, sem ekki má slá. Á Stafeyarbjarginu er lítill hvammur, sem bannað er að slá og tveir hólmar, Stafeyarhnaus og Stafeyarflaga. Ef af því er brugðið á það að valda tjóni á skepnum. Athyglisvert er hvað álagatrúin hef- ur verið ríkjandi í hugum manna. öll þessi ákvæði eru frá þeim tíma að búið var í Stafey. Síðan hafa ýmsir fjallað um gagn eyanna í gegnum ald- ir. Þó lifa þessi ummæli ennþá. — II — Þegar siglt er inn Kjóeyarröst, haf- anna líka. Og ein kjörbúð hefir fundið upp á mjög snjöllu ráði til þess Það er venja víða erlendis að fiski er haldið lifandi, þangað til hann er seldur á fisktorgunum. Þessi kjörbúð hefir einnig lifandi fisk á boðstólum. Hún hefir látið gera stóra tjörn og geymir fiskana þar. Svo fá menn fiskistöng léða fara út að tjörninni og „veiða þar í matinn“, en borga fiskana eftir þyngd. skipaleiðina inn í Hvammsfjörð, eru á bakborða tveir hólmar, sem farið er rétt með. Annar yst en hinn innst. Ytri hólminn heitir Steinaklettur, en sá innri Máshólmi. Hólmar þessir liggja undir Rifgirðingar ásamt eyun- um sunnan rastarinnar. Sveitar- og sýslumerkin eru norðan þessara hólma. Norðurtanginn í Máshólma er sléttast- ur og loðnastur hólmans, en sá ann- marki er á, að hann má ekki slá og vogar það enginn maður. — II — A Öxney voru talin tvenn álög. Til annarra þeirra er sú saga sögð: Morg- un einn þegar bóndi kom í fjós voru komnar i fjósið 9 sækýr, allar gráar að lit. Þær ruddust óðara út og norð- ur yfir í vík eina. Þar er síðan kölluð Baulubrekka. Bóndi hljóp á eftir kún- um. Vildi ekki láta happ úr hendi sleppa. Náði hann í öftustu kúna þar sem þær voru að stinga sér í kafið og gat bitið hana í eyrað. Varð hún þá spök. Hinar kýrnar syntu yfir víkina og gengu í Slamburfallið, sem er bjarg hinumegin víkurinnar. Hafði nú bóndi kúna heim með sér og þótti betra en ekki. Hugði hann nú að koma sér upp góðu kúakyni, því sækýr höfðu fengið almenningsorð. Nóttina eftir dreymdi bónda að til hans kæmi kona. Sagðist hún vera fátæk ekkja og kýrin, sem hann náði hefði verið það eina sem hún hefði haft til framfærslu börnum sínum. En hinar kýrnar ætti ríkur bóndi. Lagði hún það á að aldrei mættu vera fleiri en 8 kýr í fjósi og ekki skyldi hann að öllu hafa not kýrinnar. Bóndi átti kúna lengi, en í hvert sinn er hún bar, hvarf kálfurinn. Vandlega var vakað yfir kúnni. Allt af rak þó að því að yfirsetufólkinu lengdist biðin og brá sér frá. En á meðan varð kýr- in léttari og kálfurinn horfinn þegar aftur var vitjað í fjósið. Hin álögin eru á þúfu einni sem er sunnan undir svonefndum Fjóshól skammt austan við fjósið. Hana má ekki slá. Ef út af er brugðið eiga að missast á árinu 30 kindur. Komið hefur það fyrir að þúfan hafi verið slegin, stundum af ókunnugum, sem ekki þekktu álögin og stundum jafnvel af hrekkjum. Ekki er hún þó eftirsóknar- verð til slægna, því steinn er upp úr henni miðri. Alltaf drapst þessi tala fjárins ef þúfan var slegin, en það gerði það líka þó hún væri ekki slegm á meðan bráðapestin var í algleymingi. Aldrei var vogað að hafa fleiri en 8 kýr, jafnvel nautgripi, í fjósi. Sumir vildu halda að hvorutveggja þessi álög væru af völdum sækonunnar, sem kúna átti. Nú er oft út af þessu brugðið og virðist ekki koma að sök. — II — Undir Arnarbæli á Fellsströnd liggja margar eyar og hafa þær margt til síns ágætis. Hólmi er þar, sem Kerling heitir. Hann er sprottinn melgrasi, sem ekki má slá. Kallað var það að hárreita kerlinguna og engin ástæða til að hún liði það hefndarlaust. Jón Lárusson, sem bjó í Arnarbæli árin 1916—1930, segir frá því í ævisögu sinni að hann hafi freistast til að slá hólma þenna grasleysissumarið 1918. Var það og full vorkunn, því þá var allt slegið, sem hönd á festi og strá sást upp úr. Vorið eftir missti Jón af slysum kú, hest og 18 ær. Og næsta vor 20 gemlinga á ólíklegasta stað. Má það heita allsæmileg hefnd ef sú gamla hefur afrekað það allt saman. — II — Ein eyanna, sem undir Staðarfell liggja, heitir Deildarey. Ekki er vitað að þar hafi verið búið. Þó hefur verið hér um slóðir munnmælasaga að Börk- ur digri Þorsteinsson hafi fyrst farið þangað þegar Snorri goði vék honum frá Helgafelli. 1 námunda við Deildarey er ey sem heitir Barkarnautur. Eyr- byggja segir að hann hafi fluzt að Barkarstöðum á Fellsströnd. Þeir eru undir hlíðinni á milli Stórutungu og Orrahóls. Vel gæti verið að hann hafi staðnæmzt þarna fyrst. Þormóður Eiríksson, skáld og konstra- maður, varð einu sinni að hafast við náttlangt í Deildarey vegna óveðurs, þegar hann var á Fellsstrandarferðum sinum. Mændi hann þá upp að Vogi og kvað: Gæti ég flogið greitt sem örn gista hér ei vildi. Upp að Vogi eldra Björn eflaust finna skyldi. Hann grunaði Björn um að valda óveðrinu og fleira, sem hann hefndi » I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.