Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 263 Jón R. H jálmarsson: PÚÐRID NOKKRU fyrir upphaf vors tímatals var púðrið þekkt í Kína og Indlandi. Ekki notuðu þeir góðu menn þar í löndum þetta kröftuga sprengiefni í neinum vondum eða hættulegum til- gangi eins og t. d. til að skaða og jafn- vel drepa fólk í styrjöldum. Nei, það datt Asíumönnum ekki í hug, því að eftir því sem bezt verður séð, notuðu þeir það helzt til að búa til -púðurkerl- ingar, flugelda og önnur leikföng fólki til skemmtunar. Frá þessum fjarlægu Austurlöndum hefur vitneskjan um púðrið borizt til Evrópu. í sögu Mikla- garðsborgar er getið um hinn svo- nefnda gríska eld á 7. öld, sem virðist hafa verið líkur púðri. Grikkir smíðuðu sér ekki skotvopn, en notuðu sprengi- efni sitt í styrjöldum til að framleiða skyndilegan hávaða og eldblossa og hræða þannig óvini sína. Grikkir héldu svo rækilega síðar, eins og þjóðkunn- ugt er. Deildarey er þannig varið að mýfi gengur gegnum hana frá suðri til norðurs og hallar þar ofan á lága sjávarfit, en norðvestan á henni er hár höfði með klettabelti að sunnanverðu. Sunnan við klettana gengur djúp laut suðvestur úr til sjávar, sem er mjög grösug. Laut þessa má ekki slá, hvort sem það er nú af næturdvöl Þormóðs eða öðru. Þar hefur hann helzt leitað skjóls í óveðrinu. Hallgrímur Jónsson bjó á Staðarfelli á ofanverðri síðustu öld og fram um aldamót. Hann rak þar stórbú. Meðal annars hafði hann um eða yfir hundr að ær í kvíum. Vani hans var að hafa lömbin í Deildarey á haustin. Hall- grímur sótti fast eyaheyskapinn. Einu sinni var hann að heya Deildarey. Gerði þá stórviðri á móti svo hann komst ekki heim. Segir hann þá við fólk sitt: „Ef okkur gefur ekki heim á morgun slæ ég lautina". Sló hann svo lautina, því ekki gaf heim. Um haustið lét hann lömb sín í eyna, eins og vant var, hundrað að tölu. En fyrir jólin þegar hann ætlaði að taka þau heim, hafði þau öll fennt í lautinni og voru þá dauð. Jónas Jóhannsson, Öxney. vandlega leyndu, hvernig þeir fram- leiddu hinn gríska eld, en haldið er að hann hafi verið settur saman úr olíu, biki og brennisteini. Menn eru mjög óvissir um, hver fundið hafi upp púðrið í Norðurálfu og hvenær það hafi gerzt. Oftast hefur pessi þýðingarmikla uppfyndning verið eignuð þýzkum munki í Freiburg, Bert- nold Schwarz að nafni, sem sagður er hafa gert uppfyndningu sína um 1280. En enski munkurinn Roger Bacon, sem fæddur er um 1220, getur alveg eins talizt uppfyndningarmaður púðursins, því að í ritum sínum lýsir hann ná- kvæmlega, hvaða efni þurfi til að fram- leiða sprengiefni og í hvaða hlutföll- um þau eigi að vera. En hver sem uppfyndingamaðurinn var, þá er fullvíst að púðrið komst í notkun og tók að breiðast út í Evrópu á síðara helmingi 13. aldar. Efnasam- setning púðursins var einföld og oftast eitthvað á þá leið að í svörtu púðri voru 75% saltpétur, 14% kol og 11% brennisteinn, og í brúnu púðri voru 80% saltpétur, 17% kol og 3% brenni- steinn. Efnum þessum var blandað saman og einmitt við þess háttar til- raun var það, sem munkurinn Berthold Schwarz varð vitni að skyndilegri sprengingu, blossa og reykjarsvælu og hafði þar með fundið upp púðrið, eftir því sem sagan segir. Eftir að púðrið var fundið upp, var fljótlega tekið að gera tilraunir til að hagnýta sprengikraft þess sem orku- gjafa til að skjóta hnattlöguðum stein- um og öðrum þungum hlutum á vígi og óvinaflokka í styrjöldum. Fyrstu fallbyssurnar voru trúlega eins konar staukar eða hólkar heilir í annan end- ann. Púður var sett í þessi ílát og steinn fyrir framan og eldur síðan settur í púðrið um lítið op aftarlega á þessu frumstæða hlaupi. Við sprenginguna kastaðist steinninn í þá átt, sem tæk- inu var beint. Smám saman voru gerð- ar endurbætur og fallbyssurnar urðu stór og kröftug skotvopn Með því að gera hlaupið lengra og þrengra komu fram venjulegar byssur, er hermenn gátu borið með sér í styrjöldum. Lengi vel voru þó þessar byssur svo stórar og þungar, að það þurfti tvo menn til að flytja þær úr stað og skjóta úr peim. Seinvirkar voru þær einnig í meira lagi og svo seint sem í þrjátíu ára stríðinu undir miðja 17. öldina liðu fimm mínútur milli skota úr hverri byssu. Fyrst í stað voru öll skotvopn fram- hlaðningar og var þá kveikt í púðrinu með logandi blysi eða kyndli, sem bor- inn var að litlu opi aftast á hlaupinu, þar sem púðrið var fyrir innan. En síð- ar fundu menn upp byssulásinn og hvellhettuna, sem sprakk við dálítið högg og kveikti í púðrinu. Eftir það tóku aftanhlaðningar að tíðkast. Að því er bezt verður vitað, voru fallbyssur í fyrsta sinn notaðar í orr- ustunni við Crecy 1346, þar sem Eng- lendingar og Frakkar áttust við. Þetta var í hundrað ára stríðinu milli þessara þjóða, og þótt byssur kæmust þá eitt- hvað í notkun, voru bogar samt miklu algengari og skæðari skotvopn. Til að byrja með voru fallbyssurnar mjög áhrifalítil vopn. Þær drógu stutt, voru kraftlitlar og fóru rangt með. Kúlurnar voru úr steini og fyrst um aldamótin 1500 var orðið algengt að nota járnkúl- ur. En eftir margvíslegar umbætur tóku skotvopnin smám saman að gjörbreyta allri hernaðartækninni. Lengi vel höfðu það verið brynjaðir riddarar, sem svo að segja höfðu ráðið úrslitum hverrar orrustu, en með tilkomu öflugra skot- vopna, höfðu herklæði eins og brynjur og pansarar litla yfirburði fram yfir venjulegan fatnað til að standast gegn byssukúlum. Þar með missti riddara- liðið, aðallinn, sérréttindaaðstöðu sína sem sú stétt, er einkarétt hefði á að berjast, og í þeirra stað varð nú fót- göngulið ótiginna manna vopnað skot- vopnum, þýðingarmest í styrjöldum. Kastalar aðalsmanna, sem á miðöld- um höfðu verið næstum ósigrandi vígi, þar sem skurðir fylltir vatni upp að bröttum múrveggjum höfðu lagt hinar erfiðustu hindranir í leið árásarmanna, misstu þýðingu sína eftir að fallbyss- urnar komu af alvöru til sögunnar. Kúlnahríðin sprengdi og braut niður múrveggina og ruddi óvininum braut. Þar með voru konungar ekki lengur upp á náð aðalsmanna komnir, er þeir þurftu að heyja styrjaldir, heldur tóku þeir nú höndum saman við bændur og borgara og studdust við fótgöngulið þeirra vopnað byssum. Veldi aðalsins sem hernaðarmáttar var því brátt úr sögunni og einmitt púðrið átti mikinn pátt í að breyta stéttaþjóðfélagi mið- aldanna í borgaraþjóðfélag nútímans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.