Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Page 1
32. tbl. Sunnudagur 7. september 1958 XXXIII. árg Hákon Guðmundsson: Að láta jörðina eldast til bóta í EINU af höfuðkvæðum sínum ^ minnir skáldjöfurinn Stephan G. Stephansson okkur á skyldur vor- ar við landið og gróðurinn — minnir okkur á, að við eigum að hæna gróandann inn á hagann, björkina í börðin og barrVið í holdýjaskörðin — okkur ber, seg- ir hann, að láta jörðina eldast til bóta. Samtímamaður Stephans, hinn fjölhæfi stjórnmálamaður Theo- dór Roosevelt, sem um skeið var forseti Bandaríkjanna, orðaði Þessa sömu hugsun á þá leið, að þá færist þjóðinni vel við land sitt, ef sérhver kynslóð skilaði jörð sinni betri í hendur næstu kyn- slóðar. Því gróður jarðarinnar, sagði Roosevelt, er höfuðstóll, sem ekki má skerða, og hver sá, sem fengið hefur land til umráða, er eigi aðeins bundinn þeirri skyldu, að skila því aftur jafngóðu, heldur ber honum jafnframt að efla og auka þann gróður, er hann fékk í hendur til varðveizlu og afnota. Sé þessi mælikvarði lagður á af- not þjóða af Þeirri jörð, sem brauð- fæðir þær, er ljóst, að syndir mann- kynnsins eru miklar og margar, því -------------------------------1 Erindi flutt i Hallormstaðaskógi á 20 ára afmælishátíð Skógrækt- arfélags Austurlands. 4---------------------------------<s> stór flæmi jarðar vorrar, sem í ár- daga voru klædd gróðurríkum og frjósömum jarðvegi, liggja nú ber og nakin, leikvöllur auðnar og eyði- leggingar, vegna vankunnáttu og á- níðslu þeirra kynslóða, sem fengu lendur þessar til ábúðar hjá höf- undi Jarðar vorrar. Því miður varð það einnig um langan aldur hlutskipti íslenzku þjóðarinnar, að fylla Þann flokkinn í þessum efnum, sem verr gegndi, og því fór svo, að í stað viði vaxinna hlíða og heiða blasa nú við augum víða um land örfoka sandar, ber og blásin holt og hæðadrög eða langeyddir bithagar. — Við skulum þó láta áfellisdóma utangarðs, á þessum hátíðisdegi, því hæpið er, að oss, er nú lifum, hefði farizt betur, þótt vér hefðum verið fyrr á ferð. Horfum heldur í eigin barm og gætum að Því, hvar vér sjálfir stöndum og hvernig vér fáum not- að þá þekkingu, sem nú er fyrir Hákon Guðmundsson hendi. Við megum ekki gleyma þvf, að sú þekking leggur oss á herðar ríkari ábyrgð á athöfnum vorum eða athafnaleysi. Margt hefur unnizt til varðveizlu og viðhalds jarðvegi og gróðri, mannsaldur þann, sem liðinn «r,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.