Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Side 2
434 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hluti af gróðrarstöðinni á Hallormsstað. Þaðan koma nú árlega nokkur hundr- uð þúsunda trjáplanta. síðan hafizt var handa fyrir alvöru um jarðrækt hér á landi, og sem betur fer eru nú mjög að hverfa þeir búnaðarhættir, að reiða heim, hrís og hey, án þess að nokkuð komi í móti. Liðin er sú tíð, þegar búendur íslands áttu aðeins eina höndina í viðskiptum sínum við jarðveg landsins — þá höndina, er á móti tók. Nú bera blómlegar lendur og tún um sveitir og dali þess gleðilegan vott, að komizt hafa á gagnkvæm viðskipti við móðurmoldina. Þetta eru þó aðeins upphaf þeirra skuldaskila, sem núlifandi og komandi kynslóðir landsins verða að inna af hendi, vegna of mikillar úttektar fortíðarinnar. Vel hefur þar verið farið af stað, en Þó finnast enn alltof margir, sem ekki hafa vaknað til vitundar um .skyldur sínar við gróðurfar lands- ins. Ennþá horfa fjölmargir sljó- um augum vanans á blásið og bert landið, án þess að skilja, að auðnin er ekki nema aðmokkru leyti eðli- leg afleiðing af hamförum náttúr- unnar, heldur oftast sök mannanna sjálfra. Vér þurfum öll að vakna til skilnings á því, að landið var ekki svona og að það er hægt að koma því til hjálpar, og leysa það úr fjötrum auðnarinnar. Það var viði vaxið og gróið milli fjalls og fjöru, þegar byggð var reist hér í öndverðu, enda þótt náttúruham- farir hefðu þá geisað hér öðru hvoru í árþúsundir, svo sem ráða má af jarðsögu landsins. Og það er ekki fyrr en viðskiptin við mennina hófust, að náttúrunni verður um megn að græða sín eigin sár. Velmegun og bætt lífsskilyrði valda því, að íslenzku þjóðinni fjölgar nú mjög ört og má gera ráð fyrir því, að tala landsmanna tvöfaldist á næstu 50—60 árum. Það er Því höfuðnauðsyn, að horft sé fram á veginn og búið í haginn fyrir þessa komandi þegna og þeim sköpuð skilyrði til menning- arlífs hér. Og það fer einmitt vel á því, að svipast sé um sali í þess- um efnum um leið og minnst er afmælis Skógræktarfélags Aust- urlands og því færðar árnaðarósk- ir og Þakkir fyrir 20 ára þrotlaust og arangursríkt starf. Miklar vonir eru að sjálfsögðu tengdar við útíærzlu landheiginnar og má gera ráð fyrir því, að auk- inn afrakstur úr sjónum skapi lífs- möguleika fyrir miklu fleiri en þá, sem nú lifa af sjávarútvegi. Á sama hátt má gera ráð fyrir því, að auk- in nýting jarðhita og vatnsorku geti framfleytt mörgum vegna þess iðnaðar, sem byggpur verour a þessum orkulindum. Sé hinsveg- ar litið til íslenzks landbúnaöar verður annað uppi á teningnum. í viðtali, er ráðherra landbúnaðar- mála átti nýlega við erlendan blaða mann og birt var í einu biaöi landsins nú fyrir skömmu, iet ráðherrann svo mælt, að ekki væri hægt að gera ráð fyrir þvi, að landbúnaðurinn tæiu. við fieira fólki í iramtíðinni. Ef þetta er rétt, sem ekki er ástæða til Þess að draga i exa, stöndum vér andspænis þeirri staðreynd, að grasræktin, sem er hófuðstoð íslenzks landbúnaoar hafi í raun og veru runnið íyrsta skeið sitt og sé að komast í áfanga- stað. Að vísu má ekki gleyma því, að vaxandi fólksfjöldi í bæjunum og við sjávarsíðuna skapar aukinn markað, en ræktun mun nú al- mennt komin í það horf, að bændur geti aukið íramleiðslu sína, án þess að bæta við sig vinnuafli svo nokkru nemi. Fyrir oss liggur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.